Verjið afkomuna Drífa Snædal skrifar 30. apríl 2021 15:01 Í dag kynntu stjórnvöld nýjar og framlengdar aðgerðir vegna Covid-kreppunnar. Faraldurinn hefur sannanlega dregist á langinn og við þessar aðstæður er mikilvægt að sýna úthald. Ef ríkið dregur of snemma úr aðgerðum sínum til stuðnings fólki og fyrirtækjum er hætt við að það dýpki kreppuna. Það er enn langt í land að atvinnuleysistryggingakerfið okkar virki sem skildi í þeim hörmungum sem nú ganga yfir. Enn og aftur þarf að vinda ofan af þeirri hugmynd að hækkun ráðstöfunartekna búi til verðbólgu ein og sér. Þvert á móti eru það tekjur fólks sem halda hagkerfinu hér gangandi eins og hægt er. Þarna hefur orðið viðsnúningur í viðhorfum frá síðustu kreppu og hver alþjóðastofnunin á fætur annarri sendir ríkisstjórnum skýr skilaboð: „Verjið afkomuna!“. Vitandi að það er ekki einungis góð hagfræði heldur rétt, mannúðlegt og sanngjarnt, höfum við lagt ofuráherslu á að hækka bætur og verja afkomu. Það eru því vonbrigði að tekjutengda tímabil atvinnuleysisbóta sé ekki lengt enn frekar og bætur hækkaðar þrátt fyrir að allar spár geri ráð fyrir áframhaldandi atvinnuleysi. Ljósi punkturinn í aðgerðunum er áhersla á að skapa störf og höfum við ekki legið á liði okkar að hvetja stjórnvöld til dáða þar en það þarf að gera þetta jafnhliða; búa til ný störf og styrkja bótakerfið. Á morgun er baráttudagur verkalýðsins og annað árið í röð getum við ekki komið saman í kröfugöngur og hitt félagana í kaffi til að brýna okkur til áframhaldandi verka. Við bregðumst við þessu eins og í fyrra með því að bjóða upp á baráttufund í bland við skemmtidagskrá í samstarfi við RÚV á laugardagskvöld. Yfirskrift dagsins er „Það er nóg til“ og það má til sanns vegar færa. Við erum mjög langt frá því að ná sátt í þessu samfélagi um skiptingu gæðanna og eftir því sem auðfólki vex fiskur um hrygg dýpkar gjáin og við verðum fjær sáttinni. Um þetta fjalla ég í ávarpi í tilefni morgundagsins sem finna má í nýútkomnu vefritinu vinnan.is Góða helgi og gleðilegan baráttudag á morgun, 1. maí. Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Í dag kynntu stjórnvöld nýjar og framlengdar aðgerðir vegna Covid-kreppunnar. Faraldurinn hefur sannanlega dregist á langinn og við þessar aðstæður er mikilvægt að sýna úthald. Ef ríkið dregur of snemma úr aðgerðum sínum til stuðnings fólki og fyrirtækjum er hætt við að það dýpki kreppuna. Það er enn langt í land að atvinnuleysistryggingakerfið okkar virki sem skildi í þeim hörmungum sem nú ganga yfir. Enn og aftur þarf að vinda ofan af þeirri hugmynd að hækkun ráðstöfunartekna búi til verðbólgu ein og sér. Þvert á móti eru það tekjur fólks sem halda hagkerfinu hér gangandi eins og hægt er. Þarna hefur orðið viðsnúningur í viðhorfum frá síðustu kreppu og hver alþjóðastofnunin á fætur annarri sendir ríkisstjórnum skýr skilaboð: „Verjið afkomuna!“. Vitandi að það er ekki einungis góð hagfræði heldur rétt, mannúðlegt og sanngjarnt, höfum við lagt ofuráherslu á að hækka bætur og verja afkomu. Það eru því vonbrigði að tekjutengda tímabil atvinnuleysisbóta sé ekki lengt enn frekar og bætur hækkaðar þrátt fyrir að allar spár geri ráð fyrir áframhaldandi atvinnuleysi. Ljósi punkturinn í aðgerðunum er áhersla á að skapa störf og höfum við ekki legið á liði okkar að hvetja stjórnvöld til dáða þar en það þarf að gera þetta jafnhliða; búa til ný störf og styrkja bótakerfið. Á morgun er baráttudagur verkalýðsins og annað árið í röð getum við ekki komið saman í kröfugöngur og hitt félagana í kaffi til að brýna okkur til áframhaldandi verka. Við bregðumst við þessu eins og í fyrra með því að bjóða upp á baráttufund í bland við skemmtidagskrá í samstarfi við RÚV á laugardagskvöld. Yfirskrift dagsins er „Það er nóg til“ og það má til sanns vegar færa. Við erum mjög langt frá því að ná sátt í þessu samfélagi um skiptingu gæðanna og eftir því sem auðfólki vex fiskur um hrygg dýpkar gjáin og við verðum fjær sáttinni. Um þetta fjalla ég í ávarpi í tilefni morgundagsins sem finna má í nýútkomnu vefritinu vinnan.is Góða helgi og gleðilegan baráttudag á morgun, 1. maí. Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar