Resident Evil Village: Fíflið Ethan Winters er mættur aftur Samúel Karl Ólason skrifar 14. maí 2021 10:07 Þetta er ekki Ethan. Þetta er lafði Dimitrescu, sem hefur notið mikilla vinsælda meðal netverja. Capcom Ethan Winters, söguhetja Resident Evil 7, er mættur aftur. Líf hans tekur skyndilega miklum breytingum og hann þarf að berjast fyrir lífi sínu og annarra. Að þessu sinni þarf Ethan að etja kappi við stórt samansafn mismunandi skrímsla, lifa af við erfiðar og oft hræðilegar aðstæður og mögulega bjarga heiminum, aftur. Í Resident Evil Village, eða Illur ábúandi: Þorp, er hann Ethan er enn fífl og veður úr einni hættunni í aðra sífellt meira áttaviltur og undrandi á því hvað sé að gerast. Það er þó að þetta sé í annað sinn sem hann gengur í gegnum sambærilega atburðarás. Ég hef spilað nokkra Resident Evil leiki undanfarin ár og hatað hvern einasta, ekki af því þeir eru lélegir heldur þvert á móti út af því að þeir eru oftar en ekki góðir. Ég er þó enginn sérstakur aðdáandi hryllingsleikja, því þeir hræða mann. Að þessu sinni finnst mér Capcom leggja meira upp úr hasar heldur en áður og er það smá á kostnað hryllingsins. Sjá einnig: Resident Evil 7 - Ósköp eðlilegt fífl berst við morðóða fjölskyldu Aðrir Resident Evil leikir snúast mikið um hasar í seinni hlutum þeirra en það er þó meira í Village en öðrum leikjum. Maður ver miklum tíma í að skjóta einhverja drauga, varúlfa og önnur skrýmsli í höfuðið. Hræðilegt að vera óvopnaður Besta borð leiksins er þó borð þar sem Ethan er að mestu óvopnaður. Þar er hryllingurinn í fyrirrúmi á meðan maður hleypur undan og felur sig fyrir einhverju mest krípi skrímsli sem ég hef séð. Fram kemur í upphafi leiksins að Ethan hefur hlotið smá þjálfun og útskýrir það breytinguna að nokkru leyti. Hryllingurinn er þó til staðar og sérstaklega andrúmsloftið, sem fáir gera eins vel og Capcom. Strax í upphafi leiksins kvartaði ég upphátt við sjálfan mig um að snjórinn endurvarpaði ljósi leiksins ekki jafn mikið í leiknum og hann gerir í alvörunni. Village fylgir þó að mestu formúlu annarra Resident Evil leikja. Maður á sífellt von á nýrri hættu handan við hvert horn. Skýrmsli RE Village eru fjölmörg og mismunandi.Capcom Eins og í öðrum Resident Evil leikjum stuðar það mig hve þröngt sjónarhorn Ethan er. Mér finnst það í raun óþarfi og eini tilgangurinn er að gera spilunina óþægilegri og hræða mann meira. Þar sem Village er hryllingsleikur er það þó skiljanlegt en þetta er pirrandi. Ég er að spila leikinn í PS5 en mér fróðari menn í PC-heiminum voru fljótir að „modda“ leikinn á þann veg að hægt væri að útvíkka sjónarhorn Ethan. Vel hannað þorp Það er óhætt að segja að REV líti mjög vel út. Eins og áður hefur komið fram er allt andrúmsloft leiksins mjög gott og þetta nýja sögusvið, lítið afskekt evrópskt þorp, er mjög vel hannað. Þar eru ýmsar þrautir til að leysa og hluti og upplýsingar um söguna að finna. Fyrsti hluti leiksins gerist í þorpinu og seinni hlutar hans á fjórum mismunandi svæðum í kringum þorpið. Þar á meðal í brúðuhúsi og verksmiðju. Á þeim svæðum eru mismunandi óvinir sem endurspegla lokakallana þar. Á þessum svæðum þarf maður að safna peningum og drasli sem maður getur selt Duke, dularfullum kaupmanni kaupmanns leiksins. Peninginn notar maður til að kaupa birgðir og uppfæra byssur Ethans. Sömuleiðis þarf maður að drepa öll dýr sem maður sér, til að selja Duke í stað bættrar heilsu og varna. Sögusvið RE Village er glæsilegt og mjög vel hannað.Capcom Þegar spennan magnast upp hef ég tekið eftir því að ég tala meira við sjálfan mig en eðlilegt getur talist. Til að magna spennuna upp er fátt betra en góð hljóðvinnsla. Til dæmis getur smá ískur í gömlum lömum gert mann lafandi hræddan. Af þessu er nóg að taka í Village. Ég er sífellt að stoppa og horfa í kringum mig út af einhverjum hræðilegum hljóðum. Meginsaga RE Village er ekki svo löng. Eftir að spilarar klára sögu leiksins er hægt að spila nýja útgáfu sem kallast Merceneries. Sá hluti er pjúra hasar og gengur út á að skjóta vond skrímsli í massavís, uppfæra byssur leiksins, skjóta fleiri skrímsli og svo koll af kolli. Merceneries eykur líftíma leiksins og þar að auki er hægt að spila leikinn aftur á hærri erfiðleikastigum og fá verðlaun fyrir. Samantekt-ish Resident Evil Village er áttundi leikurinn í seríunni og fylgir gamallri og góðri formúlu hennar vel eftir. Saga þessara leikja er orðinn nokkuð þvæld og ég get ímyndað mér að nýir spilarar gætu átt erfitt með að komast inn í hana. Spilun leiksins, bæði hryllingur og hasar, er þó til fyrirmyndar. Það er greinilegt að miklu púðri hefur verið varið í framleiðslu Village. Þó hann líti einstaklega vel út finnst mér hljóðið vera framúrskarandi. Leikjavísir Leikjadómar Tengdar fréttir Resident Evil 3: Skringilega stuttur en skemmtilegur Starfsmenn Capcom eru enn að endurgera gamla og vinsæla Resident Evil leiki og nú er komið að leik númer þrjú. 14. apríl 2020 11:35 GameTíví spilar Resident Evil 2 Remake-ið Óli Jóels skellti sér nýverið til Raccoon City og spilaði endurgerðina af Resident Evil 2, sem kom fyrst út árið 1998 á PlayStation2. 21. febrúar 2019 15:51 Resident Evil 2: Reynt að eyðileggja fínar brækur Leon Scott Kennedy og Claire Redfield eru mætt aftur til Raccoon City og þau völdu sér hræðilegan tíma til að kíkja í heimsókn. 31. janúar 2019 09:00 Resident Evil 7: Ósköp eðlilegt fífl berst við morðóða fjölskyldu Það er ómögulegt að opna eina einustu hurð, eða jafnvel ísskáp, án þess að þurfa að eiga von á því að láta skjóta þér skelk í bringu. 3. febrúar 2017 08:45 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Í Resident Evil Village, eða Illur ábúandi: Þorp, er hann Ethan er enn fífl og veður úr einni hættunni í aðra sífellt meira áttaviltur og undrandi á því hvað sé að gerast. Það er þó að þetta sé í annað sinn sem hann gengur í gegnum sambærilega atburðarás. Ég hef spilað nokkra Resident Evil leiki undanfarin ár og hatað hvern einasta, ekki af því þeir eru lélegir heldur þvert á móti út af því að þeir eru oftar en ekki góðir. Ég er þó enginn sérstakur aðdáandi hryllingsleikja, því þeir hræða mann. Að þessu sinni finnst mér Capcom leggja meira upp úr hasar heldur en áður og er það smá á kostnað hryllingsins. Sjá einnig: Resident Evil 7 - Ósköp eðlilegt fífl berst við morðóða fjölskyldu Aðrir Resident Evil leikir snúast mikið um hasar í seinni hlutum þeirra en það er þó meira í Village en öðrum leikjum. Maður ver miklum tíma í að skjóta einhverja drauga, varúlfa og önnur skrýmsli í höfuðið. Hræðilegt að vera óvopnaður Besta borð leiksins er þó borð þar sem Ethan er að mestu óvopnaður. Þar er hryllingurinn í fyrirrúmi á meðan maður hleypur undan og felur sig fyrir einhverju mest krípi skrímsli sem ég hef séð. Fram kemur í upphafi leiksins að Ethan hefur hlotið smá þjálfun og útskýrir það breytinguna að nokkru leyti. Hryllingurinn er þó til staðar og sérstaklega andrúmsloftið, sem fáir gera eins vel og Capcom. Strax í upphafi leiksins kvartaði ég upphátt við sjálfan mig um að snjórinn endurvarpaði ljósi leiksins ekki jafn mikið í leiknum og hann gerir í alvörunni. Village fylgir þó að mestu formúlu annarra Resident Evil leikja. Maður á sífellt von á nýrri hættu handan við hvert horn. Skýrmsli RE Village eru fjölmörg og mismunandi.Capcom Eins og í öðrum Resident Evil leikjum stuðar það mig hve þröngt sjónarhorn Ethan er. Mér finnst það í raun óþarfi og eini tilgangurinn er að gera spilunina óþægilegri og hræða mann meira. Þar sem Village er hryllingsleikur er það þó skiljanlegt en þetta er pirrandi. Ég er að spila leikinn í PS5 en mér fróðari menn í PC-heiminum voru fljótir að „modda“ leikinn á þann veg að hægt væri