Njarðvíkingar geta gert nágranna sína í Keflavík að deildarmeisturum í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. apríl 2021 10:31 Fyrirliði Njarðvíkur, Logi Gunnarsson. og Halldór Rúnar Karlsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur. Halldór Rúnar varð bæði deildarmeistari með bæði Njarðvík og Keflavík sem leikmaður. Vísir/Bára Keflvíkingar geta orðið deildarmeistarar í kvöld án þess að spila en þá fara fram fjórir fyrstu leikirnir í nítjándu umferð Domino´s deild karla í körfubolta. Keflvíkingar hafa verið í frábæru formi í vetur og eru með yfirburðastöðu þegar fjórar umferðir eru óspilaðar. Keflavíkurliðið er með átta stiga forskot á Þór Þorlákshöfn og Stjörnuna þegar átta stig eru eftir í pottinum. Það er þó bara annað þeirra sem getur komist upp fyrir Keflavík en þá þarf mikið að gerast í lokaumferðunum. Keflavík vantar nefnilega bara einn sigur í viðbóta til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn og heimavallarrétt út alla úrslitakeppnina. Þeim nægir líka að Stjarnan tapi einum leik af þeim fjórum sem Garðbæingar eiga eftir. Þórsarar eru undir innbyrðis á móti Keflavík og geta því ekki komist upp fyrir Keflavík þótt að þeir fái átta fleiri stig í síðustu fjórum umferðunum. Stjörnumenn eru aftur á móti betri innbyrðis á móti Keflavík og geta því enn tekið af þeim toppsætið. Þetta þýðir að sú staða er komin upp að hitt Reykjanesbæjarliðið getur hjálpað hinu. Það eru nefnilega nágrannar Keflvíkinga í Njarðvík sem heimsækja Stjörnumenn í Garðabæinn í kvöld. Njarðvíkingar geta þar með gert nágranna sína í Keflavík að deildarmeisturum í kvöld en það gera þeir með því að vinna Stjörnuna. Njarðvíkingar þurfa sjálfir nauðsynlega á stigum að halda í baráttunni um að halda sæti sínu í deildinni. Keflavík hefur ekki unnið deildarmeistaratitilinn i þrettán ár eða síðan vorið 2008. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Sjá meira
Keflvíkingar hafa verið í frábæru formi í vetur og eru með yfirburðastöðu þegar fjórar umferðir eru óspilaðar. Keflavíkurliðið er með átta stiga forskot á Þór Þorlákshöfn og Stjörnuna þegar átta stig eru eftir í pottinum. Það er þó bara annað þeirra sem getur komist upp fyrir Keflavík en þá þarf mikið að gerast í lokaumferðunum. Keflavík vantar nefnilega bara einn sigur í viðbóta til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn og heimavallarrétt út alla úrslitakeppnina. Þeim nægir líka að Stjarnan tapi einum leik af þeim fjórum sem Garðbæingar eiga eftir. Þórsarar eru undir innbyrðis á móti Keflavík og geta því ekki komist upp fyrir Keflavík þótt að þeir fái átta fleiri stig í síðustu fjórum umferðunum. Stjörnumenn eru aftur á móti betri innbyrðis á móti Keflavík og geta því enn tekið af þeim toppsætið. Þetta þýðir að sú staða er komin upp að hitt Reykjanesbæjarliðið getur hjálpað hinu. Það eru nefnilega nágrannar Keflvíkinga í Njarðvík sem heimsækja Stjörnumenn í Garðabæinn í kvöld. Njarðvíkingar geta þar með gert nágranna sína í Keflavík að deildarmeisturum í kvöld en það gera þeir með því að vinna Stjörnuna. Njarðvíkingar þurfa sjálfir nauðsynlega á stigum að halda í baráttunni um að halda sæti sínu í deildinni. Keflavík hefur ekki unnið deildarmeistaratitilinn i þrettán ár eða síðan vorið 2008. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla UMF Njarðvík Keflavík ÍF Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Sjá meira