Sóknarnefnd Hallgrímskirkju styður prest og framkvæmdastjórn í máli Harðar tónlistarstjóra Jakob Bjarnar skrifar 14. maí 2021 14:42 Einar Karl Haraldsson er formaður sóknarnefndar. Hann nýtur fulls stuðnings sóknarnefndar þó samningar við Hörð Áskelsson tónlistarstjóra kirkjunnar hafi siglt í strand. Sóknarnefndin segist hafa fylgst með samningagerð við Hörð Áskelsson tónlistarstjóra og lýsir nú yfir fullum stuðningi við formann, framkvæmdanefnd, framkvæmdastjóra og presta varðandi það hvernig þau hafa haldið á málum. Þetta kemur fram í ályktun sem send var út eftir fund sóknarnefndar Hallgrímssóknar þriðjudaginn 11. maí 2021 og var samhljóða samþykkt eftir fund. Sóknarnefndin harmar að Hörður Áskelsson, organisti kirkjunnar, skuli hafa óskað eftir starfslokasamningi í stað þess að gera heiðurslaunasamning við kirkjuna sem honum stóð til boða.“ Ólga í Hallgrímskirkju Vísir hefur fjallað um þá ólgu sem er innan kirkjunnar vegna brotthvarfs Harðar en víst er að mörgum tónelskum og kirkjuræknum er brugðið vegna þess hvernig mál hafa þróast. Og hafa kórfélagar í Mótettukórnum verið ómyrkir í máli og fordæmt það að ferli Harðar sé nú lokið; en með honum fer kórinn úr kirkjunni. Ekki hefur komið fram nákvæmlega hverjar kröfur Harðar voru en þó liggur fyrir að hann hefur ekki talið heiðurslaunasamninginn ásættanlegan en sá samningur hefði falið í sér „starfsaðstöðu og fjármuni fyrir Hörð til þess að vinna með kórum í Hallgrímskirkju að þremur stórverkefnum auk annarra viðfangsefna næstu tvö ár,“ eins og segir í ályktuninni. Björn Steinar organisti tekur við Hörður kveður Hallgrímskirkju frá og með 1. júní næstkomandi ásamt Mótettukórnum, sem hefur kennt sig við Hallgrímskirkju sem og Schola cantorum. Í ályktuninni er Herði þökkuð áratuga störf sem hafa auðgað tónlistarlíf kirkju og þjóðar og skilað mikilvægum tónlistararfi, eins og segir: „Félögum í kórunum tveimur er þakkaður fagur söngur í helgihaldinu, á tónleikum og þátttaka í lífi kirkjunnar.“ Þá kemur fram að sóknarnefnd samþykki að Björn Steinar Sólbergsson organisti leiði tónlistarstarf í Hallgrímskirkju. Björn Steinar er heimamaður í Hallgrímskirkju, eftirsóttur konsertorganisti hér heima og erlendis og skólastjóri Tónskóla þjóðkirkjunnar.“ Hallgrímskirkja Þjóðkirkjan Tónlist Tengdar fréttir Guðspjallið spilaði ... Johann Sebastian Bach hefur stundum verið nefndur fimmti guðspjallamaðurinn. Slíkar tilfinningar vakna með hlustanda í kirkju þegar tónlist hans flæðir þar um hvelfingar, mótettur hans, óratoríur, tokkötur og fúgur. 7. maí 2021 09:49 Tónskáld óttast „menningarslys“ í Hallgrímskirkju Yfirstjórnendur Þjóðkirkjunnar eru hvattir til þess að grípa í taumana og forða „skelfilegu menningarslysi“ í tónlistarmálum Hallgrímskirkju í ályktun sem aðalfundur Tónskáldafélags Íslands samþykkti í gær. Deilur hafa geisað á milli sóknarnefndar Hallgrímskirkju og tónlistarstjóra hennar. 13. maí 2021 10:29 „Okkur er einfaldlega hent út með skít og skömm“ Mikil reiði ríkir meðal kórfélaga og velunnara Mótettukórsins vegna þess hvernig mál hafa þróast í Hallgrímskirkju sem endaði með starfslokum Harðar Áskelssonar tónlistarstjóra kirkjunnar til fjörutíu ára. 5. maí 2021 13:55 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Þetta kemur fram í ályktun sem send var út eftir fund sóknarnefndar Hallgrímssóknar þriðjudaginn 11. maí 2021 og var samhljóða samþykkt eftir fund. Sóknarnefndin harmar að Hörður Áskelsson, organisti kirkjunnar, skuli hafa óskað eftir starfslokasamningi í stað þess að gera heiðurslaunasamning við kirkjuna sem honum stóð til boða.“ Ólga í Hallgrímskirkju Vísir hefur fjallað um þá ólgu sem er innan kirkjunnar vegna brotthvarfs Harðar en víst er að mörgum tónelskum og kirkjuræknum er brugðið vegna þess hvernig mál hafa þróast. Og hafa kórfélagar í Mótettukórnum verið ómyrkir í máli og fordæmt það að ferli Harðar sé nú lokið; en með honum fer kórinn úr kirkjunni. Ekki hefur komið fram nákvæmlega hverjar kröfur Harðar voru en þó liggur fyrir að hann hefur ekki talið heiðurslaunasamninginn ásættanlegan en sá samningur hefði falið í sér „starfsaðstöðu og fjármuni fyrir Hörð til þess að vinna með kórum í Hallgrímskirkju að þremur stórverkefnum auk annarra viðfangsefna næstu tvö ár,“ eins og segir í ályktuninni. Björn Steinar organisti tekur við Hörður kveður Hallgrímskirkju frá og með 1. júní næstkomandi ásamt Mótettukórnum, sem hefur kennt sig við Hallgrímskirkju sem og Schola cantorum. Í ályktuninni er Herði þökkuð áratuga störf sem hafa auðgað tónlistarlíf kirkju og þjóðar og skilað mikilvægum tónlistararfi, eins og segir: „Félögum í kórunum tveimur er þakkaður fagur söngur í helgihaldinu, á tónleikum og þátttaka í lífi kirkjunnar.“ Þá kemur fram að sóknarnefnd samþykki að Björn Steinar Sólbergsson organisti leiði tónlistarstarf í Hallgrímskirkju. Björn Steinar er heimamaður í Hallgrímskirkju, eftirsóttur konsertorganisti hér heima og erlendis og skólastjóri Tónskóla þjóðkirkjunnar.“
Hallgrímskirkja Þjóðkirkjan Tónlist Tengdar fréttir Guðspjallið spilaði ... Johann Sebastian Bach hefur stundum verið nefndur fimmti guðspjallamaðurinn. Slíkar tilfinningar vakna með hlustanda í kirkju þegar tónlist hans flæðir þar um hvelfingar, mótettur hans, óratoríur, tokkötur og fúgur. 7. maí 2021 09:49 Tónskáld óttast „menningarslys“ í Hallgrímskirkju Yfirstjórnendur Þjóðkirkjunnar eru hvattir til þess að grípa í taumana og forða „skelfilegu menningarslysi“ í tónlistarmálum Hallgrímskirkju í ályktun sem aðalfundur Tónskáldafélags Íslands samþykkti í gær. Deilur hafa geisað á milli sóknarnefndar Hallgrímskirkju og tónlistarstjóra hennar. 13. maí 2021 10:29 „Okkur er einfaldlega hent út með skít og skömm“ Mikil reiði ríkir meðal kórfélaga og velunnara Mótettukórsins vegna þess hvernig mál hafa þróast í Hallgrímskirkju sem endaði með starfslokum Harðar Áskelssonar tónlistarstjóra kirkjunnar til fjörutíu ára. 5. maí 2021 13:55 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Sjá meira
Guðspjallið spilaði ... Johann Sebastian Bach hefur stundum verið nefndur fimmti guðspjallamaðurinn. Slíkar tilfinningar vakna með hlustanda í kirkju þegar tónlist hans flæðir þar um hvelfingar, mótettur hans, óratoríur, tokkötur og fúgur. 7. maí 2021 09:49
Tónskáld óttast „menningarslys“ í Hallgrímskirkju Yfirstjórnendur Þjóðkirkjunnar eru hvattir til þess að grípa í taumana og forða „skelfilegu menningarslysi“ í tónlistarmálum Hallgrímskirkju í ályktun sem aðalfundur Tónskáldafélags Íslands samþykkti í gær. Deilur hafa geisað á milli sóknarnefndar Hallgrímskirkju og tónlistarstjóra hennar. 13. maí 2021 10:29
„Okkur er einfaldlega hent út með skít og skömm“ Mikil reiði ríkir meðal kórfélaga og velunnara Mótettukórsins vegna þess hvernig mál hafa þróast í Hallgrímskirkju sem endaði með starfslokum Harðar Áskelssonar tónlistarstjóra kirkjunnar til fjörutíu ára. 5. maí 2021 13:55