Taktföst strókavirkni í eldgosinu á Reykjanesi Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2021 10:25 Háir og kraftmiklir strókar koma nú upp úr jörðinni í Geldingadölum og nágrenni með hléum á milli. Gosmökkurinn getur dottið niður í millitíðinni. Vísir/Vilhelm Háir og kraftmiklir kvikustrókar sem detta niður þess á milli einkenna nú virkni eldgossins á Reykjanesi. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar segir taktfasta strókavirkni gossins nú bundna við fimmta gíginn sem myndaðist og hefur verið sem virkastur undanfarnar vikur. Strókavirkni gossins síðustu vikuna veik í gær fyrir þeirri stöðugu og jöfnu virkni sem einkenndi gosið lengst framan af, að sögn Salóme Jórunnar Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. Á milli klukkan sjö og átta í gærkvöldi fór strókavirknin aftur af stað. „Það er aftur kominn þessi strókaritmi þar sem koma háir kraftmiklir kvikustrókar sem halda nokkuð jafnri virkni í nokkrar mínútur og svo dettur það niður og bíður eftir næsta strók. Þannig að það er kominn aftur þessi taktfasti ritmi í gosið,“ segir hún. Þrátt fyrir að gosmökkurinn detti niður og sjáist ekki um stund á milli strókanna, eins og gerðist í morgun, segir Salóme að kvika renni áfram og niður í Meradali, jafnvel þó að hún sjáist ekki á vefmyndavélum á svæðinu. Vísir fékk ábendingar um það í morgun að gosmökkurinn sæist ekki lengur frá höfuðborgarsvæinu. „Gosinu er svo sannarlega ekki lokið, það get ég sagt þér,“ segir Salóme. Virknin nú er að mestu bundin við þann gíg sem hefur verið talinn sá fimmti í röðinni frá því að gosið hófst líkt og hefur verið undanfarnar vikur. Tilkynningar bárust í gær um að fyrsti og elsti gígurinn væri aftur orðinn virkur en Salóme segir ekki vitað hvort að svo sé enn. „Það kom aðeins smáskot í fyrsta gíginn í gær. Ég veit ekki hvort að það sé áfram í gangi eða ekki. Það er dálítið erfitt að sjá það á myndavélum. Við fengum bara eina eða tvær tilkynningar í gær um að það væri kvika að koma upp úr elsta gígnum og það er alveg öruggt að það var miðað við þær myndir sem við fengum. En við höfum ekki fengið neinar aðrar tilkynningar um það þannig að ég veit ekki hvort það hafi dottið niður aftur eða ekki,“ segir hún. Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Sjá meira
Strókavirkni gossins síðustu vikuna veik í gær fyrir þeirri stöðugu og jöfnu virkni sem einkenndi gosið lengst framan af, að sögn Salóme Jórunnar Bernharðsdóttur, náttúruvársérfræðings Veðurstofu Íslands. Á milli klukkan sjö og átta í gærkvöldi fór strókavirknin aftur af stað. „Það er aftur kominn þessi strókaritmi þar sem koma háir kraftmiklir kvikustrókar sem halda nokkuð jafnri virkni í nokkrar mínútur og svo dettur það niður og bíður eftir næsta strók. Þannig að það er kominn aftur þessi taktfasti ritmi í gosið,“ segir hún. Þrátt fyrir að gosmökkurinn detti niður og sjáist ekki um stund á milli strókanna, eins og gerðist í morgun, segir Salóme að kvika renni áfram og niður í Meradali, jafnvel þó að hún sjáist ekki á vefmyndavélum á svæðinu. Vísir fékk ábendingar um það í morgun að gosmökkurinn sæist ekki lengur frá höfuðborgarsvæinu. „Gosinu er svo sannarlega ekki lokið, það get ég sagt þér,“ segir Salóme. Virknin nú er að mestu bundin við þann gíg sem hefur verið talinn sá fimmti í röðinni frá því að gosið hófst líkt og hefur verið undanfarnar vikur. Tilkynningar bárust í gær um að fyrsti og elsti gígurinn væri aftur orðinn virkur en Salóme segir ekki vitað hvort að svo sé enn. „Það kom aðeins smáskot í fyrsta gíginn í gær. Ég veit ekki hvort að það sé áfram í gangi eða ekki. Það er dálítið erfitt að sjá það á myndavélum. Við fengum bara eina eða tvær tilkynningar í gær um að það væri kvika að koma upp úr elsta gígnum og það er alveg öruggt að það var miðað við þær myndir sem við fengum. En við höfum ekki fengið neinar aðrar tilkynningar um það þannig að ég veit ekki hvort það hafi dottið niður aftur eða ekki,“ segir hún.
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Innlent Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Erlent Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Innlent Gengur í sunnanstorm og leiðindaveður um allt land Veður Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Sjá meira