Ritstjóri Mogga vill að Kínverjar verði krafðir skýringa á veirum sem þaðan berast árlega Jakob Bjarnar skrifar 6. maí 2021 10:47 Davíð Oddsson furðar sig á því hvers vegna það telst eðlilegt að árlega berist frá Kína veirur og telur rétt að krefjast svara við því hvernig á því stendur. Erindi sem hlýtur að eiga best heima á borði Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. Í leiðara Morgunblaðsins er vakin athygli á því að árvisst er að hvert haust berist flensa frá Kína sem felli fjölda manns í vesturheimi. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins, sem að venju eru nafnlaus skrif og þar af leiðandi á ábyrgð Davíðs Oddssonar ritstjóra og Haraldar Johannessen rit- og framkvæmdastjóra blaðsins, gerir kórónuveiruna og bólusetningar að umtalsefni í pistli dagsins. Í niðurlagi hans segir að allra síðustu fréttir frá Bretlandi sýni að mun fleiri látast úr flensu eða lungnabólgu en vegna kórónuveirunnar. Sem sýnir að mati pistlahöfundar, sem ef marka má stílbrögð er Davíð, fyrrverandi forsætisráðherra þjóðarinnar með meiru, eru grípandi merki um að þar eru slík mál að komast í hefðbundinn farveg. „Hitt er annað mál, að hér og víðar um allan heim er það talinn sjálfsagður hlutur að til vesturheims berist flensa hvert einasta haust frá Kína sem felli fjölda manns, og þá auðvitað helst þá sem hafa minnstan viðnámsþrótt. Hvað er svona sjálfsagt við það?“ spyr leiðarahöfundur. Og fylgir því eftir með krefjandi spurningu: „Er ekki kominn tími til að krefjast skýringa á þessum árvissu veirum þótt þær séu ekki krýndar? Farfuglarnir eru góðir gestir og við tökum þeim fagnandi. En það er ekki sjálfsagður hlutur að flensa fari að hugsa til okkar og annarra í þessum heimshluta um sama leyti og íslensku fuglarnir eru nýfarnir til vetursetu. Getum við ekki orðið sammála um það?“ Þessi áskorun ritstjórans hlýtur að beinast að stjórnvöldum og það væri þá Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra að koma því máli í réttan farveg. Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Kína Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira
Leiðarahöfundur Morgunblaðsins, sem að venju eru nafnlaus skrif og þar af leiðandi á ábyrgð Davíðs Oddssonar ritstjóra og Haraldar Johannessen rit- og framkvæmdastjóra blaðsins, gerir kórónuveiruna og bólusetningar að umtalsefni í pistli dagsins. Í niðurlagi hans segir að allra síðustu fréttir frá Bretlandi sýni að mun fleiri látast úr flensu eða lungnabólgu en vegna kórónuveirunnar. Sem sýnir að mati pistlahöfundar, sem ef marka má stílbrögð er Davíð, fyrrverandi forsætisráðherra þjóðarinnar með meiru, eru grípandi merki um að þar eru slík mál að komast í hefðbundinn farveg. „Hitt er annað mál, að hér og víðar um allan heim er það talinn sjálfsagður hlutur að til vesturheims berist flensa hvert einasta haust frá Kína sem felli fjölda manns, og þá auðvitað helst þá sem hafa minnstan viðnámsþrótt. Hvað er svona sjálfsagt við það?“ spyr leiðarahöfundur. Og fylgir því eftir með krefjandi spurningu: „Er ekki kominn tími til að krefjast skýringa á þessum árvissu veirum þótt þær séu ekki krýndar? Farfuglarnir eru góðir gestir og við tökum þeim fagnandi. En það er ekki sjálfsagður hlutur að flensa fari að hugsa til okkar og annarra í þessum heimshluta um sama leyti og íslensku fuglarnir eru nýfarnir til vetursetu. Getum við ekki orðið sammála um það?“ Þessi áskorun ritstjórans hlýtur að beinast að stjórnvöldum og það væri þá Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra að koma því máli í réttan farveg.
Fjölmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Kína Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Sjá meira