Sá Táslu á Facebook ellefu árum eftir hvarfið: „Finnst ég svífa um á skýi“ Eiður Þór Árnason skrifar 27. apríl 2021 17:05 Við nánari skoðun fór ekki milli mála að um Táslu var að ræða. Villikettir Sjálfboðaliðar Villikatta ætluðu ekki að trúa eigin augum þegar kattareigandi gerði tilkall til læðu sem var í umsjá félagsins. Tásla týndist árið 2009 og var eigandinn búinn að gefa upp alla von um að sjá hana aftur. Það breyttist þegar ljósmynd Villikatta af kunnuglegum ketti birtist óvænt í fréttaveitunni hennar á Facebook. „Mér fannst hún svo lík henni að ég fór að grafa upp gamla harða diska til að reyna að finna mynd af henni og það passaði algjörlega. Það sem er líka magnað er að ég er að flytja núna úr húsnæði þar sem ekki má hafa gæludýr yfir í íbúð þar sem ég get verið með dýr. Við vorum löngu búin að ákveða að fá okkur kött eftir flutninganna og svo bara birtist hún,“ segir eigandinn í samtali við Vísi sem vildi ekki láta nafn síns getið. „Mér leið frábærlega að sjá hana. Mér finnst ég svífa um á skýi, þetta er svo magnað,“ bætir hún við og segir óhætt að velta því fyrir sér hvort örlögin hafi leitt hana og Táslu saman á ný. Hún segir að sjálfboðaliðar Villikatta hafi ekki síður glaðst yfir endurfundunum enda ekki á hverjum degi sem köttur kemst í hendur eiganda meira en ellefu árum eftir að hann týnist. Leitaði að henni í ár Eigandinn hefur ekki enn séð Táslu í persónu en á bókaða heimsókn á morgun. Strax var ákveðið klára flutninganna áður hún myndi taka Táslu að sér til að rugla hana ekki of mikið í ríminu. Villikettir greindu frá þessari ótrúlegu sögu á Facebook-síðu sinni og segja hana lítið annað en kraftaverk. Tásla hafði alltaf verið mikil útikisa áður en hún týndist og gat stundum farið á flakk í nokkra daga. Einn daginn liðu þó óvenju margir dagar og þá fór eigandinn að hafa áhyggjur. Eftir að hafa leitað í heilt ár gaf hún upp vonina en Tásla kom um ellefu árum síðar í búr hjá Villiköttum eftir ábendingu frá dýravini. „Þessi ráðagóða en feimna kisa, sem var rétt um 4 ára þegar hún týndist, er nú orðin 16 ára heldri dama. Hún fær nú að njóta efri áranna í faðmi eiganda síns. Eiganda sem hélt að hún myndi aldrei sjá hana Táslu sína aftur.“ Stundum gerast kraftaverkin. Þannig leið okkur hjá Villiköttum þegar við fengum fyrirspurn frá konu varðandi kött sem...Posted by Villikettir on Monday, April 26, 2021 Dýr Gæludýr Kettir Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
„Mér fannst hún svo lík henni að ég fór að grafa upp gamla harða diska til að reyna að finna mynd af henni og það passaði algjörlega. Það sem er líka magnað er að ég er að flytja núna úr húsnæði þar sem ekki má hafa gæludýr yfir í íbúð þar sem ég get verið með dýr. Við vorum löngu búin að ákveða að fá okkur kött eftir flutninganna og svo bara birtist hún,“ segir eigandinn í samtali við Vísi sem vildi ekki láta nafn síns getið. „Mér leið frábærlega að sjá hana. Mér finnst ég svífa um á skýi, þetta er svo magnað,“ bætir hún við og segir óhætt að velta því fyrir sér hvort örlögin hafi leitt hana og Táslu saman á ný. Hún segir að sjálfboðaliðar Villikatta hafi ekki síður glaðst yfir endurfundunum enda ekki á hverjum degi sem köttur kemst í hendur eiganda meira en ellefu árum eftir að hann týnist. Leitaði að henni í ár Eigandinn hefur ekki enn séð Táslu í persónu en á bókaða heimsókn á morgun. Strax var ákveðið klára flutninganna áður hún myndi taka Táslu að sér til að rugla hana ekki of mikið í ríminu. Villikettir greindu frá þessari ótrúlegu sögu á Facebook-síðu sinni og segja hana lítið annað en kraftaverk. Tásla hafði alltaf verið mikil útikisa áður en hún týndist og gat stundum farið á flakk í nokkra daga. Einn daginn liðu þó óvenju margir dagar og þá fór eigandinn að hafa áhyggjur. Eftir að hafa leitað í heilt ár gaf hún upp vonina en Tásla kom um ellefu árum síðar í búr hjá Villiköttum eftir ábendingu frá dýravini. „Þessi ráðagóða en feimna kisa, sem var rétt um 4 ára þegar hún týndist, er nú orðin 16 ára heldri dama. Hún fær nú að njóta efri áranna í faðmi eiganda síns. Eiganda sem hélt að hún myndi aldrei sjá hana Táslu sína aftur.“ Stundum gerast kraftaverkin. Þannig leið okkur hjá Villiköttum þegar við fengum fyrirspurn frá konu varðandi kött sem...Posted by Villikettir on Monday, April 26, 2021
Dýr Gæludýr Kettir Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira