Innlent

Gróður­eldar loga á Vatns­leysu­strönd

Atli Ísleifsson skrifar
Slökkviliðsmaður á vettvangi á Vatnsleysuströnd í dag.
Slökkviliðsmaður á vettvangi á Vatnsleysuströnd í dag. Vísir/Vilhelm

Brunavarnir Suðurnesja hafa verið kallaðar út vegna gróðurelda sem loga til móts við afleggjarann að Ásláksstöðum á Vatnsleysuströnd.

Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum hafa þrír slökkviliðsbílar verið sendir á staðinn og einhver mannskapur. Útkallið kom skömmu fyrir klukkan 14.

Víkurfréttir hafa eftir slökkviliðsstjóra að eldarnir logi ekki langt frá eggjabúinu, Nesbúeggjum, norðaustan við Voga.

Slökkviliðsmenn á vettvangi.Vísir/Vilhelm
Blár himinn virðist fjarri í reyknum sem stígur frá eldinum.Vísir/Vilhelm
Hættustig almannavarna er á stórum hluta landsins vegna gróðurelda.Vísir/Vilhelm
Eldarnir loga á Vatnsleysuströnd. Myndin er tekin frá Ægissíðu í Reykjavík.Aðsend

Almannavarnir juku viðbúnað og lýstu yfir hættuástandi vegna gróðurelda allt frá Eyjafjöllum í austri að Breiðafirði í vestri í hádeginu. 

Ákvörðunin var tekin vegna viðvarandi þurrks sem ekki sér fyrir endann á.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×