Fyrirspurnum um Janssen rignir inn til heilsugæslunnar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 5. maí 2021 11:31 Bólusett verður með bóluefni Janssen í Laugardalshöll í dag. Kennarar og jaðarhópar eru meðal þeirra sem verða sprautaðir. vísir/Vilhelm Fimm greindust með kórónuveiruna í gær og þar af var einn utan sóttkvíar. Kennarar og jaðarhópar eru meðal þeirra sex þúsund sem verða fullbólusettir með Janssen í dag. Fyrirspurnum um bóluefnið rignir inn til heilsugæslunnar. Nýgengni smita fer lækkandi þessa dagana og alls eru nú 173 í einangrun með veiruna hér á landi. Þá fækkar um hátt í hundrað og þrjátíu manns í sóttkví milli daga, alls eru nú 329 í sóttkví. Til stendur að fullbólusetja sex þúsund manns með bóluefni Janssen í dag en ólíkt öðrum bóluefnum þarf aðeins eina sprautu af efninu. „Hópar sem við boðuðum í þessa bólusetningu eru leikskólakennarar og kennarar og áhafnir skipa og flugvéla sem eru að fara erlendis og jaðarhópar líka,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Bóluefnið er boðið öllum yfir átján ára aldri. Nokkur umræða hefur verið um það eftir að dreifing var tímabundið stöðvuð vegna tengsla við sjaldgæfa tegund blóðtappa. Ákeðið var að hefja bólusetningar með efninu hér á landi eftir að Lyfjastofnun Evrópu gaf grænt ljós. Ragnheiður segir marga þó enn með spurningar. „Það er mjög mikið af spurningum sem dynja á okkur þannig við erum alltaf að biðja fólk um að sýna biðlund alls staðar. Það er gífurlegt álag á símkerfið og netspjallið og við höfum svo sem ekkert meiri svör en sóttvarnarlæknir gefur út. Það er að Jansen á að vera í lagi. Við höfum engin önnur svör en það er mikið verið að spyrja,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.vísir/Vilhelm Að sögn Óskars Reykdalssonar, forstjóra Heilsugæslunnar, hafa iðulega um áttatíu prósent boðaðara mætt í bólusetningu á tilsettum degi. Nokkuð er um að þeir ekki komast mæti á næsta degi þegar bólsett er með sama efni og telur hann að heildarmæting sé því um 85 til 90 prósent. Lítið sé um að fólk beinlínis afþakki bólusetningu. Skili fólk sér ekki í bólusetningu í dag verður haft samband við þá næstu á lista að sögn Ragnheiðar. „Við erum alltaf með plan. Planið í dag er að halda þá áfram með skólana, reyna að klára þá,“ segir hún. Þessi vika er sú stærsta hingað til í bólusetningum og hafa nú ríflega 115 þúsund manns fengið að minnsta kosti fyrri skammt. Ragnheiður segir útlit fyrir að næsta vika verði aðeins rólegri en á morgun verða þeir skammtar sem til eru af AztraZeneca kláraðir og á föstudag verður seinni bólusetning með Moderna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Nýgengni smita fer lækkandi þessa dagana og alls eru nú 173 í einangrun með veiruna hér á landi. Þá fækkar um hátt í hundrað og þrjátíu manns í sóttkví milli daga, alls eru nú 329 í sóttkví. Til stendur að fullbólusetja sex þúsund manns með bóluefni Janssen í dag en ólíkt öðrum bóluefnum þarf aðeins eina sprautu af efninu. „Hópar sem við boðuðum í þessa bólusetningu eru leikskólakennarar og kennarar og áhafnir skipa og flugvéla sem eru að fara erlendis og jaðarhópar líka,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Bóluefnið er boðið öllum yfir átján ára aldri. Nokkur umræða hefur verið um það eftir að dreifing var tímabundið stöðvuð vegna tengsla við sjaldgæfa tegund blóðtappa. Ákeðið var að hefja bólusetningar með efninu hér á landi eftir að Lyfjastofnun Evrópu gaf grænt ljós. Ragnheiður segir marga þó enn með spurningar. „Það er mjög mikið af spurningum sem dynja á okkur þannig við erum alltaf að biðja fólk um að sýna biðlund alls staðar. Það er gífurlegt álag á símkerfið og netspjallið og við höfum svo sem ekkert meiri svör en sóttvarnarlæknir gefur út. Það er að Jansen á að vera í lagi. Við höfum engin önnur svör en það er mikið verið að spyrja,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.vísir/Vilhelm Að sögn Óskars Reykdalssonar, forstjóra Heilsugæslunnar, hafa iðulega um áttatíu prósent boðaðara mætt í bólusetningu á tilsettum degi. Nokkuð er um að þeir ekki komast mæti á næsta degi þegar bólsett er með sama efni og telur hann að heildarmæting sé því um 85 til 90 prósent. Lítið sé um að fólk beinlínis afþakki bólusetningu. Skili fólk sér ekki í bólusetningu í dag verður haft samband við þá næstu á lista að sögn Ragnheiðar. „Við erum alltaf með plan. Planið í dag er að halda þá áfram með skólana, reyna að klára þá,“ segir hún. Þessi vika er sú stærsta hingað til í bólusetningum og hafa nú ríflega 115 þúsund manns fengið að minnsta kosti fyrri skammt. Ragnheiður segir útlit fyrir að næsta vika verði aðeins rólegri en á morgun verða þeir skammtar sem til eru af AztraZeneca kláraðir og á föstudag verður seinni bólusetning með Moderna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira