Telja skynsamlegra að bólusetja yngri fyrst eða beita slembiúrtaki Sunna Sæmundsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 29. apríl 2021 17:36 Kári Stefánsson forstjóri ÍE kynnir niðurstöður rannsóknarinnar í dag. Vísir/Egill Skynsamlegt væri að breyta fyrirkomulagi bólusetninga og bólusetja annað hvort yngsta aldurshópinn næst eða beita slembiúrtaki að mati forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Ekki sé hægt að aflétta takmörkunum á grundvelli bólusetninga fyrr en sjötíu prósent landsmanna hafa verið bólusettir. Vísindamenn við Íslenska erfðagreiningu kynntu í dag nýja rannsókn sem byggir á þriðju bylgju faraldursins hér á landi þar sem 2600 manns smituðust. Úr því var unnið svokallað smittré og kannað hvaða áhrif bólusetningar hefðu haft á bylgjuna, eða hvernig þær hefðu breytt þróuninni. Bæði ef staða bólusetninga væri eins og í dag og eins hvernig niðurstaðan breytist eftir því í hvaða röð hópar eru bólusettir. „Miðað við þá áætlun sem er núna þá myndi ekki nást að hemja þennan faraldur að neinu ráði fyrr en sjötíu prósent þeirra sem eru fullorðnir, sextán ára og eldri, hefðu verið komnir með fyrri skammt,“ segir Páll Melsted, deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu. Páll Melsted deildarstjóri hjá ÍE.VÍSIR/EGILL Samkvæmt líkaninu næst þetta hjarðónæmi hins vegar fyrr ef röðinni er breytt þar sem rannsóknin sýnir að yngra fólk er líklegra til þess að smita fleiri. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar að tilhögun bólusetninga fram að þessu hafi verið skynsamleg þar sem viðkvæmustu hópum samfélagsins hefur verið komið í skjól. Í ljósi nýrra upplýsinga væri hins vegar ráð að breyta aðferðinni í stað þess að halda áfram að vinna niður eftir aldri. „Annað hvort að byrja að bólusetja fólk milli sextán ára og 45 ára eða hafa bara slembiúrtak. Og á þann hátt væri hægt að komast tiltölulega fljótlega á þann stað að við værum komin út úr hættu og væri komið hjarðónæmi,“ segir Kári. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Egill Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir það koma til greina. „Ég held að það geti vel verið skynsamlegt að aðeins hugsa það, hvort núna þegar við erum búin að vernda viðkvæmustu hópana, að breyta eitthvað nálguninni með aldurshópa og fara þannig inn í bólusetningarnar.“ Vísindamenn við Íslenska erfðagreiningu segja ekki unnt að byggja afléttingar innanlands á bólusetningum, líkt og afléttingaráætlun stjórnvalda gerir, fyrr en hjarðónæmið næst. „Það er ekki hægt að treysta á þetta hjarðónæmi sem við viljum ná upp með bólusetningu fyrr en rúmlega sjötíu prósent af fullorðnum hafa fengið fyrri skammt af bólusetningu,“ segir Páll Melsted. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Bólusetningar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Vendingar hafi ýtt fólki í ákafara samtal Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Vísindamenn við Íslenska erfðagreiningu kynntu í dag nýja rannsókn sem byggir á þriðju bylgju faraldursins hér á landi þar sem 2600 manns smituðust. Úr því var unnið svokallað smittré og kannað hvaða áhrif bólusetningar hefðu haft á bylgjuna, eða hvernig þær hefðu breytt þróuninni. Bæði ef staða bólusetninga væri eins og í dag og eins hvernig niðurstaðan breytist eftir því í hvaða röð hópar eru bólusettir. „Miðað við þá áætlun sem er núna þá myndi ekki nást að hemja þennan faraldur að neinu ráði fyrr en sjötíu prósent þeirra sem eru fullorðnir, sextán ára og eldri, hefðu verið komnir með fyrri skammt,“ segir Páll Melsted, deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu. Páll Melsted deildarstjóri hjá ÍE.VÍSIR/EGILL Samkvæmt líkaninu næst þetta hjarðónæmi hins vegar fyrr ef röðinni er breytt þar sem rannsóknin sýnir að yngra fólk er líklegra til þess að smita fleiri. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar að tilhögun bólusetninga fram að þessu hafi verið skynsamleg þar sem viðkvæmustu hópum samfélagsins hefur verið komið í skjól. Í ljósi nýrra upplýsinga væri hins vegar ráð að breyta aðferðinni í stað þess að halda áfram að vinna niður eftir aldri. „Annað hvort að byrja að bólusetja fólk milli sextán ára og 45 ára eða hafa bara slembiúrtak. Og á þann hátt væri hægt að komast tiltölulega fljótlega á þann stað að við værum komin út úr hættu og væri komið hjarðónæmi,“ segir Kári. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Egill Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir það koma til greina. „Ég held að það geti vel verið skynsamlegt að aðeins hugsa það, hvort núna þegar við erum búin að vernda viðkvæmustu hópana, að breyta eitthvað nálguninni með aldurshópa og fara þannig inn í bólusetningarnar.“ Vísindamenn við Íslenska erfðagreiningu segja ekki unnt að byggja afléttingar innanlands á bólusetningum, líkt og afléttingaráætlun stjórnvalda gerir, fyrr en hjarðónæmið næst. „Það er ekki hægt að treysta á þetta hjarðónæmi sem við viljum ná upp með bólusetningu fyrr en rúmlega sjötíu prósent af fullorðnum hafa fengið fyrri skammt af bólusetningu,“ segir Páll Melsted.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Bólusetningar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Vendingar hafi ýtt fólki í ákafara samtal Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira