Patriots völdu leikstjórnanda í fyrstu umferð í fyrsta sinn í þjálfaratíð Belichick Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2021 14:00 Mac Jones brosti út að eyrum eftir að New England Patriots valdi hann í nótt. AP/Tony Dejak Bill Belichick er búinn að finna sér nýjan Tom Brady og sá heitir Mac Jones og kemur úr Alabama skólanum. Nýliðaval NFL-deildarinnar fór af stað í nótt en þá fór fyrsta umferð þess fram. Það kom engum á óvart að leikstjórnendurnir Trevor Lawrence og Zach Wilson voru valdir fyrstir í nýliðavalinu en stærsta fréttin var kannski að Mac Jones féll alla leið niður til New England Patriots í fimmtánda valrétti. Jacksonville Jaguars valdi Trevor Lawrence frá Clemson númer eitt og New York Jets tók Zach Wilson frá BYU númer tvö. Báðir eru líklegir til að breyta öllu fyrir sín félög enda voru þeir frábærir í háskólaboltanum. National Champion with Clemson.No. 1 overall pick by the Jaguars.Welcome to Jacksonville, Trevor Lawrence #NFLDraft pic.twitter.com/19RFTsooCM— ESPN (@espn) April 30, 2021 Það bjuggust margir sérfræðingar við því að San Francisco 49ers tæki mögulega leikstjórnandann Mac Jones númer þrjú en svo fór þó ekki. 49ers völdu í staðinn leikstjórnandann Trey Lance sem kemur úr litlum skóla í Norður Dakóta. Chicago Bears valdi síðan Ohio State leikstjórnandann Justin Fields númer ellefu og umræddur Mac Jones var enn í boði þegar röðin kom af New England Patriots. Patriots menn létu ekki segja sér það tvisvar og völdu hinn 22 ára gamla Mac Jones með fimmtánda valrétti. Belichick drafts his QB The Patriots select Bama QB Mac Jones with the No. 15 pick in the #NFLDraft @brgridiron pic.twitter.com/CuSpleLP7f— Bleacher Report (@BleacherReport) April 30, 2021 Þetta er í fyrsta sinn í þjálfaratíð Bill Belichick frá 2000 sem New England Patriots velur leikstjórnanda í fyrstu umferð nýliðavalsins. Tom Brady var valinn númer 199 (í sjöttu umferð) árið 2000 og hann var aðalleikstjórnandi liðsins næstu átján tímabilin. Brady yfirgaf hins vegar New England Patriots fyrir síðasta tímabil og fór til Tampa Bay Buccaneers þar sem hann vann NFL deildina á fyrsta ári. Bill Belichick þurfti því framtíðarleikstjórnanda fyrir liðið og Patriots menn ætla að veðja á Mac Jones. Mac Jones var margverðlaunaður á síðasta ári en hann fékk meðal annars Manning verðlaunin og hinn gullna arm Johnny Unitas auk þess að verða tilnefndur til Heisman verðlaunanna sem besti leikmaður háskólatímabilsins. Pats fans after Bill Belichick drafted QB Mac Jones in the first round... #NFLDraft pic.twitter.com/PSUt0pCKM0— Sports Illustrated (@SInow) April 30, 2021 Atlanta Falcons valdi fyrsta innherjann í nýliðavalinu þegar félagið valdi Kyle Pitts frá Florida skólanum númer fjögur og strax á eftir valdi Cincinnati Bengals fyrsta útherjann sem var Ja'Marr Chase frá LSU skólanum. Pittsburgh Steelers valdi síðan fyrsta hlauparann í nýliðavalinu í ár þegar menn þar á bæ völdu Najee Harris frá Alabama skólanum númer 24. Strax á eftir valdi Jacksonville Jaguars hlauparann Travis Etienne en hann kemur frá Clemson skólanum og var því liðsfélagi leikstjórnandans Trevor Lawrence sem Jaguars liðið valdi númer eitt. CLEMSON REUNION IN JACKSONVILLE!The Jaguars accompany No. 1 pick Trevor Lawrence with his teammate, RB Travis Etienne, at No. 25 #NFLDraft pic.twitter.com/ahTZuiPdZW— SportsCenter (@SportsCenter) April 30, 2021 NFL Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Sjá meira
Það kom engum á óvart að leikstjórnendurnir Trevor Lawrence og Zach Wilson voru valdir fyrstir í nýliðavalinu en stærsta fréttin var kannski að Mac Jones féll alla leið niður til New England Patriots í fimmtánda valrétti. Jacksonville Jaguars valdi Trevor Lawrence frá Clemson númer eitt og New York Jets tók Zach Wilson frá BYU númer tvö. Báðir eru líklegir til að breyta öllu fyrir sín félög enda voru þeir frábærir í háskólaboltanum. National Champion with Clemson.No. 1 overall pick by the Jaguars.Welcome to Jacksonville, Trevor Lawrence #NFLDraft pic.twitter.com/19RFTsooCM— ESPN (@espn) April 30, 2021 Það bjuggust margir sérfræðingar við því að San Francisco 49ers tæki mögulega leikstjórnandann Mac Jones númer þrjú en svo fór þó ekki. 49ers völdu í staðinn leikstjórnandann Trey Lance sem kemur úr litlum skóla í Norður Dakóta. Chicago Bears valdi síðan Ohio State leikstjórnandann Justin Fields númer ellefu og umræddur Mac Jones var enn í boði þegar röðin kom af New England Patriots. Patriots menn létu ekki segja sér það tvisvar og völdu hinn 22 ára gamla Mac Jones með fimmtánda valrétti. Belichick drafts his QB The Patriots select Bama QB Mac Jones with the No. 15 pick in the #NFLDraft @brgridiron pic.twitter.com/CuSpleLP7f— Bleacher Report (@BleacherReport) April 30, 2021 Þetta er í fyrsta sinn í þjálfaratíð Bill Belichick frá 2000 sem New England Patriots velur leikstjórnanda í fyrstu umferð nýliðavalsins. Tom Brady var valinn númer 199 (í sjöttu umferð) árið 2000 og hann var aðalleikstjórnandi liðsins næstu átján tímabilin. Brady yfirgaf hins vegar New England Patriots fyrir síðasta tímabil og fór til Tampa Bay Buccaneers þar sem hann vann NFL deildina á fyrsta ári. Bill Belichick þurfti því framtíðarleikstjórnanda fyrir liðið og Patriots menn ætla að veðja á Mac Jones. Mac Jones var margverðlaunaður á síðasta ári en hann fékk meðal annars Manning verðlaunin og hinn gullna arm Johnny Unitas auk þess að verða tilnefndur til Heisman verðlaunanna sem besti leikmaður háskólatímabilsins. Pats fans after Bill Belichick drafted QB Mac Jones in the first round... #NFLDraft pic.twitter.com/PSUt0pCKM0— Sports Illustrated (@SInow) April 30, 2021 Atlanta Falcons valdi fyrsta innherjann í nýliðavalinu þegar félagið valdi Kyle Pitts frá Florida skólanum númer fjögur og strax á eftir valdi Cincinnati Bengals fyrsta útherjann sem var Ja'Marr Chase frá LSU skólanum. Pittsburgh Steelers valdi síðan fyrsta hlauparann í nýliðavalinu í ár þegar menn þar á bæ völdu Najee Harris frá Alabama skólanum númer 24. Strax á eftir valdi Jacksonville Jaguars hlauparann Travis Etienne en hann kemur frá Clemson skólanum og var því liðsfélagi leikstjórnandans Trevor Lawrence sem Jaguars liðið valdi númer eitt. CLEMSON REUNION IN JACKSONVILLE!The Jaguars accompany No. 1 pick Trevor Lawrence with his teammate, RB Travis Etienne, at No. 25 #NFLDraft pic.twitter.com/ahTZuiPdZW— SportsCenter (@SportsCenter) April 30, 2021
NFL Mest lesið Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Handbolti Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Sport Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn Enski boltinn Brjálaðist og gaf vellinum fokkmerki Golf Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Fulltrúar UEFA gengu út eftir að Infantino mætti seint Fótbolti Salah gagnrýndi stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Handbolti Fleiri fréttir Stól kastað í höfuð markmanns Aberdeen „Æfingu morgundagsins er aflýst“ Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Engin Meistaradeild hjá Hákoni Arnari „Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock Tap í fyrsta leik Alba Berlin „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Stórsigur Stólanna í Víkinni Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit Crystal Palace bikarmeistari í fyrsta sinn „Sjálfum okkur verstar” Glæsimark frá Úlfu tryggði Stjörnunni stigin þrjú Hrikalegur árekstur Tsunoda, nýtt áfall fyrir Ferrari og Piastri fremstur Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Dortmund náði sætinu á síðustu stundu Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni „Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Daníel tekur við KR Willum nýr forseti ÍSÍ með algjörum yfirburðum Kylfingum skipað að flýja þrumuveðrið „Verður stærsti dagur ævi minnar“ „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ „Talar ekki um eggið fyrr en hænan er búin að verpa“ Real staðfestir kaupin á Huijsen fyrir 8,7 milljarða Stálheppinn þegar hann sló í hrífu og hélt toppsætinu Sjá meira