Hafa aldrei unnið í Njarðvík en sigur í kvöld setur mikla spennu í fallbaráttuna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2021 14:30 Eysteinn Bjarni Ævarsson og félagar í Hetti verða helst að vinna leikinn í Njarðvík í kvöld. Vísir/Vilhelm Stórleikur kvöldsins er leikur upp á líf eða dauða í Domino´s deild karla í körfubolta í vetur. Úrslitin munu ráða miklu um framhaldið í fallbaráttunni. Höttur heimsækir Njarðvík í Ljónagryfjuna í kvöld og þarf nauðsynlega á sigri að halda ætli liðið að halda sæti sínu í Domino´s deild karla í körfubolta. Heimamenn í Njarðvík gætu verið í erfiðum málum tapi þeir þessum mikilvæga leik. Njarðvíkingar eru á óvenjulegum slóðum í karlakörfunni enda að berjast fyrir lífi sínu í deildinni í stað þess að berjast fyrir góðum stað inn í úrslitakeppnina. Sigur í fyrsta leik eftir stopp gefur Njarðvíkurliðinu von um bjartari daga framundan en það breytir samt ekki miklu um mikilvægi leiksins í kvöld. Leikurinn á móti Hetti á heimavelli í kvöld gæti farið langt með að bjarga liðinu frá falli en tap gæti sökkt Njarðvíkingum aftur á bólakaf í ólgusjó fallbaráttunnar. Njarðvík er með tólf stig, tveimur meira en Haukar og fjórum stigum meira en Höttur. Hattarmenn yrðu sex stigum á eftir Njarðvík tapi þeir leiknum í kvöld. Höttur er komið á botn deildarinnar eftir fimm töp í röð og á sama tíma tvo Haukasigra í röð. Hattarmenn verða bara að vinna í kvöld en þeir hafa aldrei unnið Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni í efstu deild. Næst komust þeir að vinna í Njarðvík í fyrstu umferðinni tímabilið 2015-16 en Njarðvík hafði þá betur í framlengingu. Hattarmenn unnu aftur á móti fyrri leik liðanna á Egilsstöðum í vetur (88-83) og fá því ekki aðeins tvö stig með sigri í kvöld heldur einnig betri innbyrðis stöðu á móti Njarðvík. Þar sem Njarðvíkingar eru einnig undir innbyrðis á móti Haukum þá myndi tap í kvöld þýða að það nægði bæði Hetti og Haukum að jafna Njarðvíkinga að stigum. Leikur Njarðvíkur og Hattar hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.00. Strax á eftir verður síðan Dominos Körfuboltakvöld þar sem Kjartan Atli Kjartansson og félagar munu gera upp alla átjándu umferðina. Innbyrðis staðan hjá neðstu liðunum þremur: Stigin: Njarðvík 12, Haukar 10, Höttur 8. Höttur: 2-0 og +11 1-0 á móti Njarðvík (+5) 1-0 á móti Haukum (+6) Haukar: 2-1 og +7 2-0 á móti Njarðvík (+13) 0-1 á móti Hetti (-6) Njarðvík: 0-3 og -18 0-2 á móti Haukum (-13) 0-1 á móti Hetti (-5) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla UMF Njarðvík Höttur Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum Sjá meira
Höttur heimsækir Njarðvík í Ljónagryfjuna í kvöld og þarf nauðsynlega á sigri að halda ætli liðið að halda sæti sínu í Domino´s deild karla í körfubolta. Heimamenn í Njarðvík gætu verið í erfiðum málum tapi þeir þessum mikilvæga leik. Njarðvíkingar eru á óvenjulegum slóðum í karlakörfunni enda að berjast fyrir lífi sínu í deildinni í stað þess að berjast fyrir góðum stað inn í úrslitakeppnina. Sigur í fyrsta leik eftir stopp gefur Njarðvíkurliðinu von um bjartari daga framundan en það breytir samt ekki miklu um mikilvægi leiksins í kvöld. Leikurinn á móti Hetti á heimavelli í kvöld gæti farið langt með að bjarga liðinu frá falli en tap gæti sökkt Njarðvíkingum aftur á bólakaf í ólgusjó fallbaráttunnar. Njarðvík er með tólf stig, tveimur meira en Haukar og fjórum stigum meira en Höttur. Hattarmenn yrðu sex stigum á eftir Njarðvík tapi þeir leiknum í kvöld. Höttur er komið á botn deildarinnar eftir fimm töp í röð og á sama tíma tvo Haukasigra í röð. Hattarmenn verða bara að vinna í kvöld en þeir hafa aldrei unnið Njarðvíkinga í Ljónagryfjunni í efstu deild. Næst komust þeir að vinna í Njarðvík í fyrstu umferðinni tímabilið 2015-16 en Njarðvík hafði þá betur í framlengingu. Hattarmenn unnu aftur á móti fyrri leik liðanna á Egilsstöðum í vetur (88-83) og fá því ekki aðeins tvö stig með sigri í kvöld heldur einnig betri innbyrðis stöðu á móti Njarðvík. Þar sem Njarðvíkingar eru einnig undir innbyrðis á móti Haukum þá myndi tap í kvöld þýða að það nægði bæði Hetti og Haukum að jafna Njarðvíkinga að stigum. Leikur Njarðvíkur og Hattar hefst klukkan 19.15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.00. Strax á eftir verður síðan Dominos Körfuboltakvöld þar sem Kjartan Atli Kjartansson og félagar munu gera upp alla átjándu umferðina. Innbyrðis staðan hjá neðstu liðunum þremur: Stigin: Njarðvík 12, Haukar 10, Höttur 8. Höttur: 2-0 og +11 1-0 á móti Njarðvík (+5) 1-0 á móti Haukum (+6) Haukar: 2-1 og +7 2-0 á móti Njarðvík (+13) 0-1 á móti Hetti (-6) Njarðvík: 0-3 og -18 0-2 á móti Haukum (-13) 0-1 á móti Hetti (-5) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Innbyrðis staðan hjá neðstu liðunum þremur: Stigin: Njarðvík 12, Haukar 10, Höttur 8. Höttur: 2-0 og +11 1-0 á móti Njarðvík (+5) 1-0 á móti Haukum (+6) Haukar: 2-1 og +7 2-0 á móti Njarðvík (+13) 0-1 á móti Hetti (-6) Njarðvík: 0-3 og -18 0-2 á móti Haukum (-13) 0-1 á móti Hetti (-5)
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla UMF Njarðvík Höttur Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Í beinni: Man. Utd - Bournemouth | Heitir gestir á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum