Sérþjálfa lögreglufólk til að rannsaka stafrænt ofbeldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. apríl 2021 16:34 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Vísir/vilhelm Viðamiklar aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum og ungmennum voru kynntar í dag á fundi hjá ríkislögreglustjóra. Á meðal þess sem ráðist verður í er að sérþjálfa lögreglufólk til að rannsaka stafræn brot og bæta aðstoð við þolendur stafræns ofbeldis. Fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra eftir fundinn að úrbótatillögurnar hafi komið frá aðgerðateymi gegn ofbeldi sem komið var á fót í maí 2020. Teymið skipuðu félagsmálaráðherra og dómsmálaráðherra en í því sitja Eygló Harðardóttir fyrrverandi félagsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur hefur jafnframt verið ráðin til þess að leiða verkefnið á skrifstofu ríkislögreglustjóra. „Úrbætur innan lögreglunnar, ákæruvaldsins og dómskerfisins, fræðsla og forvarnir fyrir ólíka aldurshópa og aðstoð við að koma máli fórnarlamba í skýran farveg eru helstu aðgerðirnar sem ráðist verður í,“ segir í tilkynningu. Þá verði ráðist í vitundarvakningu um stafrænt ofbeldi þar sem athyglinni verður „sérstaklega beint að gerendum.“ Samstarf verði haft við frjáls félagasamtök, félög og stofnanir um þátttöku í vitundarvakningunni. Þátttaka lögreglu í forvarnarstarfi gegn stafrænu ofbeldi verði einnig aukin og þá hyggst lögreglan starfa nánar en áður með „öllum þeim sem sinna þjónustu við börn.“ „Stafrænt ofbeldi getur birst með margvíslegum hætti, til að mynda með hótunum um dreifingu nektarmynda eða heimildarlausu, rafrænu eftirliti. Helstu upplýsingar um hvað beri að gera þegar einhver verður fyrir stafrænu ofbeldi eru í dag aðgengilegar á vef Neyðarlínunnar, 112.is, en þar verður bætt við fleiri gagnlegum upplýsingum, bæði fyrir þolendur og gerendur,“ segir í tilkynningu. Þá verði mál sem varða stafrænt, kynferðislegt ofbeldi unnin hraðar en áður. Það sé mat aðgerðateymisins að kærur og dómsmál sem snúi að stafrænu ofbeldi og kynferðislegri friðhelgi hafi oft ekki verið unnin nægilega markvisst innan kerfsins og/eða að rannsókn þeirra hefur tekið of langan tíma. Þetta vill aðgerðarteymið laga með því að: Þjálfa lögreglufólk sérstaklega til að rannsaka stafræn brot og afla stafrænna gagna. Þannig verður greint hver þörfin er og hvernig lögreglufólk verður stutt með sem bestum hætti til þess að takast á við ört stafrænni veruleika við rannsókn mála. Endurskoða verklag og viðmið um öflun, form og framsetningu stafrænna sönnunargagna. Þá verður samstarf við erlenda samstarfsaðila aukið ásamt því sem tæknilegar lausnir verða nýttar enn frekar til þess að auka bæði gæði og hraða í meðferð mála sem varða stafrænar birtingarmyndir kynferðislegs ofbeldis gegn börnum. Bæta upplýsingamiðlun innan lögreglunnar um stafrænt ofbeldi og kynna fyrir lögreglufólki lagabreytingar sem tekið hafa gildi á síðustu árum til að vernda fólk fyrir því að verða fyrir stafrænu ofbeldi. Þá skal fylgja því eftir að skráningar í upplýsingakerfi lögreglunnar (LÖKE) samræmist nýjum lögum um kynferðislega friðhelgi einstaklinga. Að lokum leggur aðgerðahópurinn til að auka verulega aðgengi fórnarlamba stafræns ofbeldis að ráðgjöf ýmiss konar sérfræðinga sem geti hjálpað þeim að takast á við afleiðingar ofbeldisins og skilja meðferð þess í kerfinu. Lögreglan Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Bein útsending: Kynningarfundur um aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum og ungmennum Ríkislögreglustjóri mun kynna nýjar aðgerðir gegn stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum á fundi sem hefst klukkan 15. Fundinum verður streymt og verður hægt að fylgjast með í spilaranum að neðan. 28. apríl 2021 14:31 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg sleginn, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra eftir fundinn að úrbótatillögurnar hafi komið frá aðgerðateymi gegn ofbeldi sem komið var á fót í maí 2020. Teymið skipuðu félagsmálaráðherra og dómsmálaráðherra en í því sitja Eygló Harðardóttir fyrrverandi félagsmálaráðherra og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri. María Rún Bjarnadóttir lögfræðingur hefur jafnframt verið ráðin til þess að leiða verkefnið á skrifstofu ríkislögreglustjóra. „Úrbætur innan lögreglunnar, ákæruvaldsins og dómskerfisins, fræðsla og forvarnir fyrir ólíka aldurshópa og aðstoð við að koma máli fórnarlamba í skýran farveg eru helstu aðgerðirnar sem ráðist verður í,“ segir í tilkynningu. Þá verði ráðist í vitundarvakningu um stafrænt ofbeldi þar sem athyglinni verður „sérstaklega beint að gerendum.“ Samstarf verði haft við frjáls félagasamtök, félög og stofnanir um þátttöku í vitundarvakningunni. Þátttaka lögreglu í forvarnarstarfi gegn stafrænu ofbeldi verði einnig aukin og þá hyggst lögreglan starfa nánar en áður með „öllum þeim sem sinna þjónustu við börn.“ „Stafrænt ofbeldi getur birst með margvíslegum hætti, til að mynda með hótunum um dreifingu nektarmynda eða heimildarlausu, rafrænu eftirliti. Helstu upplýsingar um hvað beri að gera þegar einhver verður fyrir stafrænu ofbeldi eru í dag aðgengilegar á vef Neyðarlínunnar, 112.is, en þar verður bætt við fleiri gagnlegum upplýsingum, bæði fyrir þolendur og gerendur,“ segir í tilkynningu. Þá verði mál sem varða stafrænt, kynferðislegt ofbeldi unnin hraðar en áður. Það sé mat aðgerðateymisins að kærur og dómsmál sem snúi að stafrænu ofbeldi og kynferðislegri friðhelgi hafi oft ekki verið unnin nægilega markvisst innan kerfsins og/eða að rannsókn þeirra hefur tekið of langan tíma. Þetta vill aðgerðarteymið laga með því að: Þjálfa lögreglufólk sérstaklega til að rannsaka stafræn brot og afla stafrænna gagna. Þannig verður greint hver þörfin er og hvernig lögreglufólk verður stutt með sem bestum hætti til þess að takast á við ört stafrænni veruleika við rannsókn mála. Endurskoða verklag og viðmið um öflun, form og framsetningu stafrænna sönnunargagna. Þá verður samstarf við erlenda samstarfsaðila aukið ásamt því sem tæknilegar lausnir verða nýttar enn frekar til þess að auka bæði gæði og hraða í meðferð mála sem varða stafrænar birtingarmyndir kynferðislegs ofbeldis gegn börnum. Bæta upplýsingamiðlun innan lögreglunnar um stafrænt ofbeldi og kynna fyrir lögreglufólki lagabreytingar sem tekið hafa gildi á síðustu árum til að vernda fólk fyrir því að verða fyrir stafrænu ofbeldi. Þá skal fylgja því eftir að skráningar í upplýsingakerfi lögreglunnar (LÖKE) samræmist nýjum lögum um kynferðislega friðhelgi einstaklinga. Að lokum leggur aðgerðahópurinn til að auka verulega aðgengi fórnarlamba stafræns ofbeldis að ráðgjöf ýmiss konar sérfræðinga sem geti hjálpað þeim að takast á við afleiðingar ofbeldisins og skilja meðferð þess í kerfinu.
Lögreglan Stafrænt ofbeldi Tengdar fréttir Bein útsending: Kynningarfundur um aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum og ungmennum Ríkislögreglustjóri mun kynna nýjar aðgerðir gegn stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum á fundi sem hefst klukkan 15. Fundinum verður streymt og verður hægt að fylgjast með í spilaranum að neðan. 28. apríl 2021 14:31 Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Faðir á Múlaborg sleginn, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Sjá meira
Bein útsending: Kynningarfundur um aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum og ungmennum Ríkislögreglustjóri mun kynna nýjar aðgerðir gegn stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum á fundi sem hefst klukkan 15. Fundinum verður streymt og verður hægt að fylgjast með í spilaranum að neðan. 28. apríl 2021 14:31