Þórólfur vonast eftir að fá aukaverkanir Heimir Már Pétursson skrifar 28. apríl 2021 12:20 Þórólfur Guðnason fær fyrri sprautuna af AstraZeneca. Hann vonar að hann fái einhverjar aukaverkanir því þær sýni að bóluefnið sé að virka. Vísir/Vilhelm Sneisafull Laugardalshöllin tók á móti Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni með dúndrandi lófataki þegar hann gekk í salinn til að fá bólusetningu við covid 19 í morgun. Hann vonast til að finna til einkenna eftir fyrstu sprautuna enda þýði það að ónæmiskerfi líkamans sé að taka við sér. Metdagur er í bólusetningum í Laugardalshöll í dag þegar stefnt er að því að gefa níu þúsund manns fyrri skammtinn af bóluefni AstraZeneca við covid 19. Skipulagið í gömlu Hölllinni er til mikillar fyrirmyndar og þrátt fyrir langar raðir skotgengur að bólusetja fólk. Þórólfur sagðist snortinn af þeim viðtökum sem hann fékk í Laugardalshöllinni í morgun.Vísir/Vilhelm Það var engu líkara en rokkstjarna hefði gengið í salinn þegar viðstaddir áttuðu sig á að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var mættur í húsið til að fá sína fyrri bólusetningu. Hvernig leggst þetta í þig Þórólfur? „Ég er mjög spenntur. Þetta er flott.“ Ánægður að fá AstraZeneca? „Algjörlega. Þetta er toppurinn.“ Þetta er stór dagur í bólusetningum og væntanlega góður dagur í þínum huga? „Já það er frábært hvað þetta gengur vel og sjá þetta skipulag. Mannmergðina. Þetta er alveg dásamlegt,“ segir Þórólfur. Elísabet Pétursdóttir segir Þórólf dásamlegan og tók vel undir þegar klappað var fyrir honum.Stöð 2/Arnar Það var greinilegt að fólki var létt að fá loks bólusetningu við farsóttinni og margir höfðu á orði að það væri sérstaklega traustvekjandi að vera bólusettur á sama tíma og sóttvarnalæknir sem augljóslega nýtur mikils trausts og virðingar. „Þetta er alveg dásamlegt, jú að vera í sviðsljósinu. Hann er bara stórkostlegur. Það eitt er hægt að segja.“ Það var klappað fyrir honum þegar hann kom? „Algerlega. Ég tók vel undir það,“ sagði Elísabet Pétursdóttir sem sat skammt frá Þórólfi og beið eftir sprautunni. Skammt frá henni sat Erla Ríkharðsdóttir sem var bólusetningunni fegin. Erla Ríkharðsdóttir var ekki smeik við að fá AstraZeneca og sagðist treysta sóttvarnayfirvöldumStöð 2/Arnar Hvernig líður þér að koma hingað í bólusetninguna í dag? „Bara æðislegt. Loksins,“ sagði Erla. Og ekki verra að vera á sama tíma og Þórólfur? „Nei, nei það er hið besta mál.“ Ekkert hrædd við AstraZeneca? „Nei, nei, nei, nei. Við treystum bara fólkinu okkar sem segir að þetta sé í lagi,“ sagði Erla. Sóttvarnalæknir er ánægður með daginn og vonar að hann fái einhverjar aukaverkanir eftir sprautuna í dag. Þú fékkst hjartnæmar móttökur? „Algjörlega og bara mjög snortinn af því.“ Heldur þú að þú fáir einhverjar aukaverkanir? „Örugglega. Vegna þess að ef ég fengi engar myndi ég vera næstum viss um að bóluefnið væri ekki að virka.“ Þannig að þú verður ánægður að finna aðeins til á eftir? „Já, ég er það,“ sagði Þórólfur Guðnason. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Níu greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en tveir voru utan sóttkvíar. 28. apríl 2021 10:46 Klappað fyrir Þórólfi í Laugardalshöllinni Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var bólusettur í dag. Bólusetningin fór fram í Laugardalshöll og fékk Þórólfur fyrsta skammt sinn af bóluefni AstraZeneca. 28. apríl 2021 10:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Sjá meira
Metdagur er í bólusetningum í Laugardalshöll í dag þegar stefnt er að því að gefa níu þúsund manns fyrri skammtinn af bóluefni AstraZeneca við covid 19. Skipulagið í gömlu Hölllinni er til mikillar fyrirmyndar og þrátt fyrir langar raðir skotgengur að bólusetja fólk. Þórólfur sagðist snortinn af þeim viðtökum sem hann fékk í Laugardalshöllinni í morgun.Vísir/Vilhelm Það var engu líkara en rokkstjarna hefði gengið í salinn þegar viðstaddir áttuðu sig á að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var mættur í húsið til að fá sína fyrri bólusetningu. Hvernig leggst þetta í þig Þórólfur? „Ég er mjög spenntur. Þetta er flott.“ Ánægður að fá AstraZeneca? „Algjörlega. Þetta er toppurinn.“ Þetta er stór dagur í bólusetningum og væntanlega góður dagur í þínum huga? „Já það er frábært hvað þetta gengur vel og sjá þetta skipulag. Mannmergðina. Þetta er alveg dásamlegt,“ segir Þórólfur. Elísabet Pétursdóttir segir Þórólf dásamlegan og tók vel undir þegar klappað var fyrir honum.Stöð 2/Arnar Það var greinilegt að fólki var létt að fá loks bólusetningu við farsóttinni og margir höfðu á orði að það væri sérstaklega traustvekjandi að vera bólusettur á sama tíma og sóttvarnalæknir sem augljóslega nýtur mikils trausts og virðingar. „Þetta er alveg dásamlegt, jú að vera í sviðsljósinu. Hann er bara stórkostlegur. Það eitt er hægt að segja.“ Það var klappað fyrir honum þegar hann kom? „Algerlega. Ég tók vel undir það,“ sagði Elísabet Pétursdóttir sem sat skammt frá Þórólfi og beið eftir sprautunni. Skammt frá henni sat Erla Ríkharðsdóttir sem var bólusetningunni fegin. Erla Ríkharðsdóttir var ekki smeik við að fá AstraZeneca og sagðist treysta sóttvarnayfirvöldumStöð 2/Arnar Hvernig líður þér að koma hingað í bólusetninguna í dag? „Bara æðislegt. Loksins,“ sagði Erla. Og ekki verra að vera á sama tíma og Þórólfur? „Nei, nei það er hið besta mál.“ Ekkert hrædd við AstraZeneca? „Nei, nei, nei, nei. Við treystum bara fólkinu okkar sem segir að þetta sé í lagi,“ sagði Erla. Sóttvarnalæknir er ánægður með daginn og vonar að hann fái einhverjar aukaverkanir eftir sprautuna í dag. Þú fékkst hjartnæmar móttökur? „Algjörlega og bara mjög snortinn af því.“ Heldur þú að þú fáir einhverjar aukaverkanir? „Örugglega. Vegna þess að ef ég fengi engar myndi ég vera næstum viss um að bóluefnið væri ekki að virka.“ Þannig að þú verður ánægður að finna aðeins til á eftir? „Já, ég er það,“ sagði Þórólfur Guðnason.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Níu greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en tveir voru utan sóttkvíar. 28. apríl 2021 10:46 Klappað fyrir Þórólfi í Laugardalshöllinni Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var bólusettur í dag. Bólusetningin fór fram í Laugardalshöll og fékk Þórólfur fyrsta skammt sinn af bóluefni AstraZeneca. 28. apríl 2021 10:15 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Fleiri fréttir Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Sjá meira
Níu greindust innanlands og tveir utan sóttkvíar Níu greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra sem greindust voru í sóttkví við greiningu, en tveir voru utan sóttkvíar. 28. apríl 2021 10:46
Klappað fyrir Þórólfi í Laugardalshöllinni Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, var bólusettur í dag. Bólusetningin fór fram í Laugardalshöll og fékk Þórólfur fyrsta skammt sinn af bóluefni AstraZeneca. 28. apríl 2021 10:15