Grýtti penna í vegg af bræði eftir klúður Glasgows: Ekki hægt að útskýra þetta Sindri Sverrisson skrifar 27. apríl 2021 11:32 Rodney Glasgow viðurkenndi að hann ætti alla sök á klúðrinu í næstsíðustu sókn Njarðvíkur. Stöð 2 Sport Dramatíkin var allsráðandi í lokin á leiknum mikilvæga á milli Njarðvíkur og Hattar í gærkvöld. Sérfræðingarnir í Dominos Körfuboltakvöldi rýndu í lokasóknir liðanna sem óhætt er að segja að hafi verið misvel heppnaðar. Það sem vakti mun meiri athygli en lagleg sigurkarfa Michael Mallory, í 74-72 sigri Hattar, var skelfileg næstsíðasta sókn Njarðvíkur. Rodney Glasgow var þá með boltann, vildi eyða sem mestum leiktíma en endaði á að dripla svo lengi að skotklukkan rann út áður en hann náði að komast í skot. „Ég held að það geti ekki nokkur einasti maður útskýrt þetta, og ekki hann sjálfur. Maður sér það á viðbrögðum Einars [Árna Jóhannssonar, þjálfara Njarðvíkur, sem grýtti tússpenna í vegginn] hversu ótrúlega svekktur hann var með þetta,“ sagði Sævar Sævarsson. Lokasóknirnar og fjörugar umræður í Körfuboltakvöldi má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Lokasóknir Hattar og Njarðvíkur „Er þetta maðurinn sem átti að loka leiknum? Varla hélt hann það sjálfur?“ spurði Sævar sem botnaði ekkert í því að Glasgow skyldi ekki koma boltanum á Loga Gunnarsson. Glasgow væri ekki rétti maðurinn til þess að skora úrslitakörfu: „Ef að hann hefur haldið það, eða þjálfarinn, þá eru þeir ekki búnir að vera að fylgjast með tímabilinu. Maður er bara titrandi í röddinni, maður er svo pirraður, því ég hélt að þetta gæti ekki gerst. Í úrvalsdeild, þar sem fullorðnir einstaklingar eru að spila,“ sagði Sævar um tilburði Glasgows. „Hann er bara yfirburðamaður í þessu liði“ Hattarmenn höfðu átt afar erfitt uppdráttar á síðustu mínútum leiksins og Michael Mallory, sem skoraði alls 26 stig í leiknum, virtist hreinlega kominn í felur: „Svo náttúrulega kemur hann með sigurkörfuna, og lætur menn eins og mig líta mjög illa út,“ sagði Sævar um Mallory. „Þetta er ansi stór karfa. Hann skoraði líka næstsíðustu körfu Hattar og þá voru þrjár og hálf mínúta eftir af leiknum,“ sagði Benedikt Guðmundsson sem var hæstánægður með að Mallory skyldi látinn taka einn af skarið þegar mest var undir: „Hann er bara yfirburðamaður í þessu liði. Þessi leikur snýst um að vera með „toppa“. Höttur var með einn topp – Njarðvík var með marga fína leikmenn. Munurinn á liðunum var Mallory.“ Lokasóknirnar og umræðuna úr þættinum í gærkvöld má sjá hér að ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Höttur UMF Njarðvík Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Það sem vakti mun meiri athygli en lagleg sigurkarfa Michael Mallory, í 74-72 sigri Hattar, var skelfileg næstsíðasta sókn Njarðvíkur. Rodney Glasgow var þá með boltann, vildi eyða sem mestum leiktíma en endaði á að dripla svo lengi að skotklukkan rann út áður en hann náði að komast í skot. „Ég held að það geti ekki nokkur einasti maður útskýrt þetta, og ekki hann sjálfur. Maður sér það á viðbrögðum Einars [Árna Jóhannssonar, þjálfara Njarðvíkur, sem grýtti tússpenna í vegginn] hversu ótrúlega svekktur hann var með þetta,“ sagði Sævar Sævarsson. Lokasóknirnar og fjörugar umræður í Körfuboltakvöldi má sjá hér að neðan. Klippa: Körfuboltakvöld: Lokasóknir Hattar og Njarðvíkur „Er þetta maðurinn sem átti að loka leiknum? Varla hélt hann það sjálfur?“ spurði Sævar sem botnaði ekkert í því að Glasgow skyldi ekki koma boltanum á Loga Gunnarsson. Glasgow væri ekki rétti maðurinn til þess að skora úrslitakörfu: „Ef að hann hefur haldið það, eða þjálfarinn, þá eru þeir ekki búnir að vera að fylgjast með tímabilinu. Maður er bara titrandi í röddinni, maður er svo pirraður, því ég hélt að þetta gæti ekki gerst. Í úrvalsdeild, þar sem fullorðnir einstaklingar eru að spila,“ sagði Sævar um tilburði Glasgows. „Hann er bara yfirburðamaður í þessu liði“ Hattarmenn höfðu átt afar erfitt uppdráttar á síðustu mínútum leiksins og Michael Mallory, sem skoraði alls 26 stig í leiknum, virtist hreinlega kominn í felur: „Svo náttúrulega kemur hann með sigurkörfuna, og lætur menn eins og mig líta mjög illa út,“ sagði Sævar um Mallory. „Þetta er ansi stór karfa. Hann skoraði líka næstsíðustu körfu Hattar og þá voru þrjár og hálf mínúta eftir af leiknum,“ sagði Benedikt Guðmundsson sem var hæstánægður með að Mallory skyldi látinn taka einn af skarið þegar mest var undir: „Hann er bara yfirburðamaður í þessu liði. Þessi leikur snýst um að vera með „toppa“. Höttur var með einn topp – Njarðvík var með marga fína leikmenn. Munurinn á liðunum var Mallory.“ Lokasóknirnar og umræðuna úr þættinum í gærkvöld má sjá hér að ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Höttur UMF Njarðvík Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Handbolti Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Handbolti Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Handbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Grátlegt tap í framlengdum leik Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Búbbluhausinn verður í banni Uppgjör og viðtöl: KR - Keflavík 97-93 | Dýrmætur sigur fyrir Vesturbæinga Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Keflvíkingar bæta við sig Nashville vill fá WNBA lið og nefna í höfuðið á frægum þjálfara Einn nýliði í landsliðinu Stólarnir svara með bombu á lokadegi gluggans „Ég er mjög vonsvikinn að við leyfum okkur þetta“ „Sem betur fer spilum við innanhúss” „Eins og formaðurinn sé að draga okkur inn á parketið“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri Alba Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 87-108 | Stjarnan átti í litlum vandræðum með Grindavík Uppgjörið: ÍR - Álftanes 75-94 | Sjóðheitir heimamenn lentu á vegg Uppgjörið: Valur - Njarðvík 88-76 | Valsmenn sterkari í brakinu Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum Lokaúrslit EuroLeague fara ekki fram í Evrópu GAZ-leikur kvöldsins: „Þið skuldið!“ Datt af hestbaki og er á batavegi: „Er rétt að skríða saman“ Yfirmaðurinn vill stytta leiki í NBA Enn bætast við feitir bitar: „Viss um að Tindastóll hugsar þetta öðruvísi núna“ Ýmislegt sem kom upp á: „Kornið sem fyllti mælinn“ „Markmiðið mitt er að enginn vill mæta okkur í fyrstu umferð úrslitakeppninnar“ Sóknarleikur í fyrirrúmi þegar Njarðvík lagði Hamar/Þór Segir hegðun Brynjars Karls „ekkert annað en ofbeldi“ Sjá meira
Uppgjörið: Höttur - Tindastóll 85-97 | Tindastóll eltir Stjörnuna áfram á toppnum eftir sigur á Egilsstöðum