Kristján: Skilaboð um að deildin eigi að vera í lagi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. maí 2021 22:03 Stjörnukonur fagna eftir að Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir minnkaði muninn í 2-1 gegn Val. vísir/vilhelm Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur með spilamennsku Stjörnunnar gegn Val þótt úrslitin hafi ekki verið honum að skapi. Stjarnan tapaði leiknum, 2-1, þrátt fyrir góða frammistöðu. „Við erum ánægðar með leikinn. Við vorum betra liðið heilt yfir, sérstaklega eftir að við lentum undir. Fram að því vorum við aðeins að gefa boltann frá okkur og skapa hættu en eftir það vorum við mun betra liðið. Við áttum allavega að taka stig,“ sagði Kristján í samtali við Vísi eftir leikinn á Hlíðarenda. Honum fannst grunnatriðin vera í lagi hjá sínu liði; sendingar og vinnusemi. „Það var greinilegt að við gátum hlaupið meira en andstæðingurinn. Sendingarnar bötnuðu til muna í seinni hálfleik sem við þurftum að bæta. Og þá vorum við leikinn algjörlega í höndunum. En við gerðum ein stór mistök sem kosta mark en við bjuggum til færi til að vinna leikinn og áttum að fá víti undir lokin. Það er klárt,“ sagði Kristján og vísaði til atviksins þegar Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var toguð niður í vítateig Vals í uppbótartíma. Eins og Kristján nefndi gerði Stjarnan slæm mistök í öðru marki Vals. Liðið gerði einnig svipuð mistök, sem kostuðu reyndar ekki mark, í fyrri hálfleik. En er þetta viðbúinn fórnarkostnaður við það að reyna að spila boltanum út úr vörninni? „Það getur vel verið. Kannski erum við heldur ekki alveg komnar af stað. En þetta kemur fyrir þegar þú spilar út úr vörninni en við erum búnar að gera þetta nokkuð vel. Þetta voru bara smá mistök sem við vinnum úr,“ svaraði Kristján. Hann segir að Stjörnukonur gangi beinar í baki frá leiknum þrátt fyrir tap. „Við vorum betra liðið en stundum þarf það að lúta í lægra haldi. En við þurfum kannski að vinna leik þar sem við eigum minna skilið í staðinn til að vinna þessi stig upp. Ég er mjög jákvæður og ánægður fyrir hönd deildarinnar að þessi leikur spilaðist svona. Þetta eru skilaboð um að deildin eigi að vera í lagi,“ sagði Kristján að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira
„Við erum ánægðar með leikinn. Við vorum betra liðið heilt yfir, sérstaklega eftir að við lentum undir. Fram að því vorum við aðeins að gefa boltann frá okkur og skapa hættu en eftir það vorum við mun betra liðið. Við áttum allavega að taka stig,“ sagði Kristján í samtali við Vísi eftir leikinn á Hlíðarenda. Honum fannst grunnatriðin vera í lagi hjá sínu liði; sendingar og vinnusemi. „Það var greinilegt að við gátum hlaupið meira en andstæðingurinn. Sendingarnar bötnuðu til muna í seinni hálfleik sem við þurftum að bæta. Og þá vorum við leikinn algjörlega í höndunum. En við gerðum ein stór mistök sem kosta mark en við bjuggum til færi til að vinna leikinn og áttum að fá víti undir lokin. Það er klárt,“ sagði Kristján og vísaði til atviksins þegar Anna María Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var toguð niður í vítateig Vals í uppbótartíma. Eins og Kristján nefndi gerði Stjarnan slæm mistök í öðru marki Vals. Liðið gerði einnig svipuð mistök, sem kostuðu reyndar ekki mark, í fyrri hálfleik. En er þetta viðbúinn fórnarkostnaður við það að reyna að spila boltanum út úr vörninni? „Það getur vel verið. Kannski erum við heldur ekki alveg komnar af stað. En þetta kemur fyrir þegar þú spilar út úr vörninni en við erum búnar að gera þetta nokkuð vel. Þetta voru bara smá mistök sem við vinnum úr,“ svaraði Kristján. Hann segir að Stjörnukonur gangi beinar í baki frá leiknum þrátt fyrir tap. „Við vorum betra liðið en stundum þarf það að lúta í lægra haldi. En við þurfum kannski að vinna leik þar sem við eigum minna skilið í staðinn til að vinna þessi stig upp. Ég er mjög jákvæður og ánægður fyrir hönd deildarinnar að þessi leikur spilaðist svona. Þetta eru skilaboð um að deildin eigi að vera í lagi,“ sagði Kristján að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Sjá meira