að útvíkka sjónarhorn Ethan. Vel hannað þorp Það er óhætt að segja að REV líti mjög vel út. Eins og áður hefur komið fram er allt andrúmsloft leiksins mjög gott og þetta nýja sögusvið, lítið afskekt evrópskt þorp, er mjög vel hannað. Þar eru ýmsar þrautir til að leysa og hluti og upplýsingar um söguna að finna. Fyrsti hluti leiksins gerist í þorpinu og seinni hlutar hans á fjórum mismunandi svæðum í kringum þorpið. Þar á meðal í brúðuhúsi og verksmiðju. Á þeim svæðum eru mismunandi óvinir sem endurspegla lokakallana þar. Á þessum svæðum þarf maður að safna peningum og drasli sem maður getur selt Duke, dularfullum kaupmanni kaupmanns leiksins. Peninginn notar maður til að kaupa birgðir og uppfæra byssur Ethans. Sömuleiðis þarf maður að drepa öll dýr sem maður sér, til að selja Duke í stað bættrar heilsu og varna. Sögusvið RE Village er glæsilegt og mjög vel hannað.Capcom Þegar spennan magnast upp hef ég tekið eftir því að ég tala meira við sjálfan mig en eðlilegt getur talist. Til að magna spennuna upp er fátt betra en góð hljóðvinnsla. Til dæmis getur smá ískur í gömlum lömum gert mann lafandi hræddan. Af þessu er nóg að taka í Village. Ég er sífellt að stoppa og horfa í kringum mig út af einhverjum hræðilegum hljóðum. Meginsaga RE Village er ekki svo löng. Eftir að spilarar klára sögu leiksins er hægt að spila nýja útgáfu sem kallast Merceneries. Sá hluti er pjúra hasar og gengur út á að skjóta vond skrímsli í massavís, uppfæra byssur leiksins, skjóta fleiri skrímsli og svo koll af kolli. Merceneries eykur líftíma leiksins og þar að auki er hægt að spila leikinn aftur á hærri erfiðleikastigum og fá verðlaun fyrir. Samantekt-ish Resident Evil Village er áttundi leikurinn í seríunni og fylgir gamallri og góðri formúlu hennar vel eftir. Saga þessara leikja er orðinn nokkuð þvæld og ég get ímyndað mér að nýir spilarar gætu átt erfitt með að komast inn í hana. Spilun leiksins, bæði hryllingur og hasar, er þó til fyrirmyndar. Það er greinilegt að miklu púðri hefur verið varið í framleiðslu Village. Þó hann líti einstaklega vel út finnst mér hljóðið vera framúrskarandi.
Leikjavísir Leikjadómar Tengdar fréttir Resident Evil 3: Skringilega stuttur en skemmtilegur Starfsmenn Capcom eru enn að endurgera gamla og vinsæla Resident Evil leiki og nú er komið að leik númer þrjú. 14. apríl 2020 11:35 GameTíví spilar Resident Evil 2 Remake-ið Óli Jóels skellti sér nýverið til Raccoon City og spilaði endurgerðina af Resident Evil 2, sem kom fyrst út árið 1998 á PlayStation2. 21. febrúar 2019 15:51 Resident Evil 2: Reynt að eyðileggja fínar brækur Leon Scott Kennedy og Claire Redfield eru mætt aftur til Raccoon City og þau völdu sér hræðilegan tíma til að kíkja í heimsókn. 31. janúar 2019 09:00 Resident Evil 7: Ósköp eðlilegt fífl berst við morðóða fjölskyldu Það er ómögulegt að opna eina einustu hurð, eða jafnvel ísskáp, án þess að þurfa að eiga von á því að láta skjóta þér skelk í bringu. 3. febrúar 2017 08:45 Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Resident Evil 3: Skringilega stuttur en skemmtilegur Starfsmenn Capcom eru enn að endurgera gamla og vinsæla Resident Evil leiki og nú er komið að leik númer þrjú. 14. apríl 2020 11:35
GameTíví spilar Resident Evil 2 Remake-ið Óli Jóels skellti sér nýverið til Raccoon City og spilaði endurgerðina af Resident Evil 2, sem kom fyrst út árið 1998 á PlayStation2. 21. febrúar 2019 15:51
Resident Evil 2: Reynt að eyðileggja fínar brækur Leon Scott Kennedy og Claire Redfield eru mætt aftur til Raccoon City og þau völdu sér hræðilegan tíma til að kíkja í heimsókn. 31. janúar 2019 09:00
Resident Evil 7: Ósköp eðlilegt fífl berst við morðóða fjölskyldu Það er ómögulegt að opna eina einustu hurð, eða jafnvel ísskáp, án þess að þurfa að eiga von á því að láta skjóta þér skelk í bringu. 3. febrúar 2017 08:45