Thelma Dís spilar með Keflavík í úrslitakeppninni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2021 18:10 Thelma Dís Ágústsdóttir og móðir hennar, Björg Hafsteinsdóttir, eftir að Keflavík varð Íslandsmeistari 2017. Báðar hafa þær verið kosnar leikmenn ársins á Íslandsmeistaraári. vísir/óskaró Keflavíkurkonur eru búnar að fá frábæran liðstyrk rétt fyrir úrslitakeppnina í Domino´s deild kvenna því þær hafa endurheimt landsliðskonuna Thelmu Dís Ágústsdóttur úr háskólanámi í Bandaríkjunum. Pálína Gunnlaugsdóttir og félagar í Domino´s Körfuboltakvöldi kvenna opinberuðu það í þætti sínum áðan að Thelma Dís sé á leiðinni heim og að hún muni spila með Keflavíkurliðinu í úrslitakeppninni. Þetta eru risafréttir korter í úrslitakeppnina. Thelma Dís, sem er 21 árs gömul, hefur spilað undanfarin þrjú tímabil með Ball State Cardinals í 1. deild bandaríska háskólaboltans þar sem hún útskrifaðist á dögunum. Thelma Dís skoraði 11,8 stig í leik á lokaárinu sínu og hitti þar úr 44 prósent þriggja stiga skota sinna. Thelma Dís var sjóðandi heit fyrir utan þriggja stiga línuna í síðustu leikjunum sínum með Ball State en í þeim fjórum síðustu hitti hún úr 20 af 36 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna sem gerir magnaða 56 prósent nýtingu. Keflavíkurliðið hefur gefið eftir að undanförnu en liðið tapaði þrír af síðustu fjórum leikjum sínum í deildarkeppninni þar af þeim tveimur síðustu á móti Haukum og Val. Það er ljóst að það kemur sér vel að fá Thelmu aftur inn í liðið. Thelma Dís var lykilmaður Keflavíkurliðsins sem vann þrjá stóra titla á tveimur síðustu tímabilunum áður en hún fór út til Bandaríkjanna í háskóla. Thelma Dís var kosin besti leikmaður tímabilsins þegar Keflavík vann tvöfalt tímabilið 2016-17 en hún var þá með 9,1 stig, 7,0 fráköst og 3,1 stoðsendingar í deildarkeppninni en hækkað stigaskorið sitt upp í 15,4 stig í leik í úrslitakeppninni. Lokatímabilið sitt með Keflavík þá var Thelma Dís með 14,6 stig, 6,8 fráköst og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í leik í deildarkeppninni en í úrslitakeppninni var hún með 19,8 stig, 7,3 fráköst og 4,0 stoðsendingar að meðaltali. Frábærar tölur hjá frábærum leikmanni, Bæði þessi tímabil þá varð Keflavíkurliðið bikarmeistari en í úrslitaleiknum 2018 þá var Thelma Dís með 16 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar. Úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna hefst á föstudaginn en í undanúrslitunum verður boðið upp á tvíhöfða á hverju kvöldi og báðir leikirnir sýndir beint hvort á eftir öðrum. Domino´s Körfuboltakvöld mun síðan gera upp leikina strax á eftir seinni leiknum. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Pálína Gunnlaugsdóttir og félagar í Domino´s Körfuboltakvöldi kvenna opinberuðu það í þætti sínum áðan að Thelma Dís sé á leiðinni heim og að hún muni spila með Keflavíkurliðinu í úrslitakeppninni. Þetta eru risafréttir korter í úrslitakeppnina. Thelma Dís, sem er 21 árs gömul, hefur spilað undanfarin þrjú tímabil með Ball State Cardinals í 1. deild bandaríska háskólaboltans þar sem hún útskrifaðist á dögunum. Thelma Dís skoraði 11,8 stig í leik á lokaárinu sínu og hitti þar úr 44 prósent þriggja stiga skota sinna. Thelma Dís var sjóðandi heit fyrir utan þriggja stiga línuna í síðustu leikjunum sínum með Ball State en í þeim fjórum síðustu hitti hún úr 20 af 36 skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna sem gerir magnaða 56 prósent nýtingu. Keflavíkurliðið hefur gefið eftir að undanförnu en liðið tapaði þrír af síðustu fjórum leikjum sínum í deildarkeppninni þar af þeim tveimur síðustu á móti Haukum og Val. Það er ljóst að það kemur sér vel að fá Thelmu aftur inn í liðið. Thelma Dís var lykilmaður Keflavíkurliðsins sem vann þrjá stóra titla á tveimur síðustu tímabilunum áður en hún fór út til Bandaríkjanna í háskóla. Thelma Dís var kosin besti leikmaður tímabilsins þegar Keflavík vann tvöfalt tímabilið 2016-17 en hún var þá með 9,1 stig, 7,0 fráköst og 3,1 stoðsendingar í deildarkeppninni en hækkað stigaskorið sitt upp í 15,4 stig í leik í úrslitakeppninni. Lokatímabilið sitt með Keflavík þá var Thelma Dís með 14,6 stig, 6,8 fráköst og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í leik í deildarkeppninni en í úrslitakeppninni var hún með 19,8 stig, 7,3 fráköst og 4,0 stoðsendingar að meðaltali. Frábærar tölur hjá frábærum leikmanni, Bæði þessi tímabil þá varð Keflavíkurliðið bikarmeistari en í úrslitaleiknum 2018 þá var Thelma Dís með 16 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar. Úrslitakeppni Domino´s deildar kvenna hefst á föstudaginn en í undanúrslitunum verður boðið upp á tvíhöfða á hverju kvöldi og báðir leikirnir sýndir beint hvort á eftir öðrum. Domino´s Körfuboltakvöld mun síðan gera upp leikina strax á eftir seinni leiknum. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild kvenna Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira