10.000 boðaðir aukalega í vikunni Birgir Olgeirsson skrifar 3. maí 2021 19:00 Bólusetningar við Covid fara að stærstum hluta fram í Laugardalshöll. Vísir/Vilhelm 10.000 fleiri verða bólusettir með AstraZeneca þessa vikuna en til stóð. Leik- og grunnskólakennarar verða bólusettir með Jansen og nú er fólk boðað í bólusetningu út frá lyfjasögu. 10.000 verða bólusettir með Pfizer á þriðjudag. Þar verður einblínt á þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Á miðvikudag verða 6.000 bólusettir með Jansen-bóluefninu. Þar á meðal leik og grunnskólakennarar og hópar sem eiga erfitt með að mæta í seinni bólusetningu, svo sem jaðarhópum, flug- og skipaáhöfnum. Á fimmtudag verða 10.000 bólusettir með AstraZeneca og er markmiðið að komast niður í 55 ára aldur. Á föstudag fá 2.500 manns seinni skammtinn af Moderna. „Það var að bætast við að við bólusetjum með AstraZeneca á fimmtudag,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Grunnskólakennarar hafa staðið vaktina ásamt leikskólakennurum. Við erum að reyna að mæta þeim hópi þannig.“ Fólk undir fimmtugsaldri, sem kannast ekki við að vera í áhættuhópi, hefur fengið boðun í bólusetningu undanfarið. Í upphafi var tekið mið af sjúkrasögu til að finna fólk í áhættuhópum. Nú er einnig horft til lyfjasögu. Hafi einhver fengið úthlutað lyfi, sem fólk í áhættuhópum notar, fær viðkomandi nú boðun. „Þetta er allt miðað við forgangshópa og að finna undirliggjandi sjúkdóma sem fara illa út úr Covid.“ Þeir sem af einhverju ástæðum telja sig þurfa annað bóluefni en þeim er boðið, geta farið fram á það við heilsugæslu. Ástæðurnar þurfa þó að vera gildar. „Ekki bara eitthvert hugsanlegt ferðalag. Það þurfa að vera gildar ástæður fyrir því að fólk fari erlendis, til dæmis skurðaðgerð. En þá ráðleggjum við fólki að hafa samband við sína heilsugæslustöð.“ Sóttvarnalæknir skoðar nú hugmyndir um að ráðast í handahófskenndar bólusetningar, þegar bólusetningum forgangshópa er lokið. Í upprunalegu útgáfu fréttarinnar var haft eftir Sigríði Dóru að framhaldsskólakennarar væru ekki í forgangi. Það er ekki rétt. Þeir eru í forgangi en þó á eftir leik- og grunnskólakennurum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira
10.000 verða bólusettir með Pfizer á þriðjudag. Þar verður einblínt á þá sem eru með undirliggjandi sjúkdóma. Á miðvikudag verða 6.000 bólusettir með Jansen-bóluefninu. Þar á meðal leik og grunnskólakennarar og hópar sem eiga erfitt með að mæta í seinni bólusetningu, svo sem jaðarhópum, flug- og skipaáhöfnum. Á fimmtudag verða 10.000 bólusettir með AstraZeneca og er markmiðið að komast niður í 55 ára aldur. Á föstudag fá 2.500 manns seinni skammtinn af Moderna. „Það var að bætast við að við bólusetjum með AstraZeneca á fimmtudag,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Grunnskólakennarar hafa staðið vaktina ásamt leikskólakennurum. Við erum að reyna að mæta þeim hópi þannig.“ Fólk undir fimmtugsaldri, sem kannast ekki við að vera í áhættuhópi, hefur fengið boðun í bólusetningu undanfarið. Í upphafi var tekið mið af sjúkrasögu til að finna fólk í áhættuhópum. Nú er einnig horft til lyfjasögu. Hafi einhver fengið úthlutað lyfi, sem fólk í áhættuhópum notar, fær viðkomandi nú boðun. „Þetta er allt miðað við forgangshópa og að finna undirliggjandi sjúkdóma sem fara illa út úr Covid.“ Þeir sem af einhverju ástæðum telja sig þurfa annað bóluefni en þeim er boðið, geta farið fram á það við heilsugæslu. Ástæðurnar þurfa þó að vera gildar. „Ekki bara eitthvert hugsanlegt ferðalag. Það þurfa að vera gildar ástæður fyrir því að fólk fari erlendis, til dæmis skurðaðgerð. En þá ráðleggjum við fólki að hafa samband við sína heilsugæslustöð.“ Sóttvarnalæknir skoðar nú hugmyndir um að ráðast í handahófskenndar bólusetningar, þegar bólusetningum forgangshópa er lokið. Í upprunalegu útgáfu fréttarinnar var haft eftir Sigríði Dóru að framhaldsskólakennarar væru ekki í forgangi. Það er ekki rétt. Þeir eru í forgangi en þó á eftir leik- og grunnskólakennurum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Innlent Fleiri fréttir Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Sjá meira