Klopp mun ræða sérstaklega við Sadio Mane um atvikið eftir United leikinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2021 15:30 Augun verða á þeim Jürgen Klopp og Sadio Mane í síðustu leikjum tímabilsins. Getty/Laurence Griffiths Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, fékk óvenju kuldaleg viðbrögð frá Sadio Mane eftir leik Liverpool og Manchester United og fjölmiðlar hafa smjattað mikið á því síðan. Sadio Mane skildi knattspyrnustjórann sinn eftir hangandi og neitaði að taka í höndina á honum eftir 4-2 sigur Liverpool á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Klopp henti Mane á bekkinn fyrir leikinn og Senegalinn var greinilega allt annað en sáttur með það. Breytti þar engu þótt að Liverpool hafi þarna unnið mikilvægan sigur á Manchester United. Mane kom á endanum inn á sem varamaður á 74. mínútu og leysti þar af Diogo Jota sem skoraði fyrsta mark Liverpool í leiknum. Sadio Mane blanked Jurgen Klopp after being benched against Man United (via @footballdaily)pic.twitter.com/elnZN9USEW— ESPN FC (@ESPNFC) May 14, 2021 Sjónvarpsvélarnar voru á þeim Sadio Mane og Jürgen Klopp eftir leikinn þegar Klopp ætlaði að þakka sínum manni fyrir leikinn og óska honum til hamingju með sigurinn en Sengalinn strunsaði í staðinn framhjá stjóranum sínum og hristi hausinn. „Það er ekki hægt að gera stærri frétt úr þessu en hún er þegar orðin. Fótbolti er íþrótt full af tilfinningum og allir ætlast til þess að við höfum alltaf stjórn á þessum tilfinningum,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti West Bromwich Albion um helgina. „Það gengur ekki alltaf eftir. Þetta kom fyrir mig sem leikmann og aðrir leikmenn hafa lent í þessu þegar ég hef þjálfað þá. Við höfum ekki haft ennþá tækifæri til að ræða þetta almennilega en við munum gera það. Það verður allt í góðu eftir það samtal,“ sagði Klopp. Powerful words from Jurgen Klopp on Sadio Mane:"If somebody shows me 5 million times respect and one time not, what is more important?" pic.twitter.com/Akh48PK0oJ— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 14, 2021 „Viljum við að svona hlutir gerist? Nei en þetta er ekki í fyrsta sinn í mínu og þó ég hræðist að segja það, þá verður þetta líklega ekki það síðasta. Svona er það nú bara,“ sagði Klopp. Sadio Mane hefur skorað 9 mörk og gefið 6 stoðsendingar í 32 deildarleik á þessu tímabili en á meistaratímabilinu þá var hann með 18 mörk og 9 stoðsendingar í 35 leikjum. „Ef leikmaður sýnir mér fimm milljón sinnum virðingu og gerir það svo ekki einu sinni. Hvort er mikilvægara,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Sadio Mane skildi knattspyrnustjórann sinn eftir hangandi og neitaði að taka í höndina á honum eftir 4-2 sigur Liverpool á Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Klopp henti Mane á bekkinn fyrir leikinn og Senegalinn var greinilega allt annað en sáttur með það. Breytti þar engu þótt að Liverpool hafi þarna unnið mikilvægan sigur á Manchester United. Mane kom á endanum inn á sem varamaður á 74. mínútu og leysti þar af Diogo Jota sem skoraði fyrsta mark Liverpool í leiknum. Sadio Mane blanked Jurgen Klopp after being benched against Man United (via @footballdaily)pic.twitter.com/elnZN9USEW— ESPN FC (@ESPNFC) May 14, 2021 Sjónvarpsvélarnar voru á þeim Sadio Mane og Jürgen Klopp eftir leikinn þegar Klopp ætlaði að þakka sínum manni fyrir leikinn og óska honum til hamingju með sigurinn en Sengalinn strunsaði í staðinn framhjá stjóranum sínum og hristi hausinn. „Það er ekki hægt að gera stærri frétt úr þessu en hún er þegar orðin. Fótbolti er íþrótt full af tilfinningum og allir ætlast til þess að við höfum alltaf stjórn á þessum tilfinningum,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti West Bromwich Albion um helgina. „Það gengur ekki alltaf eftir. Þetta kom fyrir mig sem leikmann og aðrir leikmenn hafa lent í þessu þegar ég hef þjálfað þá. Við höfum ekki haft ennþá tækifæri til að ræða þetta almennilega en við munum gera það. Það verður allt í góðu eftir það samtal,“ sagði Klopp. Powerful words from Jurgen Klopp on Sadio Mane:"If somebody shows me 5 million times respect and one time not, what is more important?" pic.twitter.com/Akh48PK0oJ— Anfield Watch (@AnfieldWatch) May 14, 2021 „Viljum við að svona hlutir gerist? Nei en þetta er ekki í fyrsta sinn í mínu og þó ég hræðist að segja það, þá verður þetta líklega ekki það síðasta. Svona er það nú bara,“ sagði Klopp. Sadio Mane hefur skorað 9 mörk og gefið 6 stoðsendingar í 32 deildarleik á þessu tímabili en á meistaratímabilinu þá var hann með 18 mörk og 9 stoðsendingar í 35 leikjum. „Ef leikmaður sýnir mér fimm milljón sinnum virðingu og gerir það svo ekki einu sinni. Hvort er mikilvægara,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira