Sextán andlát og 55 alvarleg atvik tilkynnt í kjölfar bólusetninga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. maí 2021 06:47 Hafa ber í huga að þær tölur sem birtar eru á vef Lyfjastofnunar snúa að tilkynningum um grun um aukaverkun. Heildarfjöldi tilkynninga telja nú 873. Vísir/Vilhelm Sextán tilkynningar um andlát í kjölfar bólusetninga hafa borist Lyfjastofnun það sem af er ári. Í heildina hafa borist 55 tilkynningar um alvarleg atvik í kjölfar bólusetningar með bóluefnum frá Pfizer, Moderna og AstraZeneca. Þetta kemur fram í svörum Lyfjastofnunar við fyrirspurn Vísis. Átta andlát voru tilkynnt í kjölfar bólusetninga í janúar, tvö í febrúar, fimm í mars og eitt í apríl. Líkt og áður hefur verið greint frá var sérstök rannsókn framkvæmd af embætti landlæknis í kjölfar fimm fyrstu alvarlegu tilkynningana vegna gruns um aukaverkun og voru niðurstöður birtar 20. janúar. Niðurstaðan var sú að í fjórum tilvikanna væri ekki eða ólíklega um orsakatengsl að ræða en í einu tilviki var ekki hægt að útiloka tengsl með vissu, þó líklega hefði andlátið verið af völdum undirliggjandi ástands. „Tíðni andláta er ekki hærri en búast mætti við í þeim hópi sem bólusettur hefur verið. Að svo komnu er ekkert bendir til orsakasamhengis milli tilkynntra andláta og bólusetninga gegn COVID-19,“ segir í svörum Lyfjastofnunar við fyrirspurn Vísis. Þrír í lífshættulegu ástandi eftir bólusetningu Þrjátíu alvarlegar tilkynningar hafa borist í kjölfar bólusetningar með bóluefninu frá Pfizer. Fimmtán varða andlát og fjórtán af þeim andlát einstaklinga 75 ára og eldri. Tólf af þessum fjórtán voru með staðfesta undirliggjandi sjúkdóma. Eitt andlátið varðaði eldri einstakling, það er að segja á aldrinum 65 til 74 ára, sem var með marga undirliggjandi sjúkdóma. Af hinum fimmtán voru tíu lagðir inn á sjúkrahús og þar af voru tveir í lífshættulegu ástandi. Fimm tilkynningar töldust klínískt mikilvægar og voru þar af leiðandi flokkaðar sem alvarlegar. Fimm alvarlegar tilkynningar hafa borist vegna bóluefnisins frá Moderna, þar af fjórar vegna sjúkrahúsvista en enginn var í lífshættulegu ástandi. Ein tilkynning taldist klínískt mikilvæg og var flokkuð sem alvarleg. Þá hafa tuttugu alvarlegar tilkynningar borist vegna bóluefnisins frá AstraZeneca. Ein varðar andlát eldri einstaklings og fimmtán sjúkrahúsvist en þar af var einn í lífshættulegu ástandi. Fjórar tilkynningar töldust klínískt mikilvægar og voru flokkaðar sem alvarlegar. Ekki víst að um orsakasamband sé að ræða Í svari sínu til Vísis ítekar Lyfjastofnun að þegar tilkynningar berast er ekki vitað hvort um orsakasamhengi milli bólusetningar og tilkynntra tilvika sé að ræða. Skoðun á öllum tilkynningum sé hluti af hefðbundnu lyfjagátarkerfi Lyfjastofnunar, þar sem leitast sé við að fá frekari upplýsingar um tilkynnt tilvik, þegar upplýsingar geta varpað betra ljósi á tilvikin. „Tilkynningarnar eru síðan metnar ásamt öllum öðrum tilkynntum tilvikum í samevrópskum lyfjagátargagnagrunni (Eudravigilance), í samstarfi við aðrar stofnanir á EES-svæðinu. Þannig er hægt að meta upplýsingar í hverju tilfelli fyrir sig en einnig skoða samnefnara á milli tilfellanna, en reynist mynstur svipað í tilkynntum tilfellum styður það við mat á orsakasambandi.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Þetta kemur fram í svörum Lyfjastofnunar við fyrirspurn Vísis. Átta andlát voru tilkynnt í kjölfar bólusetninga í janúar, tvö í febrúar, fimm í mars og eitt í apríl. Líkt og áður hefur verið greint frá var sérstök rannsókn framkvæmd af embætti landlæknis í kjölfar fimm fyrstu alvarlegu tilkynningana vegna gruns um aukaverkun og voru niðurstöður birtar 20. janúar. Niðurstaðan var sú að í fjórum tilvikanna væri ekki eða ólíklega um orsakatengsl að ræða en í einu tilviki var ekki hægt að útiloka tengsl með vissu, þó líklega hefði andlátið verið af völdum undirliggjandi ástands. „Tíðni andláta er ekki hærri en búast mætti við í þeim hópi sem bólusettur hefur verið. Að svo komnu er ekkert bendir til orsakasamhengis milli tilkynntra andláta og bólusetninga gegn COVID-19,“ segir í svörum Lyfjastofnunar við fyrirspurn Vísis. Þrír í lífshættulegu ástandi eftir bólusetningu Þrjátíu alvarlegar tilkynningar hafa borist í kjölfar bólusetningar með bóluefninu frá Pfizer. Fimmtán varða andlát og fjórtán af þeim andlát einstaklinga 75 ára og eldri. Tólf af þessum fjórtán voru með staðfesta undirliggjandi sjúkdóma. Eitt andlátið varðaði eldri einstakling, það er að segja á aldrinum 65 til 74 ára, sem var með marga undirliggjandi sjúkdóma. Af hinum fimmtán voru tíu lagðir inn á sjúkrahús og þar af voru tveir í lífshættulegu ástandi. Fimm tilkynningar töldust klínískt mikilvægar og voru þar af leiðandi flokkaðar sem alvarlegar. Fimm alvarlegar tilkynningar hafa borist vegna bóluefnisins frá Moderna, þar af fjórar vegna sjúkrahúsvista en enginn var í lífshættulegu ástandi. Ein tilkynning taldist klínískt mikilvæg og var flokkuð sem alvarleg. Þá hafa tuttugu alvarlegar tilkynningar borist vegna bóluefnisins frá AstraZeneca. Ein varðar andlát eldri einstaklings og fimmtán sjúkrahúsvist en þar af var einn í lífshættulegu ástandi. Fjórar tilkynningar töldust klínískt mikilvægar og voru flokkaðar sem alvarlegar. Ekki víst að um orsakasamband sé að ræða Í svari sínu til Vísis ítekar Lyfjastofnun að þegar tilkynningar berast er ekki vitað hvort um orsakasamhengi milli bólusetningar og tilkynntra tilvika sé að ræða. Skoðun á öllum tilkynningum sé hluti af hefðbundnu lyfjagátarkerfi Lyfjastofnunar, þar sem leitast sé við að fá frekari upplýsingar um tilkynnt tilvik, þegar upplýsingar geta varpað betra ljósi á tilvikin. „Tilkynningarnar eru síðan metnar ásamt öllum öðrum tilkynntum tilvikum í samevrópskum lyfjagátargagnagrunni (Eudravigilance), í samstarfi við aðrar stofnanir á EES-svæðinu. Þannig er hægt að meta upplýsingar í hverju tilfelli fyrir sig en einnig skoða samnefnara á milli tilfellanna, en reynist mynstur svipað í tilkynntum tilfellum styður það við mat á orsakasambandi.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum