Britney er 24 ára gömul og hefur skorað 44 mörk í 11 leikjum fyrir botnlið FH sem er fallið úr Olís-deildinni.
Í tilkynningu frá Stjörnunni er bent á að Britney, sem sé rétthentur útileikmaður og sterkur varnarmaður, sé mikil íþróttakona sem æft hafi frjálsar íþróttir frá unga aldri. Hún eigi til að mynda félagsmet FH í kúluvarpi með 14,5 metra kasti.
Þar segir einnig að Britney, sem er landsliðskona Senegals, starfi nú þegar í Garðabæ, í leikskóla.
Britney Cots semur við Stjörnuna Stjarnan hefur samið við Britney Cots til 3 ára og mun hún koma til liðsins fyrir...
Posted by Stjarnan Handbolti on Miðvikudagur, 5. maí 2021