UNICEF: Jemen þolir enga bið Heimsljós 12. maí 2021 11:51 UNICEF Hundruð þúsunda barna eru í hættu vegna vannæringar í Jemen og þeim fjölgar sífellt. „Við höfðum misst alla von um að hún myndi lifa mikið lengur eftir að heilsu hennar hrakaði mjög hratt,“ segir faðir Moniru, þriggja ára stúlku, sem náði bata af alvarlegri vannæringu og veikindum henni tengd. Hún býr á Ashyab-svæðinu í Jemen ásamt fjölskyldu sinni. „Nú hefur gleðin snúið aftur í augu Moniru sem leikur nú við hvern sinn fingur. En við megum ekki sofna á verðinum. Saga Moniru er saga flestra barna í Jemen,“ segir í frétt frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Síðastliðna sjö mánuði hefur Monira verið í lífshættu vegna vannæringar og veikinda en blessunarlega var hægt að ná til hennar og meðhöndla með næringarfæði á borð við vítamínbætt jarðhnetumauk, líkt og því sem UNICEF útvegar vannærðum börnum í Jemen og um allan heim. Hundruð þúsunda barna eru í hættu vegna vannæringar í Jemen og þeim fjölgar sífellt vegna ástandsins í landinu sem heldur fjölskyldum í heljargreipum fátæktar og hungurs. „Monira var hætt að geta hreyft sig og leikið við önnur börn,“ rifjar faðir hennar upp. „Hamingjan var horfin úr augum hennar og líkaminn var veikburða. Við upplifðum algjört bjargleysi. Við gátum ekki uppfyllt hennar grunnþarfir. Ég hafði ekki efni á að koma henni á spítala og fá almennilega hjálp fyrir hana. Ég hef verið atvinnulaus lengi vegna stríðsins og hef ekki getað brauðfætt fjölskyldu mína. Ef teymið frá heilbrigðisstofnuninni í Al-Hayma hefði ekki sótt okkur heim, væri dóttir mín dáin núna.“ UNICEF hefur veitt neyðaraðstoð, næringu, menntun og heilbrigðisþjónustu í Jemen um árabil og þrátt fyrir gríðarlega erfiðar aðstæður hefur náðst mikill árangur. En ástandið er viðvarandi og verkefninu má líkja við langhlaup. Hægt er að senda SMS-ið JEMEN í númerið 1900 til að gefa 1.900 kr. til stuðnings börnunum í Jemen. Sú upphæð jafngildir ríflega 37 skömmtum af næringarríku jarðhnetumauki sem gerir kraftaverk fyrir vannærð börn. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jemen Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent
„Við höfðum misst alla von um að hún myndi lifa mikið lengur eftir að heilsu hennar hrakaði mjög hratt,“ segir faðir Moniru, þriggja ára stúlku, sem náði bata af alvarlegri vannæringu og veikindum henni tengd. Hún býr á Ashyab-svæðinu í Jemen ásamt fjölskyldu sinni. „Nú hefur gleðin snúið aftur í augu Moniru sem leikur nú við hvern sinn fingur. En við megum ekki sofna á verðinum. Saga Moniru er saga flestra barna í Jemen,“ segir í frétt frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Síðastliðna sjö mánuði hefur Monira verið í lífshættu vegna vannæringar og veikinda en blessunarlega var hægt að ná til hennar og meðhöndla með næringarfæði á borð við vítamínbætt jarðhnetumauk, líkt og því sem UNICEF útvegar vannærðum börnum í Jemen og um allan heim. Hundruð þúsunda barna eru í hættu vegna vannæringar í Jemen og þeim fjölgar sífellt vegna ástandsins í landinu sem heldur fjölskyldum í heljargreipum fátæktar og hungurs. „Monira var hætt að geta hreyft sig og leikið við önnur börn,“ rifjar faðir hennar upp. „Hamingjan var horfin úr augum hennar og líkaminn var veikburða. Við upplifðum algjört bjargleysi. Við gátum ekki uppfyllt hennar grunnþarfir. Ég hafði ekki efni á að koma henni á spítala og fá almennilega hjálp fyrir hana. Ég hef verið atvinnulaus lengi vegna stríðsins og hef ekki getað brauðfætt fjölskyldu mína. Ef teymið frá heilbrigðisstofnuninni í Al-Hayma hefði ekki sótt okkur heim, væri dóttir mín dáin núna.“ UNICEF hefur veitt neyðaraðstoð, næringu, menntun og heilbrigðisþjónustu í Jemen um árabil og þrátt fyrir gríðarlega erfiðar aðstæður hefur náðst mikill árangur. En ástandið er viðvarandi og verkefninu má líkja við langhlaup. Hægt er að senda SMS-ið JEMEN í númerið 1900 til að gefa 1.900 kr. til stuðnings börnunum í Jemen. Sú upphæð jafngildir ríflega 37 skömmtum af næringarríku jarðhnetumauki sem gerir kraftaverk fyrir vannærð börn. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jemen Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent