Deane Williams lenti á öxl ÍR-ingsins eftir eina troðsluna: „Orðinn sóðalega góður og þetta er bara orðið svindl“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2021 12:30 Deane Williams í leiknum á móti ÍR-ingum í Breiðholtinu í gær. Vísir/Vilhelm Deane Williams bauð upp á geggjaður troðslur og alvöru tölur í sigri á ÍR-ingum í gærköldi og fékk líka sitt pláss í Domino´s Körfuboltakvöldi. Deane Williams var rosalegur í sigri Keflvíkinga á ÍR í Selskólanum i Domino´s deild karla í körfubolta í gærkvöldi en stórleikur Bretans öfluga lagði grunninn að því að Keflavíkurliðið þarf nú bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Deane Williams var með 34 stig, 16 fráköst og 4 stoðsendingar í leiknum en hann hitti meðal annars úr 13 af 15 skotum sínum fyrir innan þriggja stiga línuna. Það þarf ekki að koma mörgum á óvart að frammistaða Deane Williams var tekin fyrir í Domino´s Körfuboltakvöldi í gær. „Mærum aðeins einn mann. Deane Williams heldur bara áfram að vaxa. Hann er með 47 framlagspunkta í kvöld og er eiginlega bara ástæðan fyrir því að Keflavík vann þennan leik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og beindi orðum síðum til Benedikts Guðmundssonar. „Hann er orðinn sóðalega góður og þetta er bara orðið svindl,“ sagði Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Framistaða Deane Williams á móti ÍR „Menn voru eitthvað að spá í það þegar Keflavík var að endursemja við hann hvort hann væri að vera sem kani eða bosman. Mér er bara slétt sama,“ sagði Benedikt og var þar að ýja að því að Bretar eru komnir út úr Evrópusambandinu og breskir leikmenn því orðnir eins og bandarískir. „Bara að tryggja sér þjónustu þessa manns. Á meðan Deane og Mikla verða þarna þá verður Keflavík besta liðið. Liðin eru búin að hafa allan síðasta vetur og allan þennan vetur til þess að finna lausnir á þessu. Þau hafa verið að reyna að ná í menn sem eitthvað þvælst fyrir þeim og stoppað þá en það er enginn búinn að finna lausn á móti þessum tveimur,“ sagði Benedikt. Meðan félagarnir ræddu frammistöðu Deane Williams þá voru sýnd tilþrif frá honum í leiknum en þar á meðal voru svakalegar troðslur. Williams lenti meðal annars á öxl miðherja ÍR-liðsins eftir eina þeirra. „Við höfum ekki séð svona leikmenn á Íslandi í meira en eitt tímabil. Að sjá hann annað tímabil og svo mögulega það þriðja er forréttindi og þá sérstaklega fyrir þá sem halda með Keflavík en auðvitað líka aðra,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Það má finna umfjöllunina um Deane Williams hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fleiri fréttir Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Sjá meira
Deane Williams var rosalegur í sigri Keflvíkinga á ÍR í Selskólanum i Domino´s deild karla í körfubolta í gærkvöldi en stórleikur Bretans öfluga lagði grunninn að því að Keflavíkurliðið þarf nú bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Deane Williams var með 34 stig, 16 fráköst og 4 stoðsendingar í leiknum en hann hitti meðal annars úr 13 af 15 skotum sínum fyrir innan þriggja stiga línuna. Það þarf ekki að koma mörgum á óvart að frammistaða Deane Williams var tekin fyrir í Domino´s Körfuboltakvöldi í gær. „Mærum aðeins einn mann. Deane Williams heldur bara áfram að vaxa. Hann er með 47 framlagspunkta í kvöld og er eiginlega bara ástæðan fyrir því að Keflavík vann þennan leik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og beindi orðum síðum til Benedikts Guðmundssonar. „Hann er orðinn sóðalega góður og þetta er bara orðið svindl,“ sagði Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Framistaða Deane Williams á móti ÍR „Menn voru eitthvað að spá í það þegar Keflavík var að endursemja við hann hvort hann væri að vera sem kani eða bosman. Mér er bara slétt sama,“ sagði Benedikt og var þar að ýja að því að Bretar eru komnir út úr Evrópusambandinu og breskir leikmenn því orðnir eins og bandarískir. „Bara að tryggja sér þjónustu þessa manns. Á meðan Deane og Mikla verða þarna þá verður Keflavík besta liðið. Liðin eru búin að hafa allan síðasta vetur og allan þennan vetur til þess að finna lausnir á þessu. Þau hafa verið að reyna að ná í menn sem eitthvað þvælst fyrir þeim og stoppað þá en það er enginn búinn að finna lausn á móti þessum tveimur,“ sagði Benedikt. Meðan félagarnir ræddu frammistöðu Deane Williams þá voru sýnd tilþrif frá honum í leiknum en þar á meðal voru svakalegar troðslur. Williams lenti meðal annars á öxl miðherja ÍR-liðsins eftir eina þeirra. „Við höfum ekki séð svona leikmenn á Íslandi í meira en eitt tímabil. Að sjá hann annað tímabil og svo mögulega það þriðja er forréttindi og þá sérstaklega fyrir þá sem halda með Keflavík en auðvitað líka aðra,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Það má finna umfjöllunina um Deane Williams hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fleiri fréttir Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Sjá meira