„Fyrir áhorfendur er tólf liða deild besta fyrirkomulagið“ Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2021 16:35 Theodór Ingi Pálmason og Ágúst Jóhannsson fóru yfir málin í Seinni bylgjunni. stöð 2 sport Theodór Ingi Pálmason segir að neðstu lið Olís-deild karla í handbolta séu það langt á eftir öðrum að vert sé að skoða það að fækka liðum í deildinni úr tólf í tíu. Ýmsar útgáfur hafa verið prófaðar í efstu dield karla í handbolta en síðustu fjögur tímabil hafa tólf lið leikið í deildinni. Barist er um Íslandsmeistaratitilinn í átta liða úrslitakeppni. Theodór og Ágúst Jóhannsson sögðu sitt álit á málinu í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni og hér má sjá innslagið: Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Ágúst kvaðst hrifinn af því að halda tólf liða deild: „Fyrir áhorfendur er tólf liða deild besta fyrirkomulagið. Það rúllar best í gegn, með átta liða úrslitakeppni og tveimur liðum sem falla. En maður veltir þessu samt fyrir sér því það eru alltaf 1-2 lið sem eru örlítið á eftir. Við sjáum ÍR-ingana þetta árið, og Þórsararnir eiga örlítið í land. Það er spurning hvort að breiddin sé nægilega mikil. Ég held samt að mitt atkvæði fari á að halda þessu í tólf liða deild. Það vinnur með tíu liða deild að þannig styrkjum við líka Grill 66-deildina og gerum hana áhugaverðari. Fyrir heildina er það ekkert síðra,“ segir Ágúst. Theodór segir að í ljósi frammistöðu ÍR og Þórs í vetur sé vert að skoða málið: „Þegar það var fjölgað í tólf lið haustið 2017 þá var ég mjög hrifinn af þessu. Á sama tíma var handboltinn að koma á Stöð 2 Sport – fleiri leikir og meira til að tala um. Þá vorum við líka að fá upp úr 1. deildinni ÍR-inga með hörkugott lið, og Fjölni með Svein Jóhannsson og Kristján Örn Kristjánsson sem eru landsliðsmenn í dag. Svo komu reyndar Víkingarnir með út af „ákveðnum misskilningi“ vestur í bæ, og voru fallbyssufóður. En vegna þess að fjölgað var í Olís-deildinni þá hélt liðið í 9. sæti sér uppi og það var Stjarnan, með Ólaf Gústafsson, Sveinbjörn Pétursson, Ara Magnús Þorgeirsson og fleiri. Þarna vorum við með hörkulið og þetta var jafnt og spennandi. Svo hefur þetta hins vegar verið að þróast þannig að liðin sem koma upp eru mikið slakari. Hægt og bítandi höfum við því séð deildina veikjast. Í vetur hefur þetta oft verið þannig að það eru tveir leikir þar sem að maður er hættur að horfa í hálfleik – þegar ÍR og Þór eru að spila – því miður og með fullri virðingu. Ef að það er auðvelt að breyta þessu þá er staðan kannski þannig núna að það er ekki rúm fyrir tólf liða deild. Ég var mikill talsmaður tólf liða deildar en ég er aðeins að snúast,“ segir Theodór. Fannst Gróttumenn gera gríðarlega vel á markaðnum Ágúst sagði að sum félögin sem kæmu upp úr næstefstu deild þyrftu að leggja aðeins meiri metnað í sitt starf: „Við getum tekið Gróttu sem dæmi. Mér fannst Gróttumenn gera gríðarlega vel á leikmannamarkaðnum. Ég held að Grótta sé ekki með rosalega hátt „budget“ en þeir voru klókir á markaðnum. Við skulum vona að fleiri lið nái að búa til eitthvað slíkt. Ég held að flestir í handboltahreyfingunni séu sammála um að tólf liða deild sé það skemmtilegasta. Ég skil rökin fyrir því að fækka en við getum ekki verið að skipta á korters fresti. Ég vona að við getum aukið breiddina enn meira og haldið úti jafnri og spennandi tólf liða deild.“ Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Ýmsar útgáfur hafa verið prófaðar í efstu dield karla í handbolta en síðustu fjögur tímabil hafa tólf lið leikið í deildinni. Barist er um Íslandsmeistaratitilinn í átta liða úrslitakeppni. Theodór og Ágúst Jóhannsson sögðu sitt álit á málinu í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni og hér má sjá innslagið: Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Ágúst kvaðst hrifinn af því að halda tólf liða deild: „Fyrir áhorfendur er tólf liða deild besta fyrirkomulagið. Það rúllar best í gegn, með átta liða úrslitakeppni og tveimur liðum sem falla. En maður veltir þessu samt fyrir sér því það eru alltaf 1-2 lið sem eru örlítið á eftir. Við sjáum ÍR-ingana þetta árið, og Þórsararnir eiga örlítið í land. Það er spurning hvort að breiddin sé nægilega mikil. Ég held samt að mitt atkvæði fari á að halda þessu í tólf liða deild. Það vinnur með tíu liða deild að þannig styrkjum við líka Grill 66-deildina og gerum hana áhugaverðari. Fyrir heildina er það ekkert síðra,“ segir Ágúst. Theodór segir að í ljósi frammistöðu ÍR og Þórs í vetur sé vert að skoða málið: „Þegar það var fjölgað í tólf lið haustið 2017 þá var ég mjög hrifinn af þessu. Á sama tíma var handboltinn að koma á Stöð 2 Sport – fleiri leikir og meira til að tala um. Þá vorum við líka að fá upp úr 1. deildinni ÍR-inga með hörkugott lið, og Fjölni með Svein Jóhannsson og Kristján Örn Kristjánsson sem eru landsliðsmenn í dag. Svo komu reyndar Víkingarnir með út af „ákveðnum misskilningi“ vestur í bæ, og voru fallbyssufóður. En vegna þess að fjölgað var í Olís-deildinni þá hélt liðið í 9. sæti sér uppi og það var Stjarnan, með Ólaf Gústafsson, Sveinbjörn Pétursson, Ara Magnús Þorgeirsson og fleiri. Þarna vorum við með hörkulið og þetta var jafnt og spennandi. Svo hefur þetta hins vegar verið að þróast þannig að liðin sem koma upp eru mikið slakari. Hægt og bítandi höfum við því séð deildina veikjast. Í vetur hefur þetta oft verið þannig að það eru tveir leikir þar sem að maður er hættur að horfa í hálfleik – þegar ÍR og Þór eru að spila – því miður og með fullri virðingu. Ef að það er auðvelt að breyta þessu þá er staðan kannski þannig núna að það er ekki rúm fyrir tólf liða deild. Ég var mikill talsmaður tólf liða deildar en ég er aðeins að snúast,“ segir Theodór. Fannst Gróttumenn gera gríðarlega vel á markaðnum Ágúst sagði að sum félögin sem kæmu upp úr næstefstu deild þyrftu að leggja aðeins meiri metnað í sitt starf: „Við getum tekið Gróttu sem dæmi. Mér fannst Gróttumenn gera gríðarlega vel á leikmannamarkaðnum. Ég held að Grótta sé ekki með rosalega hátt „budget“ en þeir voru klókir á markaðnum. Við skulum vona að fleiri lið nái að búa til eitthvað slíkt. Ég held að flestir í handboltahreyfingunni séu sammála um að tólf liða deild sé það skemmtilegasta. Ég skil rökin fyrir því að fækka en við getum ekki verið að skipta á korters fresti. Ég vona að við getum aukið breiddina enn meira og haldið úti jafnri og spennandi tólf liða deild.“
Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Enski boltinn Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira