Ungar konur þurfa ekki að þiggja seinni skammtinn af AstraZeneca Heimir Már Pétursson skrifar 4. maí 2021 20:31 Konur yngri en fimmtíu og fimm ára sem boðaðar eru í seinni bólusetningu með AstraZeneca á fimmtudag þurfa ekki að mæta frekar en þær vilja og fá þá boðun síðar með öðru bóluefni. Stefnt er að því að bólusetja tæplega fjörutíu þúsund manns á landinu í þessari stærstu bólusetningarviku frá upphafi covid 19 faraldursins. Í þessari viku er enn aðallega verið að bólusetja fólk í áhættu- og forgangshópum. Gefnir verða fjórtán þúsund skammtar af Pfizer, sex þúsund og fimmhundruð af Jansen, fimmtán þúsund af AstraZeneca og fjögur þúsund af Moderna. Danir hafa ákveðið að hætta notkun á Jansen efninu vegna áhættu á blóðtappamyndun og hafa margar yngri konur sem boðaðar hafa verið í bólusetningu með Jansen hér á morgun lýst áhyggjum af því. Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir þessar áhyggjur algerlega óþarfar og óraunhæfar. „Þannig að við hvetjum konur til að koma þegar þær fá boð í bólusetningu. Eins og með alla bólusetningu; þetta er valfrjálst og það er alltaf hægt að bíða sem yrði þá aðeins fram í sumarbyrjun, að bíða eftir öðru bóluefni.“ Þannig að þið teljið að Jansen sé ekki með sama áhættuþáttinn og Astra fyrir ungar konur? „Nei, við teljum að svo sé ekki,“ segir Sigríður Dóra. Öðru gildi hins vegar með konur yngri en 55 ára sem fengu fyrri bólusetninguna með AstraZeneca fyrr á árinu og hafi nú verið boðaðar í seinni bólusetninguna á fimmtudag. Þær konur þurfi ekki að mæta. „Við gátum ekki skipt upp þessum hópi í boðunum. Þannig að við urðum að boða allan hópinn. Það er náttúrlega valkvætt að koma aftur í Astra en þær konur geta líka bara beðið og þær munu fá nýtt boð í Pfizer ef þær eru yngri en fimmtíu og fimm ára.“ Þannig að þær þurfa ekki að hafa áhyggjur? „Þær þurfa ekki að hafa áhyggjur, nei,“ segir Sigríður Dóra. Alma Möller, landlæknir.Vísir/Vilhelm Mjög stór dagur var í bólusetningum með Pfizer í Laugardalshöll í dag og mynduðust langar raðir bíla og fólks við Höllina í morgun. Alma Möller landlæknir segir enn stefnt að því að ljúka bólusetningum allra yfir sextán ára og eldri í lok júlí. „Já, þetta gengur auðvitað stórkostlega vel. Þannig að það eina sem er hamlandi er framboðið af bóluefnum og í hvaða takti þau koma,“ segir Alma. Landlækni var fagnað með lófaklappi af viðstöddum þegar hún síðan fékk sjálf sína bólusetningu í morgun. Hún kom færandi hendi með smáræði með kaffinu til starfsfólksins, hæstánægð með ganginn í bólusetningunum. Ertu kvíðin fyrir þinni eigin sprautu? „Nei. Ég hlakka mikið til,“ sagði Alma Möller. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
Í þessari viku er enn aðallega verið að bólusetja fólk í áhættu- og forgangshópum. Gefnir verða fjórtán þúsund skammtar af Pfizer, sex þúsund og fimmhundruð af Jansen, fimmtán þúsund af AstraZeneca og fjögur þúsund af Moderna. Danir hafa ákveðið að hætta notkun á Jansen efninu vegna áhættu á blóðtappamyndun og hafa margar yngri konur sem boðaðar hafa verið í bólusetningu með Jansen hér á morgun lýst áhyggjum af því. Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir þessar áhyggjur algerlega óþarfar og óraunhæfar. „Þannig að við hvetjum konur til að koma þegar þær fá boð í bólusetningu. Eins og með alla bólusetningu; þetta er valfrjálst og það er alltaf hægt að bíða sem yrði þá aðeins fram í sumarbyrjun, að bíða eftir öðru bóluefni.“ Þannig að þið teljið að Jansen sé ekki með sama áhættuþáttinn og Astra fyrir ungar konur? „Nei, við teljum að svo sé ekki,“ segir Sigríður Dóra. Öðru gildi hins vegar með konur yngri en 55 ára sem fengu fyrri bólusetninguna með AstraZeneca fyrr á árinu og hafi nú verið boðaðar í seinni bólusetninguna á fimmtudag. Þær konur þurfi ekki að mæta. „Við gátum ekki skipt upp þessum hópi í boðunum. Þannig að við urðum að boða allan hópinn. Það er náttúrlega valkvætt að koma aftur í Astra en þær konur geta líka bara beðið og þær munu fá nýtt boð í Pfizer ef þær eru yngri en fimmtíu og fimm ára.“ Þannig að þær þurfa ekki að hafa áhyggjur? „Þær þurfa ekki að hafa áhyggjur, nei,“ segir Sigríður Dóra. Alma Möller, landlæknir.Vísir/Vilhelm Mjög stór dagur var í bólusetningum með Pfizer í Laugardalshöll í dag og mynduðust langar raðir bíla og fólks við Höllina í morgun. Alma Möller landlæknir segir enn stefnt að því að ljúka bólusetningum allra yfir sextán ára og eldri í lok júlí. „Já, þetta gengur auðvitað stórkostlega vel. Þannig að það eina sem er hamlandi er framboðið af bóluefnum og í hvaða takti þau koma,“ segir Alma. Landlækni var fagnað með lófaklappi af viðstöddum þegar hún síðan fékk sjálf sína bólusetningu í morgun. Hún kom færandi hendi með smáræði með kaffinu til starfsfólksins, hæstánægð með ganginn í bólusetningunum. Ertu kvíðin fyrir þinni eigin sprautu? „Nei. Ég hlakka mikið til,“ sagði Alma Möller.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira