126 konur á leið upp Kvennadalshnjúk Eiður Þór Árnason skrifar 2. maí 2021 00:02 Talið er að gangan muni taka fjórtán til sextán klukkustundir. Aðsend 126 konur lögðu af stað í göngu upp á Hvannadalshnjúk á Öræfajökli klukkan 23 í kvöld til styrktar nýrri krabbameinsdeild á Landspítalanum. Gerir hópurinn ráð fyrir að fyrstu konurnar muni toppa Kvennadalshnjúkinn, eins og þær kjósa að kalla hann, um sjöleytið í fyrramálið. Brynhildur Ólafsdóttir og Vilborg Arna Gissurardóttir eru leiðangursstjórar göngunnar en hópurinn skiptist niður á átján línur og er hver lína leidd af jöklaleiðsögukonu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hópnum en uppistaðan í honum er útivistarhópur sem kallar sig Snjódrífurnar. Hluti af vöskum hópi göngukvenna. aðsend Að sögn Mbl.is eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Ásta Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, meðal þeirra sem eru með í för. Hópurinn er nú lagður af stað í fjórtán til sextán tíma göngu til að safna fyrir krabbameinsdeildinni og hvetur fólk til að styðja við söfnunina. Snjódrífurnar vöktu athygli þegar þær lögðu í 150 kílómetra ferðalag yfir Vatnajökul í fyrra til að styðja Styrktarfélagið Líf og Kraft, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Líkt og þá gengur hópurinn undir formerkjum félagasamtakanna og kalla hana Lífskraftsgöngu. Með söfnuninni vilja Snjódrífurnar halda áfram að styðja við skjólstæðinga félaganna tveggja. Hægt að styðja söfnunina með því að leggja inn á reikning 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010. Vatnajökulsþjóðgarður Fjallamennska Hvannadalshnjúkur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Sjá meira
Gerir hópurinn ráð fyrir að fyrstu konurnar muni toppa Kvennadalshnjúkinn, eins og þær kjósa að kalla hann, um sjöleytið í fyrramálið. Brynhildur Ólafsdóttir og Vilborg Arna Gissurardóttir eru leiðangursstjórar göngunnar en hópurinn skiptist niður á átján línur og er hver lína leidd af jöklaleiðsögukonu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá hópnum en uppistaðan í honum er útivistarhópur sem kallar sig Snjódrífurnar. Hluti af vöskum hópi göngukvenna. aðsend Að sögn Mbl.is eru Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, Kristín Linda Árnadóttir, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Ásta Fjeldsted, framkvæmdastjóri Krónunnar, meðal þeirra sem eru með í för. Hópurinn er nú lagður af stað í fjórtán til sextán tíma göngu til að safna fyrir krabbameinsdeildinni og hvetur fólk til að styðja við söfnunina. Snjódrífurnar vöktu athygli þegar þær lögðu í 150 kílómetra ferðalag yfir Vatnajökul í fyrra til að styðja Styrktarfélagið Líf og Kraft, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur. Líkt og þá gengur hópurinn undir formerkjum félagasamtakanna og kalla hana Lífskraftsgöngu. Með söfnuninni vilja Snjódrífurnar halda áfram að styðja við skjólstæðinga félaganna tveggja. Hægt að styðja söfnunina með því að leggja inn á reikning 1161-26-9900, kt. 501219-0290, eða með AUR appinu í síma 789 4010.
Vatnajökulsþjóðgarður Fjallamennska Hvannadalshnjúkur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Hraunið rennur yfir bílastæði Bláa lónsins Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Bankinn steli til baka hluta af ávinningi af vaxtalækkuninni Sjá meira