Fótbolti

Samúel Kári á skotskónum og Cecilía Rán og Brynjólfur þreyttu frumraun sína

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Samúel Kári byrjar tímabilið á marki.
Samúel Kári byrjar tímabilið á marki. VÍSIR/VILHELM

Íslenskt knattspyrnufólk var á fleygiferð víða um Evrópu í dag, þá sérstaklega á Norðurlöndunum þar sem norska úrvalsdeildinn fór af stað.

Alfons Sampsted og félagar hans í Bodo/Glimt hófu titilvörn sína með öruggum 3-0 sigri á Tromsö þar sem Alfons lék allan leikinn í hægri bakverðinum.

Brynjólfur Darri Willumsson þreytti frumraun sína fyrir Kristianstad þegar hann kom inn á sem varamaður í leikhléi í 2-0 tapi fyrir Molde. Brynjólfur uppskar gult spjald á lokamínútum leiksins.

Samúel Kári Friðjónsson kom Viking á bragðið þegar hann gerði fyrsta mark liðsins í 3-1 sigri á Brann.

Í Danmörku lék Hjörtur Hermannsson allan leikinn í vörn Bröndby sem lagði Midtjylland 3-1 en Mikael Neville Anderson lék síðasta stundarfjórðunginn fyrir gestina.

Cecilía Rán lék sinn fyrsta leik

Nokkrar íslenskar knattspyrnukonur komu við sögu í sænska boltanum í dag. Glódís Perla Viggósdóttir og Guðrún Arnardóttir mættust þegar Glódís og stöllur hennar í Rosengard mættu Guðrúnu og stöllum hennar í Djurgarden.

Báðar léku þær allan leikinn sem lauk með 3-0 sigri Rosengard.

Berglind Rós Ágústsdóttir og Cecilia Rán Rúnarsdóttir léku allan leikinn fyrir Örebro í 1-1 jafntefli gegn Eskilstuna.

Hlín Eiríksdóttir var í byrjunarliði Pitea en þurfti að yfirgefa völlinn eftir þrettán mínútna leik þegar lið hennar vann 1-0 sigur á Vaxjö. Andrea Mist Pálsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Vaxjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×