Ungar konur þurfa ekki að þiggja seinni skammtinn af AstraZeneca Heimir Már Pétursson skrifar 4. maí 2021 20:31 Konur yngri en fimmtíu og fimm ára sem boðaðar eru í seinni bólusetningu með AstraZeneca á fimmtudag þurfa ekki að mæta frekar en þær vilja og fá þá boðun síðar með öðru bóluefni. Stefnt er að því að bólusetja tæplega fjörutíu þúsund manns á landinu í þessari stærstu bólusetningarviku frá upphafi covid 19 faraldursins. Í þessari viku er enn aðallega verið að bólusetja fólk í áhættu- og forgangshópum. Gefnir verða fjórtán þúsund skammtar af Pfizer, sex þúsund og fimmhundruð af Jansen, fimmtán þúsund af AstraZeneca og fjögur þúsund af Moderna. Danir hafa ákveðið að hætta notkun á Jansen efninu vegna áhættu á blóðtappamyndun og hafa margar yngri konur sem boðaðar hafa verið í bólusetningu með Jansen hér á morgun lýst áhyggjum af því. Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir þessar áhyggjur algerlega óþarfar og óraunhæfar. „Þannig að við hvetjum konur til að koma þegar þær fá boð í bólusetningu. Eins og með alla bólusetningu; þetta er valfrjálst og það er alltaf hægt að bíða sem yrði þá aðeins fram í sumarbyrjun, að bíða eftir öðru bóluefni.“ Þannig að þið teljið að Jansen sé ekki með sama áhættuþáttinn og Astra fyrir ungar konur? „Nei, við teljum að svo sé ekki,“ segir Sigríður Dóra. Öðru gildi hins vegar með konur yngri en 55 ára sem fengu fyrri bólusetninguna með AstraZeneca fyrr á árinu og hafi nú verið boðaðar í seinni bólusetninguna á fimmtudag. Þær konur þurfi ekki að mæta. „Við gátum ekki skipt upp þessum hópi í boðunum. Þannig að við urðum að boða allan hópinn. Það er náttúrlega valkvætt að koma aftur í Astra en þær konur geta líka bara beðið og þær munu fá nýtt boð í Pfizer ef þær eru yngri en fimmtíu og fimm ára.“ Þannig að þær þurfa ekki að hafa áhyggjur? „Þær þurfa ekki að hafa áhyggjur, nei,“ segir Sigríður Dóra. Alma Möller, landlæknir.Vísir/Vilhelm Mjög stór dagur var í bólusetningum með Pfizer í Laugardalshöll í dag og mynduðust langar raðir bíla og fólks við Höllina í morgun. Alma Möller landlæknir segir enn stefnt að því að ljúka bólusetningum allra yfir sextán ára og eldri í lok júlí. „Já, þetta gengur auðvitað stórkostlega vel. Þannig að það eina sem er hamlandi er framboðið af bóluefnum og í hvaða takti þau koma,“ segir Alma. Landlækni var fagnað með lófaklappi af viðstöddum þegar hún síðan fékk sjálf sína bólusetningu í morgun. Hún kom færandi hendi með smáræði með kaffinu til starfsfólksins, hæstánægð með ganginn í bólusetningunum. Ertu kvíðin fyrir þinni eigin sprautu? „Nei. Ég hlakka mikið til,“ sagði Alma Möller. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira
Í þessari viku er enn aðallega verið að bólusetja fólk í áhættu- og forgangshópum. Gefnir verða fjórtán þúsund skammtar af Pfizer, sex þúsund og fimmhundruð af Jansen, fimmtán þúsund af AstraZeneca og fjögur þúsund af Moderna. Danir hafa ákveðið að hætta notkun á Jansen efninu vegna áhættu á blóðtappamyndun og hafa margar yngri konur sem boðaðar hafa verið í bólusetningu með Jansen hér á morgun lýst áhyggjum af því. Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir þessar áhyggjur algerlega óþarfar og óraunhæfar. „Þannig að við hvetjum konur til að koma þegar þær fá boð í bólusetningu. Eins og með alla bólusetningu; þetta er valfrjálst og það er alltaf hægt að bíða sem yrði þá aðeins fram í sumarbyrjun, að bíða eftir öðru bóluefni.“ Þannig að þið teljið að Jansen sé ekki með sama áhættuþáttinn og Astra fyrir ungar konur? „Nei, við teljum að svo sé ekki,“ segir Sigríður Dóra. Öðru gildi hins vegar með konur yngri en 55 ára sem fengu fyrri bólusetninguna með AstraZeneca fyrr á árinu og hafi nú verið boðaðar í seinni bólusetninguna á fimmtudag. Þær konur þurfi ekki að mæta. „Við gátum ekki skipt upp þessum hópi í boðunum. Þannig að við urðum að boða allan hópinn. Það er náttúrlega valkvætt að koma aftur í Astra en þær konur geta líka bara beðið og þær munu fá nýtt boð í Pfizer ef þær eru yngri en fimmtíu og fimm ára.“ Þannig að þær þurfa ekki að hafa áhyggjur? „Þær þurfa ekki að hafa áhyggjur, nei,“ segir Sigríður Dóra. Alma Möller, landlæknir.Vísir/Vilhelm Mjög stór dagur var í bólusetningum með Pfizer í Laugardalshöll í dag og mynduðust langar raðir bíla og fólks við Höllina í morgun. Alma Möller landlæknir segir enn stefnt að því að ljúka bólusetningum allra yfir sextán ára og eldri í lok júlí. „Já, þetta gengur auðvitað stórkostlega vel. Þannig að það eina sem er hamlandi er framboðið af bóluefnum og í hvaða takti þau koma,“ segir Alma. Landlækni var fagnað með lófaklappi af viðstöddum þegar hún síðan fékk sjálf sína bólusetningu í morgun. Hún kom færandi hendi með smáræði með kaffinu til starfsfólksins, hæstánægð með ganginn í bólusetningunum. Ertu kvíðin fyrir þinni eigin sprautu? „Nei. Ég hlakka mikið til,“ sagði Alma Möller.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir Sjá meira