Innlent

Hafa fengið öfga­full, rasísk og mjög ljót skila­boð

Atli Ísleifsson skrifar
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Vísir/Vilhelm

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að upplýsingar hafi borist um að börn og fullorðnir sem tengjast hópsmitum hafi lent í því að fá öfgafull, rasísk og ljót skilaboð frá öðrum. Þá hafa þau einnig nánast orðið fyrir einelti úti á götu fyrir það eitt að koma frá tilteknu landi.

Þetta sagði Víðir á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis klukkan 11 í morgun.

„Við höfum oft talað um að það sé veiran sem sé andstæðingurinn í þessu. Það ætlar enginn að smitast og það ætlar enginn að smita annan. En nú erum við að fá upplýsingar um það að börn og fullorðnir sem að tengjast hópsmitum – hafa lent í því að vera hluti af hópsmitum – eru að fá öfgafull skilaboð. Eru að fá rasísk og mjög ljót skilaboð.

Líka verða nánast fyrir einelti úti á götu, eingöngu að því er virðist af því að þeir koma frá tilteknu landi,“ sagði Víðir.

„Ekki dæma alla fyrir eitthvað sem örfáir hafa gert,“ sagði Víðir. „Þegar hópsmit verður er það vegna þess að okkur tókst ekki að fækka smitleiðum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×