Leikmenn Man. United þurftu að hanga á Old Trafford í sjö tíma fyrir leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. maí 2021 11:00 Paul Pogba og félagar í liði Manchester United þurftu að mæta mjög snemma á Old Trafford til að koma í veg fyrir að stuðningsmönnum félagsins tækist að stöðva liðsrútuna. EPA-EFE/Michael Regan Ole Gunnar Solskjær var ekki tilbúinn að kenna mótmælendunum um tapið á móti Liverpool í gærkvöldi en það var á hreinu að undirbúningur liðsins var gjörbreyttur þökk sé umræddum stuðningsmönnum sem söfnuðust í kringum liðshótelið og leikvanginn. Manchester United tapaði 2-4 á móti erkifjendum sínum í Liverpool á heimavelli sínum í gær en Liverpool hafði ekki unnið á Old Trafford í stjóratíð Jürgen Klopp. Leikurinn átti að fara fram fyrir tíu dögum en var frestað vegna mótmæla stuðningsmanna sem brutust inn á leikvanginn. Mikil öryggisgæsla var í kringum leikvanginn í gær og fjölmennti lögreglan í Manchester á svæðið. Ole Gunnar Solskjaer pleads for calm as Man Utd erect ring of steel around Old Trafford https://t.co/ORgt17YpqH— Telegraph Football (@TeleFootball) May 11, 2021 Leikmenn Manchester United þurftu að dúsa á Old Trafford í heila sjö klukkutíma fyrir leik. Þeir komu á völlinn í kringum hádegið í stað þess að eyða tímanum á hótelinu. Reiðir stuðningsmenn Manchester United umkringdu liðshótelið fyrir leikinn fyrir tíu dögum og liðsrútan fór aldrei af stað. Nú var aftur á áætlun að koma í veg fyrir að rútan færi af stað en forráðamenn Manchester United sáu við því með því að láta leikmenn mæta miklu fyrr á leikvanginn. "They transformed Old Trafford into a hotel" @David_Ornstein reveals how #MUFC avoided the Old Trafford protests by arriving over six hours before kick off v #LFC pic.twitter.com/0d6rq1kgRs— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 14, 2021 Það þýddi að leikmenn Manchester United borðuðu á Old Trafford og tóku orkublundinn þar líka. Starfsmenn United höfðu komið fyrir rúmum í svítum leikvangsins þar sem leikmenn gátu lagt sig í friði. Manchester United hefur núna tapað tveimur heimaleikjum í röð síðan að mótmælin hófust en Solskjær vildi ekki nota þau sem afsökun. „Um leið og við vorum mættir þá var öll einbeiting okkar á leikinn. Það er samt gjörólíkur undirbúningur að koma á völlinn á hádegi fyrir leik sem er að byrja korter yfir átta. Það er langur tími til að vera hér en mér fannst strákarnir vinna vel úr því,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Auðvitað truflaði þetta okkur aðeins og var engin óskastaða en við urðum bara að taka á því,“ sagði Solskjær. "We have tried to keep it a close as possible." Ole Gunnar Solskjaer talks about Manchester United preparations ahead of the Liverpool game amidst the fan protests outside Old Trafford saying his squad are good at adapting #MUNLIV pic.twitter.com/VR6rHghfQt— Football Daily (@footballdaily) May 13, 2021 „Liverpool átti sigurinn skilinn. Við fengum á okkur mörk á lykiltímum í leiknum. Við gáfum þeim tvö þessara marka. Við skoruðum aftur og fengum frábært færi en hlutirnir féllu bara ekki með okkur,“ sagði Solskjær. Manchester United fær að vera með nokkra áhorfendur í stúkunni á næsta heimaleik á móti Fulham og vonast Solskjær til að það breyti andrúmsloftinu í kringum heimaleiki liðsins. Enski boltinn Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira
Manchester United tapaði 2-4 á móti erkifjendum sínum í Liverpool á heimavelli sínum í gær en Liverpool hafði ekki unnið á Old Trafford í stjóratíð Jürgen Klopp. Leikurinn átti að fara fram fyrir tíu dögum en var frestað vegna mótmæla stuðningsmanna sem brutust inn á leikvanginn. Mikil öryggisgæsla var í kringum leikvanginn í gær og fjölmennti lögreglan í Manchester á svæðið. Ole Gunnar Solskjaer pleads for calm as Man Utd erect ring of steel around Old Trafford https://t.co/ORgt17YpqH— Telegraph Football (@TeleFootball) May 11, 2021 Leikmenn Manchester United þurftu að dúsa á Old Trafford í heila sjö klukkutíma fyrir leik. Þeir komu á völlinn í kringum hádegið í stað þess að eyða tímanum á hótelinu. Reiðir stuðningsmenn Manchester United umkringdu liðshótelið fyrir leikinn fyrir tíu dögum og liðsrútan fór aldrei af stað. Nú var aftur á áætlun að koma í veg fyrir að rútan færi af stað en forráðamenn Manchester United sáu við því með því að láta leikmenn mæta miklu fyrr á leikvanginn. "They transformed Old Trafford into a hotel" @David_Ornstein reveals how #MUFC avoided the Old Trafford protests by arriving over six hours before kick off v #LFC pic.twitter.com/0d6rq1kgRs— Sky Sports News (@SkySportsNews) May 14, 2021 Það þýddi að leikmenn Manchester United borðuðu á Old Trafford og tóku orkublundinn þar líka. Starfsmenn United höfðu komið fyrir rúmum í svítum leikvangsins þar sem leikmenn gátu lagt sig í friði. Manchester United hefur núna tapað tveimur heimaleikjum í röð síðan að mótmælin hófust en Solskjær vildi ekki nota þau sem afsökun. „Um leið og við vorum mættir þá var öll einbeiting okkar á leikinn. Það er samt gjörólíkur undirbúningur að koma á völlinn á hádegi fyrir leik sem er að byrja korter yfir átta. Það er langur tími til að vera hér en mér fannst strákarnir vinna vel úr því,“ sagði Ole Gunnar Solskjær. „Auðvitað truflaði þetta okkur aðeins og var engin óskastaða en við urðum bara að taka á því,“ sagði Solskjær. "We have tried to keep it a close as possible." Ole Gunnar Solskjaer talks about Manchester United preparations ahead of the Liverpool game amidst the fan protests outside Old Trafford saying his squad are good at adapting #MUNLIV pic.twitter.com/VR6rHghfQt— Football Daily (@footballdaily) May 13, 2021 „Liverpool átti sigurinn skilinn. Við fengum á okkur mörk á lykiltímum í leiknum. Við gáfum þeim tvö þessara marka. Við skoruðum aftur og fengum frábært færi en hlutirnir féllu bara ekki með okkur,“ sagði Solskjær. Manchester United fær að vera með nokkra áhorfendur í stúkunni á næsta heimaleik á móti Fulham og vonast Solskjær til að það breyti andrúmsloftinu í kringum heimaleiki liðsins.
Enski boltinn Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Sjá meira