Hefur áhyggjur af verðbólgu á tímum atvinnuleysis Kjartan Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 30. apríl 2021 23:31 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Stöð 2 Á sama tíma og atvinnuleysi er í hæstu hæðum og vextir þær lægstu í sögunni mjakast verðbólgan upp á við. Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af verðbólgu samhliða atvinnuleysi og telur að farið hafi verið út í ystu mörk þess skynsamlega í launahækkunum í síðustu kjarasamningum. Verðbólga hefur ekki mælst meiri frá 2013 og vegur húsnæðishækkun og hækkun á mat og drykk þar þyngst. Samtök atvinnulífsins hafa sagt að launaþróun spili stóran þátt í vaxandi verðbólgu að hún hafi ekki haldist í hendur við núverandi efnahagsstöðu. „Það er mikið áhyggjuefni ef að verðbólgan fer að verða þrálát og það er mikið áhyggjuefni almennt alltaf þegar verðbólga lætur á sér kræla þegar atvinnuleysi er tiltöluleg hátt,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Launavísitala á opinberum markaði hefur hækkað um 18,7 prósent og á almennum markaði um fjórtán prósent. Umframhækkun á opinbera markaðnum er sögð skýrast af styttingu vinnuvikunnar. Hún hefur styst um þrettán mínútur á dag á opinberum markaði en níu á þeim almenna. Mest hækkuðu laun þeirra lægst launuðu en hæstu launin hækkuðu minnst samkvæmt tölum sem kjaratölfræðinefnd birti um laun og launaþróun birti í dag. Telurðu að vinnumarkaðurinn hafi mögulega farið fram úr sér í launahækkunum? „Ég held að við höfum að minnsta kosti farið alveg út í ystu mörk þess ramma sem skynsamlegt var að gera,“ sagði Bjarni. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, er á öndverðum meiði. „Ég held nú að Samtök atvinnulífsins þurfi aðeins að fara að skipta um spólu í tækinu. Þau höggva alltaf í sama knérunn sem er hækkun launa,“ segir hún. Hún segir annað hafa haft áhrif á verðbólguna, til dæmis gengisþróun og vaxtalækkun sem hafi ýtt undir hækkun á húsnæðisverði. „Hið augljósa viðbragð við því er að fjölga félagslegum lausnum í húsnæðiskerfinu en hins vegar skulum við hafa það í huga að kjarasamningarnir sem voru gerðir síðast voru mjög hóflegir. Það var krónutöluhækkun. Hins vegar erum við að sjá launaskrið í ákveðnum hópum efsta lagsins. Það er kannski ágætt að efsta lagið leggist á árarnar líka.“ Fjármálaráðherra telur þó ýmislegt hafa áunnist í kjaramálum undanfarin misseri. „Við vonumst til þess að verðbólgubylgja feyki því ekki aftur út af borðinu,“ sagði hann. Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Sjá meira
Verðbólga hefur ekki mælst meiri frá 2013 og vegur húsnæðishækkun og hækkun á mat og drykk þar þyngst. Samtök atvinnulífsins hafa sagt að launaþróun spili stóran þátt í vaxandi verðbólgu að hún hafi ekki haldist í hendur við núverandi efnahagsstöðu. „Það er mikið áhyggjuefni ef að verðbólgan fer að verða þrálát og það er mikið áhyggjuefni almennt alltaf þegar verðbólga lætur á sér kræla þegar atvinnuleysi er tiltöluleg hátt,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Launavísitala á opinberum markaði hefur hækkað um 18,7 prósent og á almennum markaði um fjórtán prósent. Umframhækkun á opinbera markaðnum er sögð skýrast af styttingu vinnuvikunnar. Hún hefur styst um þrettán mínútur á dag á opinberum markaði en níu á þeim almenna. Mest hækkuðu laun þeirra lægst launuðu en hæstu launin hækkuðu minnst samkvæmt tölum sem kjaratölfræðinefnd birti um laun og launaþróun birti í dag. Telurðu að vinnumarkaðurinn hafi mögulega farið fram úr sér í launahækkunum? „Ég held að við höfum að minnsta kosti farið alveg út í ystu mörk þess ramma sem skynsamlegt var að gera,“ sagði Bjarni. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, er á öndverðum meiði. „Ég held nú að Samtök atvinnulífsins þurfi aðeins að fara að skipta um spólu í tækinu. Þau höggva alltaf í sama knérunn sem er hækkun launa,“ segir hún. Hún segir annað hafa haft áhrif á verðbólguna, til dæmis gengisþróun og vaxtalækkun sem hafi ýtt undir hækkun á húsnæðisverði. „Hið augljósa viðbragð við því er að fjölga félagslegum lausnum í húsnæðiskerfinu en hins vegar skulum við hafa það í huga að kjarasamningarnir sem voru gerðir síðast voru mjög hóflegir. Það var krónutöluhækkun. Hins vegar erum við að sjá launaskrið í ákveðnum hópum efsta lagsins. Það er kannski ágætt að efsta lagið leggist á árarnar líka.“ Fjármálaráðherra telur þó ýmislegt hafa áunnist í kjaramálum undanfarin misseri. „Við vonumst til þess að verðbólgubylgja feyki því ekki aftur út af borðinu,“ sagði hann.
Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár Sjá meira