Þórólfur segir aðgerðir á landamærum skila árangri Heimir Már Pétursson skrifar 4. maí 2021 20:31 Heilbrigðisráðherra býst við að hægt verði að slaka töluvert á sóttvarnaaðgerðum undir lok næstu viku en ákvað í dag að framlengja gildandi sóttvarnareglur um viku. Sóttvarnalæknir segir nýjustu aðgerðir á landamærunum hafa skilað árangri. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákvað í morgun að framlengja reglugerð um sóttvarnatakmarkanir sem ella hefði fallið úr gildi á fimmtudag um viku. Sóttvarnalækni lagði til að staldrað yrði við í eina til tvær vikur með tilslakanir. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm Svandís segir flesta hafa greinst innan sóttkvíar að undanförnu og það sé gott. „Við höfum góða stjórn á landamærunum en sjáum að mikla fjölgun á fólki sem er að koma þar inn. Bólusetningarnar eru að ganga mjög vel. Þannig að ég tel að í næstu viku höfum við allar forsendur til að taka skref í átt til afléttingar. Enda er það í samræmi við okkar áætlanir,“ segir heilbrigðisráðherra. Þórólfur segir rétt að fara varlega í tilslakanir. „Við erum nýbúin að vera með nokkur hópsmit í gangi og erum enn að greina fólk í tengslum við þessi hópsmit. Eins og gerðist til dæmis í gær. Ég held við eigum að fara varlega og reyna að halda þessum árangri. Halda áfram að aflétta frekar en fara of hratt og þurfa þá að bakka,” segir Þórólfur. Heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknir eru bæði mjög sátt við gang bólusetninga og reikna með að hjarðónæmi verði náð í júlímánuði. „Og ég held að það sé mjög raunhæft að við getum ráðist í frekari afléttingar í næstu viku,” segir Þórólfur. Hann voni að verið sé að ná utanum þær hópsýkingar sem grasserað hafi að undanförnu. „Samt erum við að greina einstaklinga sem komu ekki upp í rakningunni en tengjast þessum hópsmitum. Þannig að veiran er enn þarna úti og það er það sem ég vil minna á,“ segir sóttvarnalæknir. Nýjustu aðgerðir á landamærunum hafi skilað árangri en þær feli í sér mikla áskorun og vinnu fyrir alla sem að komi þar og í sóttvarnahúsi. Færri greinist nú við landamærin. „Það kann vel að vera að þessar aðgerðir núna velji einhvern veginn betur út þá sem eru ekki smitaðir. Kannski vorum við að fá fólk meira sem var smitað. Við erum klárlega að fá minna smit inn í landið eins og staðan er,“ segir Þórólfur Guðnason. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Framlengir núgildandi takmarkanir um eina viku Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar að framlengja gildistíma núgildandi sóttvarnaráðstafana um eina viku eða út 12. maí. Reglugerðin hefði að óbreyttu runnið út á miðnætti á morgun. Líklega verður fólk boðað í bólusetningu af handahófi eftir að forgangshópar verða kláraðir. 4. maí 2021 11:12 Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta smitið sem greinist utan sóttkvíar hér á landi frá 28. apríl. 4. maí 2021 10:57 Klappað fyrir Ölmu þegar hún var bólusett Alma Möller, landlæknir, fékk klukkan tíu í morgun fyrri bólusetninguna gegn Covid-19 í Laugardalshöll. Hún var bólusett með bóluefni Pfizer. 4. maí 2021 10:36 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíkum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ákvað í morgun að framlengja reglugerð um sóttvarnatakmarkanir sem ella hefði fallið úr gildi á fimmtudag um viku. Sóttvarnalækni lagði til að staldrað yrði við í eina til tvær vikur með tilslakanir. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.Vísir/vilhelm Svandís segir flesta hafa greinst innan sóttkvíar að undanförnu og það sé gott. „Við höfum góða stjórn á landamærunum en sjáum að mikla fjölgun á fólki sem er að koma þar inn. Bólusetningarnar eru að ganga mjög vel. Þannig að ég tel að í næstu viku höfum við allar forsendur til að taka skref í átt til afléttingar. Enda er það í samræmi við okkar áætlanir,“ segir heilbrigðisráðherra. Þórólfur segir rétt að fara varlega í tilslakanir. „Við erum nýbúin að vera með nokkur hópsmit í gangi og erum enn að greina fólk í tengslum við þessi hópsmit. Eins og gerðist til dæmis í gær. Ég held við eigum að fara varlega og reyna að halda þessum árangri. Halda áfram að aflétta frekar en fara of hratt og þurfa þá að bakka,” segir Þórólfur. Heilbrigðisráðherra og sóttvarnalæknir eru bæði mjög sátt við gang bólusetninga og reikna með að hjarðónæmi verði náð í júlímánuði. „Og ég held að það sé mjög raunhæft að við getum ráðist í frekari afléttingar í næstu viku,” segir Þórólfur. Hann voni að verið sé að ná utanum þær hópsýkingar sem grasserað hafi að undanförnu. „Samt erum við að greina einstaklinga sem komu ekki upp í rakningunni en tengjast þessum hópsmitum. Þannig að veiran er enn þarna úti og það er það sem ég vil minna á,“ segir sóttvarnalæknir. Nýjustu aðgerðir á landamærunum hafi skilað árangri en þær feli í sér mikla áskorun og vinnu fyrir alla sem að komi þar og í sóttvarnahúsi. Færri greinist nú við landamærin. „Það kann vel að vera að þessar aðgerðir núna velji einhvern veginn betur út þá sem eru ekki smitaðir. Kannski vorum við að fá fólk meira sem var smitað. Við erum klárlega að fá minna smit inn í landið eins og staðan er,“ segir Þórólfur Guðnason.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Framlengir núgildandi takmarkanir um eina viku Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar að framlengja gildistíma núgildandi sóttvarnaráðstafana um eina viku eða út 12. maí. Reglugerðin hefði að óbreyttu runnið út á miðnætti á morgun. Líklega verður fólk boðað í bólusetningu af handahófi eftir að forgangshópar verða kláraðir. 4. maí 2021 11:12 Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta smitið sem greinist utan sóttkvíar hér á landi frá 28. apríl. 4. maí 2021 10:57 Klappað fyrir Ölmu þegar hún var bólusett Alma Möller, landlæknir, fékk klukkan tíu í morgun fyrri bólusetninguna gegn Covid-19 í Laugardalshöll. Hún var bólusett með bóluefni Pfizer. 4. maí 2021 10:36 Mest lesið Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Stóru eldarnir enn hömlulausir Erlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Erlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíkum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Sjá meira
Framlengir núgildandi takmarkanir um eina viku Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ætlar að framlengja gildistíma núgildandi sóttvarnaráðstafana um eina viku eða út 12. maí. Reglugerðin hefði að óbreyttu runnið út á miðnætti á morgun. Líklega verður fólk boðað í bólusetningu af handahófi eftir að forgangshópar verða kláraðir. 4. maí 2021 11:12
Sex greindust innanlands og einn utan sóttkvíar Sex greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Einn greindist utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta smitið sem greinist utan sóttkvíar hér á landi frá 28. apríl. 4. maí 2021 10:57
Klappað fyrir Ölmu þegar hún var bólusett Alma Möller, landlæknir, fékk klukkan tíu í morgun fyrri bólusetninguna gegn Covid-19 í Laugardalshöll. Hún var bólusett með bóluefni Pfizer. 4. maí 2021 10:36