Flugeldasýning hjá KR en Dusty enn á toppnum Snorri Rafn Hallsson skrifar 16. apríl 2021 23:51 Vodafone deildin rafíþróttir Sýnt var frá þremur leikjum í 8. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty styrkti stöðu sína á toppnum með öruggum sigri á XY, en KR kemur þar fast á hælana eftir stórleik Miðgarðsorms gegn andstæðingunum í Tindastóli. Sýnt var frá þremur leikjum í 8. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty styrkti stöðu sína á toppnum með öruggum sigri á XY, en KR kemur þar fast á hælana eftir stórleik Miðgarðsorms gegn andstæðingunum í Tindastóli. Leikmenn Þórs höfðu betur gegn Hafinu og gera sig líklega til að blanda sér í báráttuna um sæti á Stórmeistaramótinu. Til gamans má geta að allir leikir umferðarinnar fóru eins, eða svipað og þegar sömu lið mættust í fyrstu umferðinni. Tindastóll - KR Í fyrsta leik kvöldsins tók Tindastóll á móti stórliði KR á Overpass kortinu. Leikstjórnandi Tindastóll, M0rals leikur ekki lengur með liðinu en í hans stað er kominn TripleG sem áður lék fyrir Aurora. Leikurinn fór vel af stað fyrir Tindastól en hægt og bítandi tókst KR að tryggja sér góða stöðu og hafa betur. Í upphafi leiks gaf Tindastóll engin færi á sér í sókninni (terrorist) og náðu fjögurra lotu forskoti með góðum opnunum og hröðum leik. Leikmenn KR tóku þá leikhlé og komu Ofvirkum á vappann en hann var felldur áður en hann náði að hleypa af skoti. Það gerði þó ekkert til því leikstjórnandinn Miðgarðsormur sá um sína með stórkostlegum ás þar sem hann felldi alla leikmenn Tindastóls hvern á fætur öðrum. Liðin skiptust svo á lotum en eftir vandræðalegt klúður hjá Tindastóli snerist leikurinn KR-ingum í vil. Þeir breyttu um taktík og náðu að skapa færi sem kom þeim yfir þegar farið var inn í síðari hálfleik. Ofvirkur og Capping voru lengi að koma sér á blað en aðrir leikmenn liðsins voru aftur á móti afar duglegir í að sækja sér 2 eða 3 fellur í hverri einustu lotu. Staða í hálfleik: Tindastóll 7 - 8 KR Tindastólsmenn mættu tilbúnir til að berjast í síðara hálfleik, tókst að lokka KR-inga í gildrur og komast yfir en KR-ingum tókst að ná stjórn á leiknum og toga Tindastól út fyrir þægindaramman. Þeir áttu erfitt með að bregðast við aðstæðum og gera nauðsynlegar breytingar á sinni spilun, svo KR komst upp á lagið með að opna hratt og örugglega, ná nokkrum fellum og spila vel úr stöðunni. Þannig náðu þeir 6 lotum í röð og stungu Tindastól af undir lokin. Enginn vafi er á Miðgarðsormur hélt uppi leik KR þar sem hann rauf 30 fellu múrinn auðveldlega og í lok leiks stóð hann uppi með 36 fellur og 2,47 í K/D. Tindastólsmeginn stóð J0n upp úr með 28 fellur en lítið fór fyrir nýjum leikstjórnanda liðsins, TripleG í síðari hálfleik þrátt fyrir góða byrjun. KR er enn í öðru sæti deildarinnar eftir sigurinn og tekur á móti Fylki í næstu viku, en þrátt fyrir breytingar á liðinu er Tindastóll í næst neðsta sætinu og á erfiðan leik fyrir höndum þegar liðið leikur gegn toppliði Dusty í næstu viku. Lokastaða: Tindastóll 11 - KR 16 Hafið - Þór Lið Hafsins og Þórs hafa mikið barist fyrir miðju Vodafonedeildarinnar á þessu tímabili og annar leikurinn kvöldsins því mikilvægur fyrir bæði lið. Liðin skiptust á að eiga góða spretti en að lokum lagði Þór Hafið á útivelli á Dust 2 kortinu. Þór blandar sér því í baráttuna um fjórða sætið, en það tryggir þáttökurétt í Stórmeistaramótinu. Þórsarar sóttu á fullum krafti í upphafi leiks og náðu að taka út leikmenns Hafsins án þess að verða fyrir miklum skaða. Útlitið var því gott í byrjun, en Hafinu tókst að snúa leiknum sér í hag með glæsilegu samspili Clvr og Instant sem hélt fjárhagi Þórs í skefjum. Hafið tók 5 lotur í röð og komst í stöðuna 5-3 en það háði þeim að einn besti leikmaður liðsins, 7homsen, komst aldrei á skrið. Oftar en ekki tók hann glæfraleg hlaup án nokkurs stuðnings og var því auðveld bráð fyrir andstæðinginn. Ljóst er að eitthvað vantaði upp á heildarskipulag og samskipti í liði Hafsins. Þórsmegin létu Dom og ADHD finna fyrir sér sem bjó til glufur í leik Hafsins sem Þórsmenn gátu nýtt sér. Staða í hálfleik: Hafið 6 - 9 Þór Þórsurum tókst trekk í trekk að valda miklum skaða á meðan Hafið baslaði við að reyna að gera sér mat úr þeim fáu tækifærum sem þeir fengu. ADHD og DOM léku á als oddi og áttu báðir stórleik með margar fellur í hverri lotu. Ekkert fékk þá stöðvað og var það Rean sem náði að klemma sigurinn í tuttugustu og fimmtu lotu. Eftir heljarinnar sprengjuregn og góða vörn hjá Hundza tókst Rean að fella hann og 7homsen við lága heilsu og aftengja sprengjuna sem sigldi leiknum í höfn. Þór er á góðu róli í deildinni með 6 stig í 5. sæti á eftir Fylki sem er með 8 stig, en í næstu umferð leikur Þór gegn XY og verður spennandi að sjá hvernig sú viðureign fer. Hafið er í 6.-7. sæti ásamt Tindastóli og mætir botnliði Aurora á mánudaginn næsta. Varamaðurinn Instant átti góðan leik og það er spurning hvort hann sé sá ferski blær sem liðið þarf nauðsynlega á að halda ætli þeir sér eitthvað meira en að standa í botnbaráttu. Lokastaða: Hafið 9 - Þór 16 XY - Dusty Í þriðju og síðustu viðureign kvöldsins tókust XY og Dusty á í NUKE. XY náði góðu forskoti í upphaf leiks og með feiknargóðu skipulagi lögðu þeir heldur tilþrifalaust lið XY nokkuð auðveldlega. Leikurinn fór af stað af stað með miklum látum þar sem bæði lið voru vel skipulögð og fær um að valda miklum skaða, en þrátt fyrir að mjótt væri á mununum tókst Dusty að tryggja sér fyrstu sex loturnar. Skiptu þar góðar staðsetningar leikmanna Dusty miklu máli en XY tókst ekki að gera sér mat úr sterkum staðalspilunum. Dusty átti góðar endurtökulotur og gat algjörlega lokað á tilburði XY. Annar ás kvöldsins kom svo í sjöttu lotu þegar ThorsteinnF sneri lotunni við með þrefaldri fellu og kláraði svo dæmið þar sem hann sat fyrir Spike sem reyndi í örvæntingu að koma sprengju fyrir. Liðsmenn Dusty lásu vel í aðstæður og brugðust mjög skipulega við hugmyndasnauðum aðgerðum XY þegar leið á fyrri hálfleik. XY tókst hvorki að skapa neinar glufur í þéttri vörn Dusty né að nýta sér það þegar þeir komust í yfirtölu og hefðu getað unnið. Staða í hálfleik: XY 3 - 12 Dusty XY kom sterkt til baka í síðari hálfleik þar sem Spike og Narfi sýndu góða takta í vörninni, en Dusty brugðust fljótt við með því að dreifa sér vel um kortið og sækja af miklum krafti. Þannig sýndu þeir hve skapandi og dýnamískt lið Dusty getur verið og af hverju þeir eru eina ósigðraða liðið í deildinni hingað til. Mótstaða XY varð fljótt að engu og enn einn sigurinn fyrir Dusty varð raunin. Dusty trónir því enn á toppnum með 16 stig og mætir Tindastóli í næst en XY er með 10 stig í 3. sæti og keppir við Þór í níundu umferð Vodafonedeildarinnar. Lokastaða: XY 6 - 16 Dusty Rafíþróttir Vodafone-deildin Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Sýnt var frá þremur leikjum í 8. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO í kvöld á Stöð 2 eSport. Dusty styrkti stöðu sína á toppnum með öruggum sigri á XY, en KR kemur þar fast á hælana eftir stórleik Miðgarðsorms gegn andstæðingunum í Tindastóli. Leikmenn Þórs höfðu betur gegn Hafinu og gera sig líklega til að blanda sér í báráttuna um sæti á Stórmeistaramótinu. Til gamans má geta að allir leikir umferðarinnar fóru eins, eða svipað og þegar sömu lið mættust í fyrstu umferðinni. Tindastóll - KR Í fyrsta leik kvöldsins tók Tindastóll á móti stórliði KR á Overpass kortinu. Leikstjórnandi Tindastóll, M0rals leikur ekki lengur með liðinu en í hans stað er kominn TripleG sem áður lék fyrir Aurora. Leikurinn fór vel af stað fyrir Tindastól en hægt og bítandi tókst KR að tryggja sér góða stöðu og hafa betur. Í upphafi leiks gaf Tindastóll engin færi á sér í sókninni (terrorist) og náðu fjögurra lotu forskoti með góðum opnunum og hröðum leik. Leikmenn KR tóku þá leikhlé og komu Ofvirkum á vappann en hann var felldur áður en hann náði að hleypa af skoti. Það gerði þó ekkert til því leikstjórnandinn Miðgarðsormur sá um sína með stórkostlegum ás þar sem hann felldi alla leikmenn Tindastóls hvern á fætur öðrum. Liðin skiptust svo á lotum en eftir vandræðalegt klúður hjá Tindastóli snerist leikurinn KR-ingum í vil. Þeir breyttu um taktík og náðu að skapa færi sem kom þeim yfir þegar farið var inn í síðari hálfleik. Ofvirkur og Capping voru lengi að koma sér á blað en aðrir leikmenn liðsins voru aftur á móti afar duglegir í að sækja sér 2 eða 3 fellur í hverri einustu lotu. Staða í hálfleik: Tindastóll 7 - 8 KR Tindastólsmenn mættu tilbúnir til að berjast í síðara hálfleik, tókst að lokka KR-inga í gildrur og komast yfir en KR-ingum tókst að ná stjórn á leiknum og toga Tindastól út fyrir þægindaramman. Þeir áttu erfitt með að bregðast við aðstæðum og gera nauðsynlegar breytingar á sinni spilun, svo KR komst upp á lagið með að opna hratt og örugglega, ná nokkrum fellum og spila vel úr stöðunni. Þannig náðu þeir 6 lotum í röð og stungu Tindastól af undir lokin. Enginn vafi er á Miðgarðsormur hélt uppi leik KR þar sem hann rauf 30 fellu múrinn auðveldlega og í lok leiks stóð hann uppi með 36 fellur og 2,47 í K/D. Tindastólsmeginn stóð J0n upp úr með 28 fellur en lítið fór fyrir nýjum leikstjórnanda liðsins, TripleG í síðari hálfleik þrátt fyrir góða byrjun. KR er enn í öðru sæti deildarinnar eftir sigurinn og tekur á móti Fylki í næstu viku, en þrátt fyrir breytingar á liðinu er Tindastóll í næst neðsta sætinu og á erfiðan leik fyrir höndum þegar liðið leikur gegn toppliði Dusty í næstu viku. Lokastaða: Tindastóll 11 - KR 16 Hafið - Þór Lið Hafsins og Þórs hafa mikið barist fyrir miðju Vodafonedeildarinnar á þessu tímabili og annar leikurinn kvöldsins því mikilvægur fyrir bæði lið. Liðin skiptust á að eiga góða spretti en að lokum lagði Þór Hafið á útivelli á Dust 2 kortinu. Þór blandar sér því í baráttuna um fjórða sætið, en það tryggir þáttökurétt í Stórmeistaramótinu. Þórsarar sóttu á fullum krafti í upphafi leiks og náðu að taka út leikmenns Hafsins án þess að verða fyrir miklum skaða. Útlitið var því gott í byrjun, en Hafinu tókst að snúa leiknum sér í hag með glæsilegu samspili Clvr og Instant sem hélt fjárhagi Þórs í skefjum. Hafið tók 5 lotur í röð og komst í stöðuna 5-3 en það háði þeim að einn besti leikmaður liðsins, 7homsen, komst aldrei á skrið. Oftar en ekki tók hann glæfraleg hlaup án nokkurs stuðnings og var því auðveld bráð fyrir andstæðinginn. Ljóst er að eitthvað vantaði upp á heildarskipulag og samskipti í liði Hafsins. Þórsmegin létu Dom og ADHD finna fyrir sér sem bjó til glufur í leik Hafsins sem Þórsmenn gátu nýtt sér. Staða í hálfleik: Hafið 6 - 9 Þór Þórsurum tókst trekk í trekk að valda miklum skaða á meðan Hafið baslaði við að reyna að gera sér mat úr þeim fáu tækifærum sem þeir fengu. ADHD og DOM léku á als oddi og áttu báðir stórleik með margar fellur í hverri lotu. Ekkert fékk þá stöðvað og var það Rean sem náði að klemma sigurinn í tuttugustu og fimmtu lotu. Eftir heljarinnar sprengjuregn og góða vörn hjá Hundza tókst Rean að fella hann og 7homsen við lága heilsu og aftengja sprengjuna sem sigldi leiknum í höfn. Þór er á góðu róli í deildinni með 6 stig í 5. sæti á eftir Fylki sem er með 8 stig, en í næstu umferð leikur Þór gegn XY og verður spennandi að sjá hvernig sú viðureign fer. Hafið er í 6.-7. sæti ásamt Tindastóli og mætir botnliði Aurora á mánudaginn næsta. Varamaðurinn Instant átti góðan leik og það er spurning hvort hann sé sá ferski blær sem liðið þarf nauðsynlega á að halda ætli þeir sér eitthvað meira en að standa í botnbaráttu. Lokastaða: Hafið 9 - Þór 16 XY - Dusty Í þriðju og síðustu viðureign kvöldsins tókust XY og Dusty á í NUKE. XY náði góðu forskoti í upphaf leiks og með feiknargóðu skipulagi lögðu þeir heldur tilþrifalaust lið XY nokkuð auðveldlega. Leikurinn fór af stað af stað með miklum látum þar sem bæði lið voru vel skipulögð og fær um að valda miklum skaða, en þrátt fyrir að mjótt væri á mununum tókst Dusty að tryggja sér fyrstu sex loturnar. Skiptu þar góðar staðsetningar leikmanna Dusty miklu máli en XY tókst ekki að gera sér mat úr sterkum staðalspilunum. Dusty átti góðar endurtökulotur og gat algjörlega lokað á tilburði XY. Annar ás kvöldsins kom svo í sjöttu lotu þegar ThorsteinnF sneri lotunni við með þrefaldri fellu og kláraði svo dæmið þar sem hann sat fyrir Spike sem reyndi í örvæntingu að koma sprengju fyrir. Liðsmenn Dusty lásu vel í aðstæður og brugðust mjög skipulega við hugmyndasnauðum aðgerðum XY þegar leið á fyrri hálfleik. XY tókst hvorki að skapa neinar glufur í þéttri vörn Dusty né að nýta sér það þegar þeir komust í yfirtölu og hefðu getað unnið. Staða í hálfleik: XY 3 - 12 Dusty XY kom sterkt til baka í síðari hálfleik þar sem Spike og Narfi sýndu góða takta í vörninni, en Dusty brugðust fljótt við með því að dreifa sér vel um kortið og sækja af miklum krafti. Þannig sýndu þeir hve skapandi og dýnamískt lið Dusty getur verið og af hverju þeir eru eina ósigðraða liðið í deildinni hingað til. Mótstaða XY varð fljótt að engu og enn einn sigurinn fyrir Dusty varð raunin. Dusty trónir því enn á toppnum með 16 stig og mætir Tindastóli í næst en XY er með 10 stig í 3. sæti og keppir við Þór í níundu umferð Vodafonedeildarinnar. Lokastaða: XY 6 - 16 Dusty
Rafíþróttir Vodafone-deildin Mest lesið „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ Golf Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Körfubolti Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Enski boltinn Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Handbolti „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Enski boltinn „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti „Sóknarlega vorum við ömurlegir og ég þarf að taka það á mig“ Sport Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Körfubolti