Sögðu sæta sögu af Söru frá því að hún vann Filthy 150 mótið á Írlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. maí 2021 08:30 Sara Sigmundsdóttir heillar alla upp úr skónum hvert sem hún fer hvort sem er með keppniskapi sínu eða vingjarnlegu viðmóti. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit konan Sara Sigmundsdóttir er tilbúin að gefa af sér, bæði í keppni en líka eftir keppni. Sara er ein allra vinsælasta CrossFit kona heims og það er engin tilviljun. Ein af ástæðunum kom fram í spjalli Söru Sigmundsdóttur í hlaðvarpsþættinum Walk Le Mile. Það fór ekkert á milli mála að umsjónarmenn þáttarins Michele Letendre og Greg Lanctot eru aðdáendur Söru enda ekki annað en að hrífast af keppnisskapi og jákvæðni Suðurnesjakonunnar. Þátturinn byrjaði á einstakri sögu sem Greg Lanctot sagði af Söru þegar hún var að keppa á Filthy 150 mótinu á Írlandi árið 2019 en með sigri þar tryggði hún sér sér farseðil á heimsleikanna. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Filthy150 (@filthy150) Sara vann þarna glæsilegan sigur sem hafði auðvitað verið efni í heilan þátt en til umfjöllunar var það sem Sara gerði eftir keppnina. CrossFit áhugafólk á Írlandi fjölmennti á mótið og það var mikil stemmning á pöllunum. Sara heillaði alla upp úr skónum og það vildu allir sjá hana stíga upp á pall og fá verðlaunin. Það fór því enginn eftir að keppninni var lokið. Sara hafði þarna lokið erfiðri keppnishelgi þar sem hart var tekist á. Greg er það mjög minnisstætt að Sara gaf sér tíma með öllum sem vildu fá mynd eða eiginhandaráritun. Sara sinnti öllum sem vildu fá mynd eða áritun og eyddi líklega meiri en klukkutíma með aðdáendum sínum. Slíkt er allt annað en sjálfsagt hjá stórstjörnu eins og Söru sem hafði auk þess nýlokið þriggja daga harðri keppni. Hún var samt ekkert nema brosið og almennilegheitin og stækkaði um leið aðdáendahópinn sinn enn meira. Greg spurði Söru út í þessa stund í Dublin í þættinum. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að svarið var hundrað prósent Sara. „Ég hafði aldrei séð svona áður á móti sem þessu því hver einn og einasti fékk sinn tíma með þér og þetta tók þig örugglega meira en klukkutíma eða jafnvel einn og hálfan klukkutíma eftir keppni,“ sagði Greg Lanctot. „Ég lít á þetta þannig að það eru allir að hvetja mig áfram þegar ég er að keppa og hjálpa mér. Mér finnst þetta það minnsta sem ég get gert fyrir þau í staðinn. Ég þarf hvort sem er ekki að fara neitt eftir keppni. Það minnsta sem ég get gert að ganga milli áhorfendanna og ég fær að hitta nýtt fólk og taka af okkur myndir saman. Það er gaman fyrir mig að gleðja þá,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by Walk Le Mile (@walklemile) CrossFit Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Sjá meira
Sara er ein allra vinsælasta CrossFit kona heims og það er engin tilviljun. Ein af ástæðunum kom fram í spjalli Söru Sigmundsdóttur í hlaðvarpsþættinum Walk Le Mile. Það fór ekkert á milli mála að umsjónarmenn þáttarins Michele Letendre og Greg Lanctot eru aðdáendur Söru enda ekki annað en að hrífast af keppnisskapi og jákvæðni Suðurnesjakonunnar. Þátturinn byrjaði á einstakri sögu sem Greg Lanctot sagði af Söru þegar hún var að keppa á Filthy 150 mótinu á Írlandi árið 2019 en með sigri þar tryggði hún sér sér farseðil á heimsleikanna. View this post on Instagram A post shared by CrossFit® Filthy150 (@filthy150) Sara vann þarna glæsilegan sigur sem hafði auðvitað verið efni í heilan þátt en til umfjöllunar var það sem Sara gerði eftir keppnina. CrossFit áhugafólk á Írlandi fjölmennti á mótið og það var mikil stemmning á pöllunum. Sara heillaði alla upp úr skónum og það vildu allir sjá hana stíga upp á pall og fá verðlaunin. Það fór því enginn eftir að keppninni var lokið. Sara hafði þarna lokið erfiðri keppnishelgi þar sem hart var tekist á. Greg er það mjög minnisstætt að Sara gaf sér tíma með öllum sem vildu fá mynd eða eiginhandaráritun. Sara sinnti öllum sem vildu fá mynd eða áritun og eyddi líklega meiri en klukkutíma með aðdáendum sínum. Slíkt er allt annað en sjálfsagt hjá stórstjörnu eins og Söru sem hafði auk þess nýlokið þriggja daga harðri keppni. Hún var samt ekkert nema brosið og almennilegheitin og stækkaði um leið aðdáendahópinn sinn enn meira. Greg spurði Söru út í þessa stund í Dublin í þættinum. Það þarf ekki að koma mikið á óvart að svarið var hundrað prósent Sara. „Ég hafði aldrei séð svona áður á móti sem þessu því hver einn og einasti fékk sinn tíma með þér og þetta tók þig örugglega meira en klukkutíma eða jafnvel einn og hálfan klukkutíma eftir keppni,“ sagði Greg Lanctot. „Ég lít á þetta þannig að það eru allir að hvetja mig áfram þegar ég er að keppa og hjálpa mér. Mér finnst þetta það minnsta sem ég get gert fyrir þau í staðinn. Ég þarf hvort sem er ekki að fara neitt eftir keppni. Það minnsta sem ég get gert að ganga milli áhorfendanna og ég fær að hitta nýtt fólk og taka af okkur myndir saman. Það er gaman fyrir mig að gleðja þá,“ sagði Sara. View this post on Instagram A post shared by Walk Le Mile (@walklemile)
CrossFit Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Fótbolti Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Hatar hvítu stuttbuxurnar Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Dagskráin: Big Ben og Skiptiborðið en líka Hákon, Albert og Blikar í Evrópu Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Mun líklegast aldrei komast yfir þetta „Ég ætla kenna þreytu um“ Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Norsku meistarnir í gini Galatasaray ljónsins Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sýn Sport með þrettán tilnefningar Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Sjá meira