Grýtti penna í vegg af bræði eftir klúður Glasgows: Ekki hægt að útskýra þetta Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2021 11:32 Rodney Glasgow viðurkenndi að hann ætti alla sök á klúðrinu í næstsíðustu sókn Njarðvíkur. Stöð 2 Sport Dramatíkin var allsráðandi í lokin á leiknum mikilvæga á milli Njarðvíkur og Hattar í gærkvöld. Sérfræðingarnir í Dominos Körfuboltakvöldi rýndu í lokasóknir liðanna sem óhætt er að segja að hafi verið misvel heppnaðar. Það sem vakti mun meiri athygli en lagleg sigurkarfa Michael Mallory, í 74-72 sigri Hattar, var skelfileg næstsíðasta sókn Njarðvíkur. Rodney Glasgow var þá með boltann, vildi eyða sem mestum leiktíma en endaði á að dripla svo lengi að skotklukkan rann út áður en hann náði að komast í skot. „Ég held að það geti ekki nokkur einasti maður útskýrt þetta, og ekki hann sjálfur. Maður sér það á viðbrögðum Einars [Árna Jóhannssonar, þjálfara Njarðvíkur, sem grýtti tússpenna í vegginn] hversu ótrúlega svekktur hann var með þetta,“ sagði Sævar Sævarsson. Lokasóknirnar og fjörugar umræður í Körfuboltakvöldi má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Lokasóknir Hattar og Njarðvíkur „Er þetta maðurinn sem átti að loka leiknum? Varla hélt hann það sjálfur?“ spurði Sævar sem botnaði ekkert í því að Glasgow skyldi ekki koma boltanum á Loga Gunnarsson. Glasgow væri ekki rétti maðurinn til þess að skora úrslitakörfu: „Ef að hann hefur haldið það, eða þjálfarinn, þá eru þeir ekki búnir að vera að fylgjast með tímabilinu. Maður er bara titrandi í röddinni, maður er svo pirraður, því ég hélt að þetta gæti ekki gerst. Í úrvalsdeild, þar sem fullorðnir einstaklingar eru að spila,“ sagði Sævar um tilburði Glasgows. „Hann er bara yfirburðamaður í þessu liði“ Hattarmenn höfðu átt afar erfitt uppdráttar á síðustu mínútum leiksins og Michael Mallory, sem skoraði alls 26 stig í leiknum, virtist hreinlega kominn í felur: „Svo náttúrulega kemur hann með sigurkörfuna, og lætur menn eins og mig líta mjög illa út,“ sagði Sævar um Mallory. „Þetta er ansi stór karfa. Hann skoraði líka næstsíðustu körfu Hattar og þá voru þrjár og hálf mínúta eftir af leiknum,“ sagði Benedikt Guðmundsson sem var hæstánægður með að Mallory skyldi látinn taka einn af skarið þegar mest var undir: „Hann er bara yfirburðamaður í þessu liði. Þessi leikur snýst um að vera með „toppa“. Höttur var með einn topp – Njarðvík var með marga fína leikmenn. Munurinn á liðunum var Mallory.“ Lokasóknirnar og umræðuna úr þættinum í gærkvöld má sjá hér að ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Höttur UMF Njarðvík Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Í beinni: Haukar - Valur | Meistararnir mæta föllnum Haukum Í beinni: Höttur - Þór Þ. | Geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Sjá meira
Það sem vakti mun meiri athygli en lagleg sigurkarfa Michael Mallory, í 74-72 sigri Hattar, var skelfileg næstsíðasta sókn Njarðvíkur. Rodney Glasgow var þá með boltann, vildi eyða sem mestum leiktíma en endaði á að dripla svo lengi að skotklukkan rann út áður en hann náði að komast í skot. „Ég held að það geti ekki nokkur einasti maður útskýrt þetta, og ekki hann sjálfur. Maður sér það á viðbrögðum Einars [Árna Jóhannssonar, þjálfara Njarðvíkur, sem grýtti tússpenna í vegginn] hversu ótrúlega svekktur hann var með þetta,“ sagði Sævar Sævarsson. Lokasóknirnar og fjörugar umræður í Körfuboltakvöldi má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Lokasóknir Hattar og Njarðvíkur „Er þetta maðurinn sem átti að loka leiknum? Varla hélt hann það sjálfur?“ spurði Sævar sem botnaði ekkert í því að Glasgow skyldi ekki koma boltanum á Loga Gunnarsson. Glasgow væri ekki rétti maðurinn til þess að skora úrslitakörfu: „Ef að hann hefur haldið það, eða þjálfarinn, þá eru þeir ekki búnir að vera að fylgjast með tímabilinu. Maður er bara titrandi í röddinni, maður er svo pirraður, því ég hélt að þetta gæti ekki gerst. Í úrvalsdeild, þar sem fullorðnir einstaklingar eru að spila,“ sagði Sævar um tilburði Glasgows. „Hann er bara yfirburðamaður í þessu liði“ Hattarmenn höfðu átt afar erfitt uppdráttar á síðustu mínútum leiksins og Michael Mallory, sem skoraði alls 26 stig í leiknum, virtist hreinlega kominn í felur: „Svo náttúrulega kemur hann með sigurkörfuna, og lætur menn eins og mig líta mjög illa út,“ sagði Sævar um Mallory. „Þetta er ansi stór karfa. Hann skoraði líka næstsíðustu körfu Hattar og þá voru þrjár og hálf mínúta eftir af leiknum,“ sagði Benedikt Guðmundsson sem var hæstánægður með að Mallory skyldi látinn taka einn af skarið þegar mest var undir: „Hann er bara yfirburðamaður í þessu liði. Þessi leikur snýst um að vera með „toppa“. Höttur var með einn topp – Njarðvík var með marga fína leikmenn. Munurinn á liðunum var Mallory.“ Lokasóknirnar og umræðuna úr þættinum í gærkvöld má sjá hér að ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Höttur UMF Njarðvík Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Í beinni: Haukar - Valur | Meistararnir mæta föllnum Haukum Í beinni: Höttur - Þór Þ. | Geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Benedikt hættur með kvennalandsliðið GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Sjá meira