Seinni bylgjan: Sérstakt að hann hafi verið settur á bekkinn eftir síðasta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2021 11:31 Martin Nagy hefur verið flottur í marki Vals í síðustu leikjum. Vísir/Vilhelm Af hverju byrjaði Martin Nagy á bekknum eftir hafa verið stórkostlegur á móti Fram? Seinni bylgjan velti fyrir sér markmannstöðunni hjá Val í Olís deild karla í handbolta. Martin Nagy og Einar Þorsteinn Ólafsson áttu mikinn þátt í því að Valsmenn lokuðu á Selfyssinga í gærkvöldi og tókst að vinna sannfærandi sigur þrátt fyrir að lenda sjö mörkum undir í upphafi leiks. Seinni bylgjan fjallaði sérstaklega um frammistöðu ungverska markvarðarins í gær. „Nagy kemur inn í markið hjá Valsmönnum og múrar upp. Það svona í bland við innkomu Einars Þorsteins í vörnina gerði svolítið gæfumuninn. Maður hlýtur að spyrja sig að því af hverju Martin Nagy byrjar á bekknum í þessum leik. Hann var stórkostlegur á móti Fram og átti einn stærsta þáttinn í því að Valur landaði þeim sigri. Af hverju byrjaði hann á bekknum í dag,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Innkoma Martin Nagy á Selfossi „Mér fannst það sérstakt. Hann kom mjög vel inn i þetta í leiknum á móti Fram og er að öðrum ólöstuðum mikilvægasti faktorinn í því að þeir klára þann leik. Ég veit ekki hvorri Snorri hafi verið að pæla í því að Einar Baldvin var að spila á Selfossi á síðasta tímabili. Hann þekkir þessa leikinn og slíkt. Ég veit ekki hvort hann hafi verið að veðja eitthvað á það. Sú ákvörðun var röng því hann ver ekki fyrstu níu skotin og Martin kemur inn,“ sagði Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Martin endar með einhverja 35 prósent markvörslu en þegar Valsmenn eru að snúa þessum leik þá er hann algjörlega frábær á þeim kafla. Það er gríðarlega stór faktor í þessari endurkomu Valsmanna“ sagði Theódór. „Ég held að Snorri hafi bara viljað leyfa Einari að rífa sig upp og spila á móti Selfyssingum sem hann spilaði með og ætti að þekkja ágætlega. Leikurinn tapast ekki á einhverjum tíu til fimmtán mínútum og Martin kom svo mjög öflugur inn,“ sagði Ágúst Jóhannsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Framan af tímabili þá byrjaði Martin mikið á bekknum en hann hefur hægt og rólega verið að vinna sig upp. Snorri hefur gert það vel með hann. Hann hefur bætt sig mikið hjá Valsmönnum og kom sterkur inn í dag á hárréttum tímapunkti,“ sagði Ágúst. Það má finna umfjöllunina um Martin Nagy hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira
Martin Nagy og Einar Þorsteinn Ólafsson áttu mikinn þátt í því að Valsmenn lokuðu á Selfyssinga í gærkvöldi og tókst að vinna sannfærandi sigur þrátt fyrir að lenda sjö mörkum undir í upphafi leiks. Seinni bylgjan fjallaði sérstaklega um frammistöðu ungverska markvarðarins í gær. „Nagy kemur inn í markið hjá Valsmönnum og múrar upp. Það svona í bland við innkomu Einars Þorsteins í vörnina gerði svolítið gæfumuninn. Maður hlýtur að spyrja sig að því af hverju Martin Nagy byrjar á bekknum í þessum leik. Hann var stórkostlegur á móti Fram og átti einn stærsta þáttinn í því að Valur landaði þeim sigri. Af hverju byrjaði hann á bekknum í dag,“ spurði Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Innkoma Martin Nagy á Selfossi „Mér fannst það sérstakt. Hann kom mjög vel inn i þetta í leiknum á móti Fram og er að öðrum ólöstuðum mikilvægasti faktorinn í því að þeir klára þann leik. Ég veit ekki hvorri Snorri hafi verið að pæla í því að Einar Baldvin var að spila á Selfossi á síðasta tímabili. Hann þekkir þessa leikinn og slíkt. Ég veit ekki hvort hann hafi verið að veðja eitthvað á það. Sú ákvörðun var röng því hann ver ekki fyrstu níu skotin og Martin kemur inn,“ sagði Theódór Ingi Pálmason, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Martin endar með einhverja 35 prósent markvörslu en þegar Valsmenn eru að snúa þessum leik þá er hann algjörlega frábær á þeim kafla. Það er gríðarlega stór faktor í þessari endurkomu Valsmanna“ sagði Theódór. „Ég held að Snorri hafi bara viljað leyfa Einari að rífa sig upp og spila á móti Selfyssingum sem hann spilaði með og ætti að þekkja ágætlega. Leikurinn tapast ekki á einhverjum tíu til fimmtán mínútum og Martin kom svo mjög öflugur inn,“ sagði Ágúst Jóhannsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. „Framan af tímabili þá byrjaði Martin mikið á bekknum en hann hefur hægt og rólega verið að vinna sig upp. Snorri hefur gert það vel með hann. Hann hefur bætt sig mikið hjá Valsmönnum og kom sterkur inn í dag á hárréttum tímapunkti,“ sagði Ágúst. Það má finna umfjöllunina um Martin Nagy hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Valur Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fleiri fréttir Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Sjá meira