Deane Williams lenti á öxl ÍR-ingsins eftir eina troðsluna: „Orðinn sóðalega góður og þetta er bara orðið svindl“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2021 12:30 Deane Williams í leiknum á móti ÍR-ingum í Breiðholtinu í gær. Vísir/Vilhelm Deane Williams bauð upp á geggjaður troðslur og alvöru tölur í sigri á ÍR-ingum í gærköldi og fékk líka sitt pláss í Domino´s Körfuboltakvöldi. Deane Williams var rosalegur í sigri Keflvíkinga á ÍR í Selskólanum i Domino´s deild karla í körfubolta í gærkvöldi en stórleikur Bretans öfluga lagði grunninn að því að Keflavíkurliðið þarf nú bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Deane Williams var með 34 stig, 16 fráköst og 4 stoðsendingar í leiknum en hann hitti meðal annars úr 13 af 15 skotum sínum fyrir innan þriggja stiga línuna. Það þarf ekki að koma mörgum á óvart að frammistaða Deane Williams var tekin fyrir í Domino´s Körfuboltakvöldi í gær. „Mærum aðeins einn mann. Deane Williams heldur bara áfram að vaxa. Hann er með 47 framlagspunkta í kvöld og er eiginlega bara ástæðan fyrir því að Keflavík vann þennan leik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og beindi orðum síðum til Benedikts Guðmundssonar. „Hann er orðinn sóðalega góður og þetta er bara orðið svindl,“ sagði Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Framistaða Deane Williams á móti ÍR „Menn voru eitthvað að spá í það þegar Keflavík var að endursemja við hann hvort hann væri að vera sem kani eða bosman. Mér er bara slétt sama,“ sagði Benedikt og var þar að ýja að því að Bretar eru komnir út úr Evrópusambandinu og breskir leikmenn því orðnir eins og bandarískir. „Bara að tryggja sér þjónustu þessa manns. Á meðan Deane og Mikla verða þarna þá verður Keflavík besta liðið. Liðin eru búin að hafa allan síðasta vetur og allan þennan vetur til þess að finna lausnir á þessu. Þau hafa verið að reyna að ná í menn sem eitthvað þvælst fyrir þeim og stoppað þá en það er enginn búinn að finna lausn á móti þessum tveimur,“ sagði Benedikt. Meðan félagarnir ræddu frammistöðu Deane Williams þá voru sýnd tilþrif frá honum í leiknum en þar á meðal voru svakalegar troðslur. Williams lenti meðal annars á öxl miðherja ÍR-liðsins eftir eina þeirra. „Við höfum ekki séð svona leikmenn á Íslandi í meira en eitt tímabil. Að sjá hann annað tímabil og svo mögulega það þriðja er forréttindi og þá sérstaklega fyrir þá sem halda með Keflavík en auðvitað líka aðra,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Það má finna umfjöllunina um Deane Williams hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Sjá meira
Deane Williams var rosalegur í sigri Keflvíkinga á ÍR í Selskólanum i Domino´s deild karla í körfubolta í gærkvöldi en stórleikur Bretans öfluga lagði grunninn að því að Keflavíkurliðið þarf nú bara einn sigur í viðbót til að tryggja sér deildarmeistaratitilinn. Deane Williams var með 34 stig, 16 fráköst og 4 stoðsendingar í leiknum en hann hitti meðal annars úr 13 af 15 skotum sínum fyrir innan þriggja stiga línuna. Það þarf ekki að koma mörgum á óvart að frammistaða Deane Williams var tekin fyrir í Domino´s Körfuboltakvöldi í gær. „Mærum aðeins einn mann. Deane Williams heldur bara áfram að vaxa. Hann er með 47 framlagspunkta í kvöld og er eiginlega bara ástæðan fyrir því að Keflavík vann þennan leik,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson og beindi orðum síðum til Benedikts Guðmundssonar. „Hann er orðinn sóðalega góður og þetta er bara orðið svindl,“ sagði Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Framistaða Deane Williams á móti ÍR „Menn voru eitthvað að spá í það þegar Keflavík var að endursemja við hann hvort hann væri að vera sem kani eða bosman. Mér er bara slétt sama,“ sagði Benedikt og var þar að ýja að því að Bretar eru komnir út úr Evrópusambandinu og breskir leikmenn því orðnir eins og bandarískir. „Bara að tryggja sér þjónustu þessa manns. Á meðan Deane og Mikla verða þarna þá verður Keflavík besta liðið. Liðin eru búin að hafa allan síðasta vetur og allan þennan vetur til þess að finna lausnir á þessu. Þau hafa verið að reyna að ná í menn sem eitthvað þvælst fyrir þeim og stoppað þá en það er enginn búinn að finna lausn á móti þessum tveimur,“ sagði Benedikt. Meðan félagarnir ræddu frammistöðu Deane Williams þá voru sýnd tilþrif frá honum í leiknum en þar á meðal voru svakalegar troðslur. Williams lenti meðal annars á öxl miðherja ÍR-liðsins eftir eina þeirra. „Við höfum ekki séð svona leikmenn á Íslandi í meira en eitt tímabil. Að sjá hann annað tímabil og svo mögulega það þriðja er forréttindi og þá sérstaklega fyrir þá sem halda með Keflavík en auðvitað líka aðra,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Það má finna umfjöllunina um Deane Williams hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Sjá meira