„Fyrir áhorfendur er tólf liða deild besta fyrirkomulagið“ Sindri Sverrisson skrifar 5. maí 2021 16:35 Theodór Ingi Pálmason og Ágúst Jóhannsson fóru yfir málin í Seinni bylgjunni. stöð 2 sport Theodór Ingi Pálmason segir að neðstu lið Olís-deild karla í handbolta séu það langt á eftir öðrum að vert sé að skoða það að fækka liðum í deildinni úr tólf í tíu. Ýmsar útgáfur hafa verið prófaðar í efstu dield karla í handbolta en síðustu fjögur tímabil hafa tólf lið leikið í deildinni. Barist er um Íslandsmeistaratitilinn í átta liða úrslitakeppni. Theodór og Ágúst Jóhannsson sögðu sitt álit á málinu í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni og hér má sjá innslagið: Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Ágúst kvaðst hrifinn af því að halda tólf liða deild: „Fyrir áhorfendur er tólf liða deild besta fyrirkomulagið. Það rúllar best í gegn, með átta liða úrslitakeppni og tveimur liðum sem falla. En maður veltir þessu samt fyrir sér því það eru alltaf 1-2 lið sem eru örlítið á eftir. Við sjáum ÍR-ingana þetta árið, og Þórsararnir eiga örlítið í land. Það er spurning hvort að breiddin sé nægilega mikil. Ég held samt að mitt atkvæði fari á að halda þessu í tólf liða deild. Það vinnur með tíu liða deild að þannig styrkjum við líka Grill 66-deildina og gerum hana áhugaverðari. Fyrir heildina er það ekkert síðra,“ segir Ágúst. Theodór segir að í ljósi frammistöðu ÍR og Þórs í vetur sé vert að skoða málið: „Þegar það var fjölgað í tólf lið haustið 2017 þá var ég mjög hrifinn af þessu. Á sama tíma var handboltinn að koma á Stöð 2 Sport – fleiri leikir og meira til að tala um. Þá vorum við líka að fá upp úr 1. deildinni ÍR-inga með hörkugott lið, og Fjölni með Svein Jóhannsson og Kristján Örn Kristjánsson sem eru landsliðsmenn í dag. Svo komu reyndar Víkingarnir með út af „ákveðnum misskilningi“ vestur í bæ, og voru fallbyssufóður. En vegna þess að fjölgað var í Olís-deildinni þá hélt liðið í 9. sæti sér uppi og það var Stjarnan, með Ólaf Gústafsson, Sveinbjörn Pétursson, Ara Magnús Þorgeirsson og fleiri. Þarna vorum við með hörkulið og þetta var jafnt og spennandi. Svo hefur þetta hins vegar verið að þróast þannig að liðin sem koma upp eru mikið slakari. Hægt og bítandi höfum við því séð deildina veikjast. Í vetur hefur þetta oft verið þannig að það eru tveir leikir þar sem að maður er hættur að horfa í hálfleik – þegar ÍR og Þór eru að spila – því miður og með fullri virðingu. Ef að það er auðvelt að breyta þessu þá er staðan kannski þannig núna að það er ekki rúm fyrir tólf liða deild. Ég var mikill talsmaður tólf liða deildar en ég er aðeins að snúast,“ segir Theodór. Fannst Gróttumenn gera gríðarlega vel á markaðnum Ágúst sagði að sum félögin sem kæmu upp úr næstefstu deild þyrftu að leggja aðeins meiri metnað í sitt starf: „Við getum tekið Gróttu sem dæmi. Mér fannst Gróttumenn gera gríðarlega vel á leikmannamarkaðnum. Ég held að Grótta sé ekki með rosalega hátt „budget“ en þeir voru klókir á markaðnum. Við skulum vona að fleiri lið nái að búa til eitthvað slíkt. Ég held að flestir í handboltahreyfingunni séu sammála um að tólf liða deild sé það skemmtilegasta. Ég skil rökin fyrir því að fækka en við getum ekki verið að skipta á korters fresti. Ég vona að við getum aukið breiddina enn meira og haldið úti jafnri og spennandi tólf liða deild.“ Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira
Ýmsar útgáfur hafa verið prófaðar í efstu dield karla í handbolta en síðustu fjögur tímabil hafa tólf lið leikið í deildinni. Barist er um Íslandsmeistaratitilinn í átta liða úrslitakeppni. Theodór og Ágúst Jóhannsson sögðu sitt álit á málinu í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni og hér má sjá innslagið: Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Ágúst kvaðst hrifinn af því að halda tólf liða deild: „Fyrir áhorfendur er tólf liða deild besta fyrirkomulagið. Það rúllar best í gegn, með átta liða úrslitakeppni og tveimur liðum sem falla. En maður veltir þessu samt fyrir sér því það eru alltaf 1-2 lið sem eru örlítið á eftir. Við sjáum ÍR-ingana þetta árið, og Þórsararnir eiga örlítið í land. Það er spurning hvort að breiddin sé nægilega mikil. Ég held samt að mitt atkvæði fari á að halda þessu í tólf liða deild. Það vinnur með tíu liða deild að þannig styrkjum við líka Grill 66-deildina og gerum hana áhugaverðari. Fyrir heildina er það ekkert síðra,“ segir Ágúst. Theodór segir að í ljósi frammistöðu ÍR og Þórs í vetur sé vert að skoða málið: „Þegar það var fjölgað í tólf lið haustið 2017 þá var ég mjög hrifinn af þessu. Á sama tíma var handboltinn að koma á Stöð 2 Sport – fleiri leikir og meira til að tala um. Þá vorum við líka að fá upp úr 1. deildinni ÍR-inga með hörkugott lið, og Fjölni með Svein Jóhannsson og Kristján Örn Kristjánsson sem eru landsliðsmenn í dag. Svo komu reyndar Víkingarnir með út af „ákveðnum misskilningi“ vestur í bæ, og voru fallbyssufóður. En vegna þess að fjölgað var í Olís-deildinni þá hélt liðið í 9. sæti sér uppi og það var Stjarnan, með Ólaf Gústafsson, Sveinbjörn Pétursson, Ara Magnús Þorgeirsson og fleiri. Þarna vorum við með hörkulið og þetta var jafnt og spennandi. Svo hefur þetta hins vegar verið að þróast þannig að liðin sem koma upp eru mikið slakari. Hægt og bítandi höfum við því séð deildina veikjast. Í vetur hefur þetta oft verið þannig að það eru tveir leikir þar sem að maður er hættur að horfa í hálfleik – þegar ÍR og Þór eru að spila – því miður og með fullri virðingu. Ef að það er auðvelt að breyta þessu þá er staðan kannski þannig núna að það er ekki rúm fyrir tólf liða deild. Ég var mikill talsmaður tólf liða deildar en ég er aðeins að snúast,“ segir Theodór. Fannst Gróttumenn gera gríðarlega vel á markaðnum Ágúst sagði að sum félögin sem kæmu upp úr næstefstu deild þyrftu að leggja aðeins meiri metnað í sitt starf: „Við getum tekið Gróttu sem dæmi. Mér fannst Gróttumenn gera gríðarlega vel á leikmannamarkaðnum. Ég held að Grótta sé ekki með rosalega hátt „budget“ en þeir voru klókir á markaðnum. Við skulum vona að fleiri lið nái að búa til eitthvað slíkt. Ég held að flestir í handboltahreyfingunni séu sammála um að tólf liða deild sé það skemmtilegasta. Ég skil rökin fyrir því að fækka en við getum ekki verið að skipta á korters fresti. Ég vona að við getum aukið breiddina enn meira og haldið úti jafnri og spennandi tólf liða deild.“
Seinni bylgjan Olís-deild karla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira