Loks hægt að ná í nýju uppfærsluna sem gjörbreytir smitrakningu Eiður Þór Árnason skrifar 11. maí 2021 13:28 Nýja uppfærslan var byggð upp frá grunni og er því í raun um að ræða spánýtt app. AÐSEND Rakning C-19, smitrakningarapp landlæknisembættisins og almannavarna, hefur verið uppfært og nýtir nú Bluetooth-virkni til að styðja við rakningu smita. Símar með nýja uppfærsluna skiptast á ópersónugreinanlegum Bluetooth-lyklum og geyma lykla frá tækjum sem hafa verið í minna en tveggja metra fjarlægð í yfir fimmtán mínútur. Þá er fólk látið vita ef einhver sem var nálægt þeim greinist með Covid-19. Fái það slíka tilkynningu er því boðið að skrá sig í svokallaða smitgát hjá rakningarteyminu og fá boð í sýnatöku. Engin leið er þó fyrir hinn útsetta eða rakningarteymið að sjá hver smitaði einstaklingurinn er. Ekki lengur notast við GPS-staðsetningu Þónokkrar tafir hafa orðið á útgáfu uppfærslunnar sem er nú fáanleg fyrir iPhone- og Android-snjallsíma. Flestir sem hafa áður náð í smitrakningarappið ættu að fá nýju uppfærsluna með sjálfvirkum hætti en einnig er hægt að sækja hana í hugbúnaðarveitunum App Store og Google Play. Í öllum tilvikum þarf að opna appið og virkja það upp á nýtt svo það virki sem skyldi. Eldri útgáfa smitrakningarappsins notast við GPS-staðsetningahnit og safnar upplýsingum um það hvar síminn hefur verið síðustu tvær vikur. Nýtast þær upplýsingar rakningarteyminu til að rifja upp ferðir eigandans ef hann síðar greinist. Einungis verður notast við Bluetooth í nýju uppfærslunni og nýtir það tækni sem er innbyggð í stýrikerfi iPhone- og Android-síma. Hafa öpp með svipaða virkni verið þróuð og notuð víða erlendis. Að sögn landlæknisembættisins verða öll gögn áfram vistuð á símtækinu sjálfu en ekki í skýinu eða í gagnagrunni. Þá verða gögn áfram aðeins geymd í 14 daga í tækinu. Alfarið sé notast við ópersónugreinanlegar og handahófskenndar gagnasendingar milli tækja. Ólafur Kr. Ragnarsson, sem hefur yfirumsjón með þróun appsins hjá landlæknisembættinu, sagði í samtali við Vísi í lok apríl að engin leið væri fyrir rakningarteymið eða aðra að sjá hverja fólk hefur umgengist út frá þeim gögnum sem smtrakningarappið safni. Í þeim efnum þurfi teymið áfram að treysta á að fólk geti rakið ferðir sínar og rifjað upp við hverja það átti samskipti við. Vonin sé þó sú að tilkynningarnar í nýju uppfærslunni geri það að verkum að fólk gæti sín strax ef það hefur verið útsett og fari fyrr í sýnatöku en ella. Nánar má lesa um nýju uppfærsluna á vef Embættis landlæknis. Þá verður ítarlega fjallað um smitrakningarappið á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis á morgun. Dæmi um virkni nýja smitrakningarappsins Sigmar og Agnes hittast á kaffihúsi og sitja saman í dágóða stund. Viku síðar greinist Agnes með kórónuveiruna og fær símtal frá rakningarteyminu þar sem hún er meðal annars spurð hvort hún sé með rakningarappið. Hún svarar játandi og fær upp gefinn staðfestingarkóða sem Agnes stimplar inn í símann áður en hún getur sent Bluetooth-lykilinn sinn í sérstakan gagnagrunn. Sigmar er einnig með nýja appið virkt og það heldur utan um lykla þeirra tækja sem hann hefur komið nálægt síðustu tvær vikurnar. Á um það bil fjögurra klukkustunda fresti athugar rakningarppið hvort það sé með lykil sem hafi verið skráður smitaður í áðurnefndum gagnagrunni. Appið finnur samsvörun og stýrikerfi símans metur hvort umræddur sími uppfylli þau skilyrði að hafa verið innan við tveggja metra fjarlægð frá Sigmari í yfir fimmtán mínútur. Fjarlægðin er metin með reiknireglu sem skoðar styrk Bluetooth-merkisins frá símanum sem sendi smitaða lykilinn. Síminn uppfyllir skilyrðin og appið lætur Sigmar vita að hann hafi mögulega verið útsettur fyrir smiti. Honum er boðið að skrá sig í smitgát hjá rakningarteyminu og bóka tíma í sýnatöku. Hann getur einnig valið að hunsa tilkynninguna og sleppt því þannig að láta rakningarteymið vita. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Sjá meira
Símar með nýja uppfærsluna skiptast á ópersónugreinanlegum Bluetooth-lyklum og geyma lykla frá tækjum sem hafa verið í minna en tveggja metra fjarlægð í yfir fimmtán mínútur. Þá er fólk látið vita ef einhver sem var nálægt þeim greinist með Covid-19. Fái það slíka tilkynningu er því boðið að skrá sig í svokallaða smitgát hjá rakningarteyminu og fá boð í sýnatöku. Engin leið er þó fyrir hinn útsetta eða rakningarteymið að sjá hver smitaði einstaklingurinn er. Ekki lengur notast við GPS-staðsetningu Þónokkrar tafir hafa orðið á útgáfu uppfærslunnar sem er nú fáanleg fyrir iPhone- og Android-snjallsíma. Flestir sem hafa áður náð í smitrakningarappið ættu að fá nýju uppfærsluna með sjálfvirkum hætti en einnig er hægt að sækja hana í hugbúnaðarveitunum App Store og Google Play. Í öllum tilvikum þarf að opna appið og virkja það upp á nýtt svo það virki sem skyldi. Eldri útgáfa smitrakningarappsins notast við GPS-staðsetningahnit og safnar upplýsingum um það hvar síminn hefur verið síðustu tvær vikur. Nýtast þær upplýsingar rakningarteyminu til að rifja upp ferðir eigandans ef hann síðar greinist. Einungis verður notast við Bluetooth í nýju uppfærslunni og nýtir það tækni sem er innbyggð í stýrikerfi iPhone- og Android-síma. Hafa öpp með svipaða virkni verið þróuð og notuð víða erlendis. Að sögn landlæknisembættisins verða öll gögn áfram vistuð á símtækinu sjálfu en ekki í skýinu eða í gagnagrunni. Þá verða gögn áfram aðeins geymd í 14 daga í tækinu. Alfarið sé notast við ópersónugreinanlegar og handahófskenndar gagnasendingar milli tækja. Ólafur Kr. Ragnarsson, sem hefur yfirumsjón með þróun appsins hjá landlæknisembættinu, sagði í samtali við Vísi í lok apríl að engin leið væri fyrir rakningarteymið eða aðra að sjá hverja fólk hefur umgengist út frá þeim gögnum sem smtrakningarappið safni. Í þeim efnum þurfi teymið áfram að treysta á að fólk geti rakið ferðir sínar og rifjað upp við hverja það átti samskipti við. Vonin sé þó sú að tilkynningarnar í nýju uppfærslunni geri það að verkum að fólk gæti sín strax ef það hefur verið útsett og fari fyrr í sýnatöku en ella. Nánar má lesa um nýju uppfærsluna á vef Embættis landlæknis. Þá verður ítarlega fjallað um smitrakningarappið á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis á morgun. Dæmi um virkni nýja smitrakningarappsins Sigmar og Agnes hittast á kaffihúsi og sitja saman í dágóða stund. Viku síðar greinist Agnes með kórónuveiruna og fær símtal frá rakningarteyminu þar sem hún er meðal annars spurð hvort hún sé með rakningarappið. Hún svarar játandi og fær upp gefinn staðfestingarkóða sem Agnes stimplar inn í símann áður en hún getur sent Bluetooth-lykilinn sinn í sérstakan gagnagrunn. Sigmar er einnig með nýja appið virkt og það heldur utan um lykla þeirra tækja sem hann hefur komið nálægt síðustu tvær vikurnar. Á um það bil fjögurra klukkustunda fresti athugar rakningarppið hvort það sé með lykil sem hafi verið skráður smitaður í áðurnefndum gagnagrunni. Appið finnur samsvörun og stýrikerfi símans metur hvort umræddur sími uppfylli þau skilyrði að hafa verið innan við tveggja metra fjarlægð frá Sigmari í yfir fimmtán mínútur. Fjarlægðin er metin með reiknireglu sem skoðar styrk Bluetooth-merkisins frá símanum sem sendi smitaða lykilinn. Síminn uppfyllir skilyrðin og appið lætur Sigmar vita að hann hafi mögulega verið útsettur fyrir smiti. Honum er boðið að skrá sig í smitgát hjá rakningarteyminu og bóka tíma í sýnatöku. Hann getur einnig valið að hunsa tilkynninguna og sleppt því þannig að láta rakningarteymið vita.
Sigmar og Agnes hittast á kaffihúsi og sitja saman í dágóða stund. Viku síðar greinist Agnes með kórónuveiruna og fær símtal frá rakningarteyminu þar sem hún er meðal annars spurð hvort hún sé með rakningarappið. Hún svarar játandi og fær upp gefinn staðfestingarkóða sem Agnes stimplar inn í símann áður en hún getur sent Bluetooth-lykilinn sinn í sérstakan gagnagrunn. Sigmar er einnig með nýja appið virkt og það heldur utan um lykla þeirra tækja sem hann hefur komið nálægt síðustu tvær vikurnar. Á um það bil fjögurra klukkustunda fresti athugar rakningarppið hvort það sé með lykil sem hafi verið skráður smitaður í áðurnefndum gagnagrunni. Appið finnur samsvörun og stýrikerfi símans metur hvort umræddur sími uppfylli þau skilyrði að hafa verið innan við tveggja metra fjarlægð frá Sigmari í yfir fimmtán mínútur. Fjarlægðin er metin með reiknireglu sem skoðar styrk Bluetooth-merkisins frá símanum sem sendi smitaða lykilinn. Síminn uppfyllir skilyrðin og appið lætur Sigmar vita að hann hafi mögulega verið útsettur fyrir smiti. Honum er boðið að skrá sig í smitgát hjá rakningarteyminu og bóka tíma í sýnatöku. Hann getur einnig valið að hunsa tilkynninguna og sleppt því þannig að láta rakningarteymið vita.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tækni Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Sjá meira