Grunnskólanemi í Þorlákshöfn greindist smitaður Kjartan Kjartansson skrifar 27. apríl 2021 19:36 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi. Vísir/Magnús Hlynur Viðbúnaðarstig í Þorlákshöfn verður fært upp um stig eftir að grunnskólanemandi í bænum greindist smitaður af Covid-19 í dag, að sögn Elliða Vignissonar, bæjarstjóra Ölfuss. Hann segir yfirvöld undir það búin að fleiri greinist smitaðir á næstu dögum. Nokkrir hafa greinst smitaðir af Covid-19 í Þorlákshöfn undanfarna daga og minnst sjö utan sóttkvíar í gær og í fyrradag. Starfsmaður leikskólans hefur greinst smitaður og búist er við að nemendur grunnskólans hafi smitast. Elliði staðfestir við Vísi að nemandi við grunnskóla bæjarins hafi greinst smitaður og að það hafi kallað á frekari aðgerðir. Grunnskólinn verður lokaður út vikuna og verður hann aðeins opinn fyrir skimanir. Í Facebook-færslu sem Elliði skrifaði í kvöld kom fram að nemendur í 4., 5. og 7. bekk verði boðaðir í skimun auk starfsmanna. Smáskilaboð með boðun í skimun verði send í kvöld eða í fyrramálið. Starfsemi leikskóla bæjarins verður einnig verulega takmörkuð vegna smitanna í vikunni. Elliði segir að reynt verði að halda skólanum opnum með lágmarksviðbúnaði svo hægt verði að þjónusta framlínustarfsfólk. Foreldrar séu beðnir um að halda börnum sínum heima ef þeir hafi möguleika á því. „Við erum mjög þakklát fyrir þennan skilning sem foreldrar sýna stöðunni. Til marks um það þá eru 111 börn í leikskólanum á venjulegum degi en þau voru eingöngu sex í dag,“ segir Elliði. Bæjarstjórinn hefur ekki frekari upplýsingar um fjölda smita í bænum en útlit sé fyrir að samfélagslegt smit sé í gangi. Ekki sé vitað hversu útbreitt það sé. Afbrigði veirunnar sem greindist í bænum sé þannig að fólk geti gengið með það í einhverja daga áður en það fær fyrstu einkenni. Mögulegt er að samfélagið sé byrjað að skella skollaeyrum við fyrstu einkennum, að sögn Elliða. Því segir hann mikilvægt að fólk fari strax í sýnatöku um leið og það finni fyrir einkennum. „Við erum búin undir það. Það er þá betra að vera búin undir það ef það gerist ekki en öfugt,“ segir Elliði spurður að því hvort að hann eigi von á að fleiri greinist smitaðir. Ölfus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira
Nokkrir hafa greinst smitaðir af Covid-19 í Þorlákshöfn undanfarna daga og minnst sjö utan sóttkvíar í gær og í fyrradag. Starfsmaður leikskólans hefur greinst smitaður og búist er við að nemendur grunnskólans hafi smitast. Elliði staðfestir við Vísi að nemandi við grunnskóla bæjarins hafi greinst smitaður og að það hafi kallað á frekari aðgerðir. Grunnskólinn verður lokaður út vikuna og verður hann aðeins opinn fyrir skimanir. Í Facebook-færslu sem Elliði skrifaði í kvöld kom fram að nemendur í 4., 5. og 7. bekk verði boðaðir í skimun auk starfsmanna. Smáskilaboð með boðun í skimun verði send í kvöld eða í fyrramálið. Starfsemi leikskóla bæjarins verður einnig verulega takmörkuð vegna smitanna í vikunni. Elliði segir að reynt verði að halda skólanum opnum með lágmarksviðbúnaði svo hægt verði að þjónusta framlínustarfsfólk. Foreldrar séu beðnir um að halda börnum sínum heima ef þeir hafi möguleika á því. „Við erum mjög þakklát fyrir þennan skilning sem foreldrar sýna stöðunni. Til marks um það þá eru 111 börn í leikskólanum á venjulegum degi en þau voru eingöngu sex í dag,“ segir Elliði. Bæjarstjórinn hefur ekki frekari upplýsingar um fjölda smita í bænum en útlit sé fyrir að samfélagslegt smit sé í gangi. Ekki sé vitað hversu útbreitt það sé. Afbrigði veirunnar sem greindist í bænum sé þannig að fólk geti gengið með það í einhverja daga áður en það fær fyrstu einkenni. Mögulegt er að samfélagið sé byrjað að skella skollaeyrum við fyrstu einkennum, að sögn Elliða. Því segir hann mikilvægt að fólk fari strax í sýnatöku um leið og það finni fyrir einkennum. „Við erum búin undir það. Það er þá betra að vera búin undir það ef það gerist ekki en öfugt,“ segir Elliði spurður að því hvort að hann eigi von á að fleiri greinist smitaðir.
Ölfus Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Sjá meira