29 dagar í EM: „Sigurinn“ bara enn sætari fyrst Ronaldo var svona tapsár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. maí 2021 12:15 Cristiano Ronaldo svekkir sig eftir lokaflautið og vildi ekkert með íslensku strákana hafa. Aron Einar Gunnarsson reynir að tala við Ronaldo og Gylfi Þór Sigurðsson virðist vera frekar hneykslaður á Portúgalanum. EPA/YURI KOCHETKOV Vísir telur niður í Evrópumótið í knattspyrnu sem hefst 11. júní næstkomandi. Íslenska landsliðið náði stig af verðandi Evrópumeisturum Portúgals í fyrsta leik sínum á stórmóti. Íslenska karlalandsliðið náði frábærum úrslitum í fyrsta leik liðsins í sögunni á stórmóti. Ísland og Portúgal gerðu þá 1-1 jafntefli í fyrsta leik sínum í F-riðli á EM í Frakklandi 2016. Það bjuggust eflaust flestir við auðveldum sigri hjá Cristiano Ronaldo og félögum á móti smáþjóðinni norður í Atlantshafi. Ekki breyttist sú skoðun mikið þegar Portúgal komst í 1-0 á 31. mínútu með marki Nani. Íslensku strákarnir brotnuðu ekki við það heldur sóttu í veðrið í seinni háfleiknum. Það var síðan Birkir Bjarnason sem jafnaði metin á 50. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Jóhanni Berg Guðmundssyni. Íslensku strákarnir héldu Cristiano Ronaldo niðri og tókst að pirra stórstjörnuna eins og sást í viðtölum eftir leikinn. „Þeir fögnuðu eins og þeir hefðu unnið Evróputitilinn eða eitthvað. Það er merki um lélegt hugarfar. Það er ástæðan fyrir því að þeir munu ekki gera neitt á þessu móti,“ var haft eftir Ronaldo. Kári Árnason var spurður út í ummæli Ronaldo sem kom sér einnig hjá því að taka í hendur strákanna okkar í reiði sinni eftir leikinn. „Sigurinn verður bara enn sætari fyrst hann er svona tapsár. Hann getur sagt það sem hann vill. Hann fékk varla færi í dag. Hann fékk eitt færi en gat ekki nýtt það. Hvað get ég sagt. Hann er tapsár,“ sagði Kári. Birkir Bjarnason, fyrsti markaskorari Íslands á stórmóti í knattspyrnu karla, var gríðarlega stoltur í leikslok eftir 1-1 jafnteflið gegn Portúgal. „Þetta er bara frábært. Að fá svona byrjun er ómetanlegt og ég held að það hafi bara verið Íslendingar sem héldu að við gætum gert eitthvað í þessum leik. Maður er auðvitað gríðarlega stoltur að því að skora fyrsta markið, en maður er nánast stoltari hvernig við spiluðum. Ég er gríðarlega stoltur að hafa skorað þetta mark og á eftir að minnast þess alla ævi, sagði Birkir eftir leikinn. EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Fleiri fréttir Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið náði frábærum úrslitum í fyrsta leik liðsins í sögunni á stórmóti. Ísland og Portúgal gerðu þá 1-1 jafntefli í fyrsta leik sínum í F-riðli á EM í Frakklandi 2016. Það bjuggust eflaust flestir við auðveldum sigri hjá Cristiano Ronaldo og félögum á móti smáþjóðinni norður í Atlantshafi. Ekki breyttist sú skoðun mikið þegar Portúgal komst í 1-0 á 31. mínútu með marki Nani. Íslensku strákarnir brotnuðu ekki við það heldur sóttu í veðrið í seinni háfleiknum. Það var síðan Birkir Bjarnason sem jafnaði metin á 50. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Jóhanni Berg Guðmundssyni. Íslensku strákarnir héldu Cristiano Ronaldo niðri og tókst að pirra stórstjörnuna eins og sást í viðtölum eftir leikinn. „Þeir fögnuðu eins og þeir hefðu unnið Evróputitilinn eða eitthvað. Það er merki um lélegt hugarfar. Það er ástæðan fyrir því að þeir munu ekki gera neitt á þessu móti,“ var haft eftir Ronaldo. Kári Árnason var spurður út í ummæli Ronaldo sem kom sér einnig hjá því að taka í hendur strákanna okkar í reiði sinni eftir leikinn. „Sigurinn verður bara enn sætari fyrst hann er svona tapsár. Hann getur sagt það sem hann vill. Hann fékk varla færi í dag. Hann fékk eitt færi en gat ekki nýtt það. Hvað get ég sagt. Hann er tapsár,“ sagði Kári. Birkir Bjarnason, fyrsti markaskorari Íslands á stórmóti í knattspyrnu karla, var gríðarlega stoltur í leikslok eftir 1-1 jafnteflið gegn Portúgal. „Þetta er bara frábært. Að fá svona byrjun er ómetanlegt og ég held að það hafi bara verið Íslendingar sem héldu að við gætum gert eitthvað í þessum leik. Maður er auðvitað gríðarlega stoltur að því að skora fyrsta markið, en maður er nánast stoltari hvernig við spiluðum. Ég er gríðarlega stoltur að hafa skorað þetta mark og á eftir að minnast þess alla ævi, sagði Birkir eftir leikinn.
EM 2020 í fótbolta Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Fleiri fréttir Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn