Bein útsending: Kynningarfundur um aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi gegn börnum og ungmennum Atli Ísleifsson skrifar 28. apríl 2021 14:31 Fundurinn hefst klukkan 15. Lögreglan Ríkislögreglustjóri mun kynna nýjar aðgerðir gegn stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum á fundi sem hefst klukkan 15. Fundinum verður streymt og verður hægt að fylgjast með í spilaranum að neðan. Það voru Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sem fólu embætti Ríkislögreglustjóra að móta aðgerðirnar. Í tilkynningu segir að Evrópuráðið áætli að fimmtungur evrópskra barna verði fyrir einhvers konar kynferðislegu ofbeldi. „Á Íslandi berast um 450-500 tilkynningar árlega til barnaverndarnefnda vegna kynferðislegs ofbeldis gegn börnum (sama barnið getur verið tilkynnt oftar en einu sinni) og fara um 90-100 börn á ári í skýrslutöku vegna kynferðisbrota í Barnahúsi. Fjallað var ítarlega um stafrænt ofbeldi gegn börnum í Kompás á síðasta ári. Tæknibyltingin hefur haft mikil áhrif á þróun kynferðisbrota á börnum. Börn, líkt og fullorðnir, eyða æ meiri tíma á netinu og færst hefur í aukana að börn taki myndir af kynferðislegum toga með snjallsímum og dreifi þeim áfram án þess að gera sér grein fyrir afleiðingum þess. Samhliða þessu hefur orðið til heimsmarkaður fyrir efni sem sýnir kynferðisbrot á börnum, þar sem eftirspurnin virðist aukast stöðugt. Covid-19 heimsfaraldurinn hefur aukið enn frekar á þessa þróun þar sem netnotkun hefur margfaldast. Samhliða því hefur eftirspurn eftir barnaníðsefni aukist. Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að halda leik- og grunnskólum opnum til að vernda börn í heimsfaraldrinum og hefur verið gripið til ýmissa annarra aðgerða í sama tilgangi. Að mati aðgerðateymis gegn ofbeldi er þó brýnt að bregðast sérstaklega við aukinni hættu á kynferðislegu ofbeldi gegn börnum á netinu, svokölluðu stafrænu ofbeldi gegn börnum. Tvö lagafrumvörp liggja fyrir Alþingi sem munu skipta miklu máli í baráttunni gegn misnotkun barna á netinu. Annars vegar frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á barnaníðsákvæði hegningarlaga og hins vegar frumvarp félags- og barnamálaráðherra um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.“ Dagskrá fundarins: 15.00-15.05 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri býður gesti velkomna og fer yfir dagskrá. 15.05-15.10 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. 15.10-15.15 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. 15.15-15.30 Stafrænt ofbeldi í Barnahúsi. Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss hjá Barnaverndarstofu. 15.30-15.40 Samvinna yfir landamæri forsenda árangurs gegn stafrænu ofbeldi. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra. 15.40-15.55 Aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi á Íslandi.María Rún Bjarnadóttir, verkefnisstjóri gegn stafrænu ofbeldi hjá skrifstofu Ríkislögreglustjóra. 15.55-16.00 Samantekt og lokaorð. Sigríður Björk Guðjónsdóttir. Fréttin hefur verið uppfærð. Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Lögreglan Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira
Það voru Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sem fólu embætti Ríkislögreglustjóra að móta aðgerðirnar. Í tilkynningu segir að Evrópuráðið áætli að fimmtungur evrópskra barna verði fyrir einhvers konar kynferðislegu ofbeldi. „Á Íslandi berast um 450-500 tilkynningar árlega til barnaverndarnefnda vegna kynferðislegs ofbeldis gegn börnum (sama barnið getur verið tilkynnt oftar en einu sinni) og fara um 90-100 börn á ári í skýrslutöku vegna kynferðisbrota í Barnahúsi. Fjallað var ítarlega um stafrænt ofbeldi gegn börnum í Kompás á síðasta ári. Tæknibyltingin hefur haft mikil áhrif á þróun kynferðisbrota á börnum. Börn, líkt og fullorðnir, eyða æ meiri tíma á netinu og færst hefur í aukana að börn taki myndir af kynferðislegum toga með snjallsímum og dreifi þeim áfram án þess að gera sér grein fyrir afleiðingum þess. Samhliða þessu hefur orðið til heimsmarkaður fyrir efni sem sýnir kynferðisbrot á börnum, þar sem eftirspurnin virðist aukast stöðugt. Covid-19 heimsfaraldurinn hefur aukið enn frekar á þessa þróun þar sem netnotkun hefur margfaldast. Samhliða því hefur eftirspurn eftir barnaníðsefni aukist. Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að halda leik- og grunnskólum opnum til að vernda börn í heimsfaraldrinum og hefur verið gripið til ýmissa annarra aðgerða í sama tilgangi. Að mati aðgerðateymis gegn ofbeldi er þó brýnt að bregðast sérstaklega við aukinni hættu á kynferðislegu ofbeldi gegn börnum á netinu, svokölluðu stafrænu ofbeldi gegn börnum. Tvö lagafrumvörp liggja fyrir Alþingi sem munu skipta miklu máli í baráttunni gegn misnotkun barna á netinu. Annars vegar frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á barnaníðsákvæði hegningarlaga og hins vegar frumvarp félags- og barnamálaráðherra um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.“ Dagskrá fundarins: 15.00-15.05 Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri býður gesti velkomna og fer yfir dagskrá. 15.05-15.10 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. 15.10-15.15 Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. 15.15-15.30 Stafrænt ofbeldi í Barnahúsi. Ólöf Ásta Farestveit, forstöðumaður Barnahúss hjá Barnaverndarstofu. 15.30-15.40 Samvinna yfir landamæri forsenda árangurs gegn stafrænu ofbeldi. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra. 15.40-15.55 Aðgerðir gegn stafrænu ofbeldi á Íslandi.María Rún Bjarnadóttir, verkefnisstjóri gegn stafrænu ofbeldi hjá skrifstofu Ríkislögreglustjóra. 15.55-16.00 Samantekt og lokaorð. Sigríður Björk Guðjónsdóttir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Lögreglan Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Innlent Fleiri fréttir Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur kornið sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Sjá meira