XY með 15 lotur í röð og KR lagði loks Dusty Snorri Rafn Hallsson skrifar 12. maí 2021 10:28 Vodafonedeildin Sýnt var frá þremur leikjum í 14. og síðustu umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi á Stöð 2 eSport. Þór sendi Fylki í umspilssæti, XY lagði hafið með rosalegri endurkomu og Dusty tapaði sínum fyrsta og síðasta leik tímabilsins gegn feiknarsterkum KR-ingum. Spennandi leikir voru á boðstólum í gær þar sem til mikils var að vinna fyrir öll lið. Leikur Þórs og Fylkis, sem tekist hafa á fyrir miðju deildarinnar réði úrslitum um hver myndi leika við 7AM um áframhaldandi setu í Vodafone-deildinni. Hafið var þegar búið að tryggja sér fjórða sæti deildarinnar en XY átti séns á að komast yfir KR og enda í öðru sæti. Dusty og KR sem barist hafa um titilinn allt þangað til í síðustu umferð lokuðu svo deildinni með frábærum leik í Train kortinu sem ekki verður keppt í á næsta tímabili. Að tímabilinu loknu er ljóst að Dusty standa uppi sem sigurvegarar og munu Dusty, KR, XY og Hafið leika á stórmeistaramótinu sem fram fer í lok sumars. Þór - Fylkir Í fyrsta leik kvöldsins tók Þór á móti Fylki á Inferno kortinu. Hvorugu liðinu hafði tekist að skera sig frá miðju og botni deildar í síðustu umferð og því mikið í húfi. Þórsarar byrjuðu í sókn (terrorists) og framan af var leikurinn í járnum, liðin skiptust á lotum. Þórsarar reyndu að nýta sér hraðabreytingar, með misjöfnum árangri og gátu Fylkismenn mætt þeim nokkuð vel. Leikmenn Þórs komust þó almennilega í gang eftir 10 lotur og luku hálfleiknum vel þar sem Dom og Pandaz, sem hafa átt erfitt uppdráttur sýndu góða takta og gátu stutt við ADHD á vappanum. Fylkismenn voru ekki sérlega harðir í horn að taka og þegar Þór setti niður sprengjur gerði Fylkir lítið til að reyna að aftengja. Staða í hálfleik: Þór 9 - 6 Fylkir Síðari hálfleikur var meira og minna á valdi Þórsara sem gáfu ekkert eftir í vörninni, beittu reyk- og handsprengjum til að tefja Fylkismenn og halda stjórn á kortinu. Jafnvel þó Fylki tækist að komast í gegnum vörnina gerðu Þórsarar allt sem í þeirra valdi stóð til að vinna lotur og tókst það gríðarlega vel til dæmis í þeirri nítjándu þegar ADHD einn síns liðs felldi fjóra Fylkismenn og bjargaði lotunni. ADHD bjargaði einnig næst síðustu lotunni og í þeirri tuttugustu og fimmtu stráfelldi Þór Fylkismenn og tryggði sér sigurinn. Lokastaða: Þór 16 - 9 Fylkir Þór tókst á síðustu stundu að hafa betur í miðjuslagnum eftir slaka leiki undanfarið og mun því leika áfram í Vodafone deildinni í haust eftir að enda í fimmta sæti. Fylkir endar hins vegar í því sjöunda og þarf að mæta 7AM, sem náði öðru sæti í fyrstu deild til að verja setu sína í deildinni. XY - Hafið Í öðrum leik kvöldsins mættust lið XY og Hafsins á Nuke kortinu. Hafið byrjaði tímabilið illa en hefur verið á ágætu róli undanfarið og búið að eigna sér fjórða sætið í deildinni og þar með þátttökurétt á stórmeistaramótinu. XY hefur verið á fínni siglingu í þriðja sætinu, og hafði hvorugt liðið nokkru að tapa fyrir leikinn. XY var á heimavelli og hóf leikinn í sókn. Það gekk þó heldur brösuglega þar sem Hafið varðist vel, olli miklum skaða snemma í lotum sem gerði það að verkum að aðgerðir XY voru ekki eins beittar og annars hefði verið. Hafið náði góðu forskoti snemma og útlitið gott í stöðunni 6-1. Þá tók XY sér stutt leikhlé til að ná áttum, og það var eins og allt annað lið væri mætt á völlinn eftir það. XY náði algjörri stjórn á útisvæðinu og tókst ítrekað að læðast í gegnum reykinn, inn í Secret og koma fyrir sprengjum. XY sem vanalega leikur hægt og örugglega tókst að sækja hratt og voru leikmenn Hafsins alveg ráðalausir. Efnahagur Hafsins bar þess merki og þurftu þeir oft að spara í vopnakaupum á meðan leikmenn XY voru fullbúnir. Svo fór að XY vann síðustu 8 loturnar í fyrri hálfleik og leikurinn því algjörlega búinn að snúast við. Staða í hálfleik: XY 9 - 6 Hafið Hafið átti ekki afturkvæmt í síðari hálfleik sem best verður lýst sem blóðbaði. Allir leikmenn XY voru komnir í gang og hittu vel. Stalz átti enn einn stórleikinn og Narfi skilaði sínu hedur betur. Áfram hélt XY stjórn á kortinu og leiknum og spilaði sinn hefðbundna yfirvegaða leik. Það var því hægur leikur fyrir þá að vinna sex lotur í síðari hálfleik. Þetta var ein ótrúlegasta endurkoma sem sést hefur þar sem XY vann hreinlega 15 lotur í röð eftir afdrifaríkt leikhlé. Lokastaða: XY 16 - 6 Hafið KR - DUSTY Í þriðju og síðustu viðureign kvöldsins tókust stórlið KR og Dusty á í Train kortinu. XY hafði rænt KR möguleikanum á að sigra deildina, en KR átti þó harma að hefna gegn Dusty sem lagði þá 16-11 í sjöundu umferð. Dusty átti hins vegar lítið í gríðarlega sterkt lið KR sem hafði betur að lokum og getur gengið sátt frá borði með 24 stig í öðru sæti á eftir Dusty með 26. KR byrjaði í sókn (terrorists) og lenti undir strax í upphafi leiks. Yfirburðirnir komu þó fljótlega í ljós þar sem KR tengdi saman 5 lotur í röð. Munaði þar mestu um hversu hart KR sótti á sprengjusvæðin, þeim tókst að teygja á vörn Dusty með gífurlega flottum fléttum sem byggðu á að fella Dusty menn strax í upphafi og spila úr því. Kruzer var laumulegur KR megin og kom oftar en ekki aftan að ráðalausum leikmönnum Dusty. Dusty veitti viðspyrnu um miðbik hálfleiksins, en Kruzer hélt áfram að koma Dusty að óvörum og Capping fylgdi því gríðarlega vel eftir til að opna sprengjusvæðin upp á gátt. Lítið sást til EddezeNNN og LeFluff hjá Dusty sem var hreinlega ekki vakandi í fyrri hálfleik. Staða í hálfleik: KR 11 - 4 Dusty Í stöðunni 13-4 var Dusty loks komið upp á lagið með að sjá við baneitruðum Kruzer, og KR tókst ekki að veðja á réttar staðsetningar til að innsigla sigurinn hratt og örugglega. Þannig komst Dusty á smá skrið en aldrei þannig að nein raunveruleg hætta stafaði af þeim. Dusty hélt áfram að gera klaufaleg mistök og seigla KR sigldi leiknum í höfn. Lokastaða KR 16 - 10 Dusty Kruzer og Capping fóru á kostum með gríðarlegu sjálfstrausti og öryggi í þessum síðasta leik tímabilsins. Þegar upp er staðið munaði einungis einum sigri á liðunum og ljóst að tap KR gegn XY reyndist þeim dýrt. Dusty er sigurvegarar deildarinnar, þó ekki ósigraðir, og munu liðin eflaust halda áfram að elda grátt silfur saman, því nú er það Dusty sem á harma að hefna. Vodafone-deildin Tengdar fréttir Dusty tryggir sér sigurinn í Vodafonedeildinni Sýnt var frá þremur leikjum í 13. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi á Stöð 2 eSport. Dusty tryggði sér sigur í deildinni eftir spennandi leik gegn erkifjendunum í Hafinu. Nýliðar Tindastóls er örugirt frá falli eftir stórsigur á Þór og KR sparkaði Aurora endanlega úr deildinni og munu Kórdrengir koma í þeirra stað í haust. 8. maí 2021 09:07 Hafið stelur fjórða sætinu en Dusty með 9 fingur á bikarnum Sýnt var frá þremur leikjum í 12. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi á Stöð 2 eSport. Leikmenn Aurora stóðu upp í hárinu á Dusty sem hafði betur að lokum og er komið langleiðina með að tryggja sér sigur í deildinni. KR vann stórsigur á Þórsurum og á því enn möguleika á efsta sætinu og í lokaleik kvöldsins hafði Hafið betur gegn Fylki og hrifsaði af þeim fjórða sæti deildarinnar. 5. maí 2021 08:37 XY blandar sér í toppbaráttuna með sigri á KR Sýnt var frá þremur leikjum í 11. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi á Stöð 2 eSport. Í stórleik kvöldsins hafði XY betur gegn KR og gerir þar með atlögu að topp 2 sæti, Dusty hélt óstöðvandi sigurgöngu áfram og Þór tókst að kreista út sigur gegn Aurora. 1. maí 2021 08:00 Stórleikur H0Z1D3R tryggði Tindastól sigurinn Sýnt var frá þremur leikjum í 10. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty og KR hafa gert efstu tvö sætin að sínum og engin breyting varð þar á þar sem liðin unnu örugga skyldusigra á liðum Þórs og Hafsins. H0Z1D3R átti stórleik fyrir Tindastól sem tryggði þeim sigur gegn Fylki og í lokaleik kvöldsins hafði XY betur gegn Aurora. Úrslitin komu lítið á óvart og staðan í deildinni lítið breytt. 28. apríl 2021 00:27 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn
Spennandi leikir voru á boðstólum í gær þar sem til mikils var að vinna fyrir öll lið. Leikur Þórs og Fylkis, sem tekist hafa á fyrir miðju deildarinnar réði úrslitum um hver myndi leika við 7AM um áframhaldandi setu í Vodafone-deildinni. Hafið var þegar búið að tryggja sér fjórða sæti deildarinnar en XY átti séns á að komast yfir KR og enda í öðru sæti. Dusty og KR sem barist hafa um titilinn allt þangað til í síðustu umferð lokuðu svo deildinni með frábærum leik í Train kortinu sem ekki verður keppt í á næsta tímabili. Að tímabilinu loknu er ljóst að Dusty standa uppi sem sigurvegarar og munu Dusty, KR, XY og Hafið leika á stórmeistaramótinu sem fram fer í lok sumars. Þór - Fylkir Í fyrsta leik kvöldsins tók Þór á móti Fylki á Inferno kortinu. Hvorugu liðinu hafði tekist að skera sig frá miðju og botni deildar í síðustu umferð og því mikið í húfi. Þórsarar byrjuðu í sókn (terrorists) og framan af var leikurinn í járnum, liðin skiptust á lotum. Þórsarar reyndu að nýta sér hraðabreytingar, með misjöfnum árangri og gátu Fylkismenn mætt þeim nokkuð vel. Leikmenn Þórs komust þó almennilega í gang eftir 10 lotur og luku hálfleiknum vel þar sem Dom og Pandaz, sem hafa átt erfitt uppdráttur sýndu góða takta og gátu stutt við ADHD á vappanum. Fylkismenn voru ekki sérlega harðir í horn að taka og þegar Þór setti niður sprengjur gerði Fylkir lítið til að reyna að aftengja. Staða í hálfleik: Þór 9 - 6 Fylkir Síðari hálfleikur var meira og minna á valdi Þórsara sem gáfu ekkert eftir í vörninni, beittu reyk- og handsprengjum til að tefja Fylkismenn og halda stjórn á kortinu. Jafnvel þó Fylki tækist að komast í gegnum vörnina gerðu Þórsarar allt sem í þeirra valdi stóð til að vinna lotur og tókst það gríðarlega vel til dæmis í þeirri nítjándu þegar ADHD einn síns liðs felldi fjóra Fylkismenn og bjargaði lotunni. ADHD bjargaði einnig næst síðustu lotunni og í þeirri tuttugustu og fimmtu stráfelldi Þór Fylkismenn og tryggði sér sigurinn. Lokastaða: Þór 16 - 9 Fylkir Þór tókst á síðustu stundu að hafa betur í miðjuslagnum eftir slaka leiki undanfarið og mun því leika áfram í Vodafone deildinni í haust eftir að enda í fimmta sæti. Fylkir endar hins vegar í því sjöunda og þarf að mæta 7AM, sem náði öðru sæti í fyrstu deild til að verja setu sína í deildinni. XY - Hafið Í öðrum leik kvöldsins mættust lið XY og Hafsins á Nuke kortinu. Hafið byrjaði tímabilið illa en hefur verið á ágætu róli undanfarið og búið að eigna sér fjórða sætið í deildinni og þar með þátttökurétt á stórmeistaramótinu. XY hefur verið á fínni siglingu í þriðja sætinu, og hafði hvorugt liðið nokkru að tapa fyrir leikinn. XY var á heimavelli og hóf leikinn í sókn. Það gekk þó heldur brösuglega þar sem Hafið varðist vel, olli miklum skaða snemma í lotum sem gerði það að verkum að aðgerðir XY voru ekki eins beittar og annars hefði verið. Hafið náði góðu forskoti snemma og útlitið gott í stöðunni 6-1. Þá tók XY sér stutt leikhlé til að ná áttum, og það var eins og allt annað lið væri mætt á völlinn eftir það. XY náði algjörri stjórn á útisvæðinu og tókst ítrekað að læðast í gegnum reykinn, inn í Secret og koma fyrir sprengjum. XY sem vanalega leikur hægt og örugglega tókst að sækja hratt og voru leikmenn Hafsins alveg ráðalausir. Efnahagur Hafsins bar þess merki og þurftu þeir oft að spara í vopnakaupum á meðan leikmenn XY voru fullbúnir. Svo fór að XY vann síðustu 8 loturnar í fyrri hálfleik og leikurinn því algjörlega búinn að snúast við. Staða í hálfleik: XY 9 - 6 Hafið Hafið átti ekki afturkvæmt í síðari hálfleik sem best verður lýst sem blóðbaði. Allir leikmenn XY voru komnir í gang og hittu vel. Stalz átti enn einn stórleikinn og Narfi skilaði sínu hedur betur. Áfram hélt XY stjórn á kortinu og leiknum og spilaði sinn hefðbundna yfirvegaða leik. Það var því hægur leikur fyrir þá að vinna sex lotur í síðari hálfleik. Þetta var ein ótrúlegasta endurkoma sem sést hefur þar sem XY vann hreinlega 15 lotur í röð eftir afdrifaríkt leikhlé. Lokastaða: XY 16 - 6 Hafið KR - DUSTY Í þriðju og síðustu viðureign kvöldsins tókust stórlið KR og Dusty á í Train kortinu. XY hafði rænt KR möguleikanum á að sigra deildina, en KR átti þó harma að hefna gegn Dusty sem lagði þá 16-11 í sjöundu umferð. Dusty átti hins vegar lítið í gríðarlega sterkt lið KR sem hafði betur að lokum og getur gengið sátt frá borði með 24 stig í öðru sæti á eftir Dusty með 26. KR byrjaði í sókn (terrorists) og lenti undir strax í upphafi leiks. Yfirburðirnir komu þó fljótlega í ljós þar sem KR tengdi saman 5 lotur í röð. Munaði þar mestu um hversu hart KR sótti á sprengjusvæðin, þeim tókst að teygja á vörn Dusty með gífurlega flottum fléttum sem byggðu á að fella Dusty menn strax í upphafi og spila úr því. Kruzer var laumulegur KR megin og kom oftar en ekki aftan að ráðalausum leikmönnum Dusty. Dusty veitti viðspyrnu um miðbik hálfleiksins, en Kruzer hélt áfram að koma Dusty að óvörum og Capping fylgdi því gríðarlega vel eftir til að opna sprengjusvæðin upp á gátt. Lítið sást til EddezeNNN og LeFluff hjá Dusty sem var hreinlega ekki vakandi í fyrri hálfleik. Staða í hálfleik: KR 11 - 4 Dusty Í stöðunni 13-4 var Dusty loks komið upp á lagið með að sjá við baneitruðum Kruzer, og KR tókst ekki að veðja á réttar staðsetningar til að innsigla sigurinn hratt og örugglega. Þannig komst Dusty á smá skrið en aldrei þannig að nein raunveruleg hætta stafaði af þeim. Dusty hélt áfram að gera klaufaleg mistök og seigla KR sigldi leiknum í höfn. Lokastaða KR 16 - 10 Dusty Kruzer og Capping fóru á kostum með gríðarlegu sjálfstrausti og öryggi í þessum síðasta leik tímabilsins. Þegar upp er staðið munaði einungis einum sigri á liðunum og ljóst að tap KR gegn XY reyndist þeim dýrt. Dusty er sigurvegarar deildarinnar, þó ekki ósigraðir, og munu liðin eflaust halda áfram að elda grátt silfur saman, því nú er það Dusty sem á harma að hefna.
Vodafone-deildin Tengdar fréttir Dusty tryggir sér sigurinn í Vodafonedeildinni Sýnt var frá þremur leikjum í 13. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi á Stöð 2 eSport. Dusty tryggði sér sigur í deildinni eftir spennandi leik gegn erkifjendunum í Hafinu. Nýliðar Tindastóls er örugirt frá falli eftir stórsigur á Þór og KR sparkaði Aurora endanlega úr deildinni og munu Kórdrengir koma í þeirra stað í haust. 8. maí 2021 09:07 Hafið stelur fjórða sætinu en Dusty með 9 fingur á bikarnum Sýnt var frá þremur leikjum í 12. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi á Stöð 2 eSport. Leikmenn Aurora stóðu upp í hárinu á Dusty sem hafði betur að lokum og er komið langleiðina með að tryggja sér sigur í deildinni. KR vann stórsigur á Þórsurum og á því enn möguleika á efsta sætinu og í lokaleik kvöldsins hafði Hafið betur gegn Fylki og hrifsaði af þeim fjórða sæti deildarinnar. 5. maí 2021 08:37 XY blandar sér í toppbaráttuna með sigri á KR Sýnt var frá þremur leikjum í 11. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi á Stöð 2 eSport. Í stórleik kvöldsins hafði XY betur gegn KR og gerir þar með atlögu að topp 2 sæti, Dusty hélt óstöðvandi sigurgöngu áfram og Þór tókst að kreista út sigur gegn Aurora. 1. maí 2021 08:00 Stórleikur H0Z1D3R tryggði Tindastól sigurinn Sýnt var frá þremur leikjum í 10. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty og KR hafa gert efstu tvö sætin að sínum og engin breyting varð þar á þar sem liðin unnu örugga skyldusigra á liðum Þórs og Hafsins. H0Z1D3R átti stórleik fyrir Tindastól sem tryggði þeim sigur gegn Fylki og í lokaleik kvöldsins hafði XY betur gegn Aurora. Úrslitin komu lítið á óvart og staðan í deildinni lítið breytt. 28. apríl 2021 00:27 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn
Dusty tryggir sér sigurinn í Vodafonedeildinni Sýnt var frá þremur leikjum í 13. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi á Stöð 2 eSport. Dusty tryggði sér sigur í deildinni eftir spennandi leik gegn erkifjendunum í Hafinu. Nýliðar Tindastóls er örugirt frá falli eftir stórsigur á Þór og KR sparkaði Aurora endanlega úr deildinni og munu Kórdrengir koma í þeirra stað í haust. 8. maí 2021 09:07
Hafið stelur fjórða sætinu en Dusty með 9 fingur á bikarnum Sýnt var frá þremur leikjum í 12. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi á Stöð 2 eSport. Leikmenn Aurora stóðu upp í hárinu á Dusty sem hafði betur að lokum og er komið langleiðina með að tryggja sér sigur í deildinni. KR vann stórsigur á Þórsurum og á því enn möguleika á efsta sætinu og í lokaleik kvöldsins hafði Hafið betur gegn Fylki og hrifsaði af þeim fjórða sæti deildarinnar. 5. maí 2021 08:37
XY blandar sér í toppbaráttuna með sigri á KR Sýnt var frá þremur leikjum í 11. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í gærkvöldi á Stöð 2 eSport. Í stórleik kvöldsins hafði XY betur gegn KR og gerir þar með atlögu að topp 2 sæti, Dusty hélt óstöðvandi sigurgöngu áfram og Þór tókst að kreista út sigur gegn Aurora. 1. maí 2021 08:00
Stórleikur H0Z1D3R tryggði Tindastól sigurinn Sýnt var frá þremur leikjum í 10. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty og KR hafa gert efstu tvö sætin að sínum og engin breyting varð þar á þar sem liðin unnu örugga skyldusigra á liðum Þórs og Hafsins. H0Z1D3R átti stórleik fyrir Tindastól sem tryggði þeim sigur gegn Fylki og í lokaleik kvöldsins hafði XY betur gegn Aurora. Úrslitin komu lítið á óvart og staðan í deildinni lítið breytt. 28. apríl 2021 00:27