Segir útlitið gott en minnir á að veiran þarna enn Atli Ísleifsson skrifar 3. maí 2021 08:41 Þórólfur Guðnason skilaði nýju minnisblaði um sóttvarnaaðgerðir innanlands til heilbrigðisráðherra um helgina. Núverandi reglugerð gildir til miðnættis á miðvikudag. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir helgina hafa verið nokkuð góða varðandi fjölda smitaðra hér á landi. Enn eigi eftir að gera helgina betur upp, fínpússa og skoða betur þessar tölur. „Tölurnar voru samt mjög góðar eins og þær komu úr rannsóknarkerfunum okkar og yfir helgina var enginn sem greindist utan sóttkvíar. Við eigum eftir að skoða betur tölurnar frá í gær. Þær eru ekki alveg endanlegar, en þetta lítur bara vel út og það er gott að sjá.“ Þetta sagði Þórólfur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Aðspurður um hvort að tekist hafi að ná utan um þessi hópsmit þá segir hann að eins og það líti út núna þá virðast ekki vera að koma upp ný smit. „Veiran er samt ennþá þarna. Hún er ekkert farin. Ekkert horfin. Við vitum af því að meðgöngutíminn er svona langur, það er vika sem líður frá því að maður smitast og þar til að maður veikist. Það eru einhverjir sem eru með lítil sem engin einkenni þannig að þetta gæti sprottið upp aftur. En þetta er gott eins og er.“ Nýtt minnisblað komið til ráðherra Þórólfur skilaði nýju minnisblaði um sóttvarnaaðgerðir innanlands til heilbrigðisráðherra um helgina. Núverandi reglugerð gildir til miðnættis á miðvikudag. Hann segir að við séum á góðum stað núna og verið með lítið af smitum. „Við höfum gengið í gegnum, á undanförnum vikum, nokkrar hópsýkingar, hópsmit, sem maður vissi ekki alveg í hvaða áttina myndi fara. En þetta er, eins og staðan er núna, að fara niður. Við vitum, af reynslunni að fara út úr þriðju bylgjunni að þá fórum við mjög hægt. Það gekk mjög vel og ég held að við ættum að nýta okkur þá reynslu. Ég held að við ættum að fara mjög hægt.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Sex þúsund einstaklingar fullbólusettir með bóluefninu frá Janssen Framundan er önnur stór vika í bólusetningum gegn Covid-19 og verður bólusett með þremur bóluefnum; frá Pfizer, Janssen og Moderna. 3. maí 2021 07:22 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
„Tölurnar voru samt mjög góðar eins og þær komu úr rannsóknarkerfunum okkar og yfir helgina var enginn sem greindist utan sóttkvíar. Við eigum eftir að skoða betur tölurnar frá í gær. Þær eru ekki alveg endanlegar, en þetta lítur bara vel út og það er gott að sjá.“ Þetta sagði Þórólfur í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Aðspurður um hvort að tekist hafi að ná utan um þessi hópsmit þá segir hann að eins og það líti út núna þá virðast ekki vera að koma upp ný smit. „Veiran er samt ennþá þarna. Hún er ekkert farin. Ekkert horfin. Við vitum af því að meðgöngutíminn er svona langur, það er vika sem líður frá því að maður smitast og þar til að maður veikist. Það eru einhverjir sem eru með lítil sem engin einkenni þannig að þetta gæti sprottið upp aftur. En þetta er gott eins og er.“ Nýtt minnisblað komið til ráðherra Þórólfur skilaði nýju minnisblaði um sóttvarnaaðgerðir innanlands til heilbrigðisráðherra um helgina. Núverandi reglugerð gildir til miðnættis á miðvikudag. Hann segir að við séum á góðum stað núna og verið með lítið af smitum. „Við höfum gengið í gegnum, á undanförnum vikum, nokkrar hópsýkingar, hópsmit, sem maður vissi ekki alveg í hvaða áttina myndi fara. En þetta er, eins og staðan er núna, að fara niður. Við vitum, af reynslunni að fara út úr þriðju bylgjunni að þá fórum við mjög hægt. Það gekk mjög vel og ég held að við ættum að nýta okkur þá reynslu. Ég held að við ættum að fara mjög hægt.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bítið Tengdar fréttir Sex þúsund einstaklingar fullbólusettir með bóluefninu frá Janssen Framundan er önnur stór vika í bólusetningum gegn Covid-19 og verður bólusett með þremur bóluefnum; frá Pfizer, Janssen og Moderna. 3. maí 2021 07:22 Mest lesið Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Erlent Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent „Mál að linni“ Innlent Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Innlent „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Erlent 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Sex þúsund einstaklingar fullbólusettir með bóluefninu frá Janssen Framundan er önnur stór vika í bólusetningum gegn Covid-19 og verður bólusett með þremur bóluefnum; frá Pfizer, Janssen og Moderna. 3. maí 2021 07:22