Maradona var „að deyja“ í tólf tíma áður en hann lést Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2021 09:31 Diego Maradona fór illa með sig en hann hafði getað fengið hjálp á þeim tólf tímum sem hann kvaldist. Getty/Marcos Brindicci Læknar og umsjónarfólk Diego Armando Maradona sýndu fífldirfsku og óviðeigandi hegðun í umönnun hans samkvæmt nýrri úttekt í Argentínu á dauða knattspyrnugoðsins. Rannsóknarnefnd lækna í Argentínu hefur skilað niðurstöðu sinni í úttekt sinni á dauða knattspyrnugoðsins Diego Armando Maradona. Maradona lést í lok nóvember í fyrra og í kjölfarið var mikil þjóðarsorg í Argentínu sem og annars staðar í heiminum þar sem Maradona var vinsæll. Maradona er einn besti knattspyrnumaður sögunnar og þegar hann var upp á sitt besta þá komst enginn með tærnar þar sem hann var með hælana. Maradona care 'deficient and reckless' before death, medical board report finds https://t.co/BegEOgjxZT pic.twitter.com/3Xehckm8FY— Reuters (@Reuters) May 1, 2021 Dauði Maradona kom flestum mikið á óvart þrátt fyrir að hann hafi farið illa með sig. Um leið kom líka upp mikil gagnrýni á meðhöndlun Maradona en hann var frekar nýkominn heim eftir að hafa farið í heilaaðgerð í byrjun nóvember. Maradona lést á heimili sínu eftir að hafa fengið hjartaáfall. Það var hins vegar margt í ólesti þegar kom að þeirri umönnun sem hann fékk í aðdraganda dauða hans. Skýrsla rannsóknarnefndarinnar sýnir það og sannar. Rannsóknarnefndin kom saman í mars en hún var sett saman af argentínska dómsmálaráðuneytinu. Það er niðurstaða nefndarinnar að þeir sem sáu um Diego Maradona hafi gerst sekir um ábyrgðarleysi og ófagmennsku. Damning inquest into Diego Maradona's death discovers he was in 'agony' for at least 12 hours before he died https://t.co/yPfkM8Zoz0— MailOnline Sport (@MailSport) May 1, 2021 „Heilsuteymið sem sinnti (Diego Armando Maradona) sýndi af sér ófullnægjandi, gallaða og fífldjarfa hegðun,“ sagði meðal annars í skýrslunni sem Reuters segir frá. Í skýrslunni kemur fram að Mardona hafði orðið alvarlega veikur og hafi verið að deyja í kringum tólf tíma áður en hann lést um miðjan dag 25. nóvember. „Hann sýndi ótvíræð merki um óþægjandi í langan tíma og það er okkar niðurstaða að hann hafi ekki fengið rétta meðferð frá klukkan hálf eitt um nóttina,“ sagði í skýrslunni. Andlát Diegos Maradona Argentína Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira
Rannsóknarnefnd lækna í Argentínu hefur skilað niðurstöðu sinni í úttekt sinni á dauða knattspyrnugoðsins Diego Armando Maradona. Maradona lést í lok nóvember í fyrra og í kjölfarið var mikil þjóðarsorg í Argentínu sem og annars staðar í heiminum þar sem Maradona var vinsæll. Maradona er einn besti knattspyrnumaður sögunnar og þegar hann var upp á sitt besta þá komst enginn með tærnar þar sem hann var með hælana. Maradona care 'deficient and reckless' before death, medical board report finds https://t.co/BegEOgjxZT pic.twitter.com/3Xehckm8FY— Reuters (@Reuters) May 1, 2021 Dauði Maradona kom flestum mikið á óvart þrátt fyrir að hann hafi farið illa með sig. Um leið kom líka upp mikil gagnrýni á meðhöndlun Maradona en hann var frekar nýkominn heim eftir að hafa farið í heilaaðgerð í byrjun nóvember. Maradona lést á heimili sínu eftir að hafa fengið hjartaáfall. Það var hins vegar margt í ólesti þegar kom að þeirri umönnun sem hann fékk í aðdraganda dauða hans. Skýrsla rannsóknarnefndarinnar sýnir það og sannar. Rannsóknarnefndin kom saman í mars en hún var sett saman af argentínska dómsmálaráðuneytinu. Það er niðurstaða nefndarinnar að þeir sem sáu um Diego Maradona hafi gerst sekir um ábyrgðarleysi og ófagmennsku. Damning inquest into Diego Maradona's death discovers he was in 'agony' for at least 12 hours before he died https://t.co/yPfkM8Zoz0— MailOnline Sport (@MailSport) May 1, 2021 „Heilsuteymið sem sinnti (Diego Armando Maradona) sýndi af sér ófullnægjandi, gallaða og fífldjarfa hegðun,“ sagði meðal annars í skýrslunni sem Reuters segir frá. Í skýrslunni kemur fram að Mardona hafði orðið alvarlega veikur og hafi verið að deyja í kringum tólf tíma áður en hann lést um miðjan dag 25. nóvember. „Hann sýndi ótvíræð merki um óþægjandi í langan tíma og það er okkar niðurstaða að hann hafi ekki fengið rétta meðferð frá klukkan hálf eitt um nóttina,“ sagði í skýrslunni.
Andlát Diegos Maradona Argentína Mest lesið Lehmann færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG Fótbolti Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Fótbolti „Þetta var bara út um allt“ Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans Fótbolti FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Fleiri fréttir Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sjá meira