Innlent

Guðni for­seti bólu­settur í HÚ!-bolnum sínum

Atli Ísleifsson skrifar
Guðni Th. Jóhannesson forseti var mættur í Laugardalshöllina í morgun.
Guðni Th. Jóhannesson forseti var mættur í Laugardalshöllina í morgun. Vísir/Vilhelm

Guðni Th. Jóhannesson forseti var bólusettur í Laugardalshöllinni í morgun. Hann var bólusettur með bóluefni AstraZeneca.

Forseti klæddist hvítum stuttermabol með mynd Hugleiks Dagssonar af stuðningsmanni íslenska landsliðsins sem kallar „HÚ!“ þegar hann var bólusettur. 

Stefnt er að því að bólusetja 14 þúsund manns með bóluefninu frá AstraZeneca í dag. 

Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að bólusetningardagurinn í dag sé sá stærsti hingað til hvað varðar fjölda bólusettra. 

„Þetta er mjög stór dagur hjá okkur í dag. Stærsti dagurinn hingað til. Við virðumst endalaust geta bætt við okkur,“ segir Sigríður Dóra. 

Stór hluti boðaðra eru karlmenn fæddir 1971 og fyrr auk þess sem forgangshópar eru boðaðir. 

Sömuleiðis sé verið að bólusetja forgangshópa, þó að ekki takist að klára þá alla.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er meðal þeirra sem þiggur bóluefni AstraZeneca í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×