Áfram hætta á bylgju hjá yngra fólki Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 10. maí 2021 11:51 Þrátt fyrir talsverðar tilslakanir er fólk beðið um að gæta fyllstu varúðar. Áfram eigi eftir að bólusetja stóran hluta þjóðarinnar. Vísir/Vilhelm Fimmtíu manns mega nú koma saman eftir að tilslakanir í sóttvarnaaðgerðum tóku gildi á miðnætti. Aðgerðir eru hins vegar harðar í Skagafirði eftir hópsýkingu sem kom upp í sveitarfélaginu um helgina. Sóttvarnalæknir biður fólk áfram um að gæta sín þrátt fyrir tilslakanir, enda hafi ungt fólk ekki fengið bólusetningu og því sé hætta á útbreiddum faraldri hjá þeirri kynslóð. Almennar fjöldatakmarkanir fara úr tuttugu í fimmtíu manns. Þá mega líkamsræktarstöðvar og sund- og baðstaðir taka á móti 75 prósent af leyfilegum hámarksfjölda. Að auki lengist leyfilegur opnunartími veitingastaða úr klukkan 21 í klukkan 22, en heimilt verður að sitja inni til klukkan 23. „Auðvitað er þetta alltaf spurning hvernig muni tiltakast og hvað muni gerast, en ég hef fulla trú á því að menn kunni þetta orðið og það er það sem máli skiptir, hvernig fólk hegðar sér áfram og ég hef fulla trú á því. Með vaxandi útbreiðslu bólusetningar líka þá held ég að við eigum að geta slakað á jafnhliða,” segir Þórólfur Guðnason. Síðast máttu fimmtíu manns koma saman í febrúar - en um mánuði síðar voru fjöldatakmarkanir færðar niður í tíu manns. Þórólfur segir að þó vel gangi í bólusetningum sé áfram hætta á frekari faraldri. „Ef við pössum okkur ekki þá getum við fengið bylgju. Við erum ekki búin að fá það mikla útbreiðslu bólusetninga að við gætum fengið bylgju hjá yngra fólki eða fólki á miðjum aldri. Sem betur fer erum við búin að ná að bólusetja eldri aldurshópana og erum að vinna með fólk með undirliggjandi sjúkdóma. En við getum fengið útbreiddan faraldur hjá yngra fólki sem veiran svo sannarlega getur verið alvarleg líka hjá því fólki eins og dæmin sýna frá öðrum löndum.” Fimm greindust með kórónuveiruna í gær og þar af var einn utan sóttkvíar. Alls eru 248 manns í sóttkví, langflestir á Skagafirði þar sem hópsýking blossaði upp og þar hafa hertar aðgerðir tekið gildi, þar sem skólum og íþróttamiðstöðvum hefur verið lokað Þórólfur segir að af þeim fimm sem greindust í gær séu tveir búsettir á Norðurlandi. Metvika var í bólusetningum í síðustu viku þegar um fjörutíu þúsund manns fengu bóluefni, og hefur nú um 48 prósent þjóðarinnar verið bólusett. Um tólf þúsund manns frá bóluefni frá Pfizer í þessari viku; fimm þúsund fá fyrri bólusetningu og sjö þúsund þá seinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira
Almennar fjöldatakmarkanir fara úr tuttugu í fimmtíu manns. Þá mega líkamsræktarstöðvar og sund- og baðstaðir taka á móti 75 prósent af leyfilegum hámarksfjölda. Að auki lengist leyfilegur opnunartími veitingastaða úr klukkan 21 í klukkan 22, en heimilt verður að sitja inni til klukkan 23. „Auðvitað er þetta alltaf spurning hvernig muni tiltakast og hvað muni gerast, en ég hef fulla trú á því að menn kunni þetta orðið og það er það sem máli skiptir, hvernig fólk hegðar sér áfram og ég hef fulla trú á því. Með vaxandi útbreiðslu bólusetningar líka þá held ég að við eigum að geta slakað á jafnhliða,” segir Þórólfur Guðnason. Síðast máttu fimmtíu manns koma saman í febrúar - en um mánuði síðar voru fjöldatakmarkanir færðar niður í tíu manns. Þórólfur segir að þó vel gangi í bólusetningum sé áfram hætta á frekari faraldri. „Ef við pössum okkur ekki þá getum við fengið bylgju. Við erum ekki búin að fá það mikla útbreiðslu bólusetninga að við gætum fengið bylgju hjá yngra fólki eða fólki á miðjum aldri. Sem betur fer erum við búin að ná að bólusetja eldri aldurshópana og erum að vinna með fólk með undirliggjandi sjúkdóma. En við getum fengið útbreiddan faraldur hjá yngra fólki sem veiran svo sannarlega getur verið alvarleg líka hjá því fólki eins og dæmin sýna frá öðrum löndum.” Fimm greindust með kórónuveiruna í gær og þar af var einn utan sóttkvíar. Alls eru 248 manns í sóttkví, langflestir á Skagafirði þar sem hópsýking blossaði upp og þar hafa hertar aðgerðir tekið gildi, þar sem skólum og íþróttamiðstöðvum hefur verið lokað Þórólfur segir að af þeim fimm sem greindust í gær séu tveir búsettir á Norðurlandi. Metvika var í bólusetningum í síðustu viku þegar um fjörutíu þúsund manns fengu bóluefni, og hefur nú um 48 prósent þjóðarinnar verið bólusett. Um tólf þúsund manns frá bóluefni frá Pfizer í þessari viku; fimm þúsund fá fyrri bólusetningu og sjö þúsund þá seinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Sjá meira