Fjallið lofar að bjóða upp á eitthvað sérstakt í september Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2021 09:00 Hafþór Júlíus Björnsson er kaldur karl eins og hann sýndi á gosstöðvunum á dögunum. Instagram/@thorbjornsson Fjallið þurfti að skipta út Simon fyrir Simon en mun samt áður berjast í hringnum í stærstu borg Sameinuðu arabísku furstadæmanna í næsta mánuði. Hafþór Júlíus Björnsson er á fullu að undirbúa sig fyrir hnefaleikabardaga á móti Eddie Hall í Las Vegas í september næstkomandi. Hafþór skipti um íþrótt fyrir tæpu ári síðan og fór í það að breyta sér úr kraftajötni í hnefaleikamann. Hafþór Júlíus hefur ekki mikla reynslu úr hringnum og því er mikilvægt að fá alvöru æfingabardaga. Hafþór keppti við Steven Ward í janúar og ákvað síðan að taka einn bardaga í viðbót. Hafþór Júlíus keppir ekki við hinn guðdómlega Ástrala Alex Simon í síðasta æfingabardaga sínum fyrir Las Vegas eins og áætlað var en Fjallið fær hins vegar bardaga á móti öðrum Simon. Hafþór tilkynnti á dögunum að Alex Simon hafi meiðst og af þeim sökum þurft að draga sig út úr æfingabardaganum í Dúbæ í maílok. Hafþór Júlíus mun í staðinn berjast við Simon Vallily sem er atvinnuboxari í þungavigt sem hefur unnið 17 af 21 bardaga sínum á ferlinum og aðeins tapað þremur. Bardagi Hafþórs Júlíusar og Simon Vallily mun fara fram 28. maí næstkomandi og verður hægt að horfa á hann beint á netinu. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Hafþór Júlíus Björnsson er ánægður með hvernig undirbúningurinn gengur ef marka má nýja færslu hans á samfélagsmiðlum um bardagann á móti Eddie Hall sem er fram í Las Vegas í september. Bardaginn er kynntur sem sá þyngsti í sögunni en báðir hafa þeir verið krýndir sterkustu menn í heimi og hafa gælunöfnin „Fjallið“ og „Dýrið“ eins og kemur vel fram á auglýsingaspjöldum fyrir bardagann. Hafþór Júlíus var tilbúinn að lofa sýningu frá sér í umræddri færslu. „Í september á þessu ári þá lofa ég ykkur að ég mun mæti í besta formi sem ég hef nokkurn tímann verið í hvort sem það er andlega, líkamlega, tilfinningalega eða úthaldslega,“ skrifaði Hafþór Júlíus Björnsson. „Ekki blikka augunum. Ég mun færa ykkur eitthvað sérstakt,“ skrifaði Hafþór eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Box Aflraunir Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Sunderland-Manchester City: City getur unnið sjöunda leikinn í röð Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Giftu sig á gamlársdag Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson er á fullu að undirbúa sig fyrir hnefaleikabardaga á móti Eddie Hall í Las Vegas í september næstkomandi. Hafþór skipti um íþrótt fyrir tæpu ári síðan og fór í það að breyta sér úr kraftajötni í hnefaleikamann. Hafþór Júlíus hefur ekki mikla reynslu úr hringnum og því er mikilvægt að fá alvöru æfingabardaga. Hafþór keppti við Steven Ward í janúar og ákvað síðan að taka einn bardaga í viðbót. Hafþór Júlíus keppir ekki við hinn guðdómlega Ástrala Alex Simon í síðasta æfingabardaga sínum fyrir Las Vegas eins og áætlað var en Fjallið fær hins vegar bardaga á móti öðrum Simon. Hafþór tilkynnti á dögunum að Alex Simon hafi meiðst og af þeim sökum þurft að draga sig út úr æfingabardaganum í Dúbæ í maílok. Hafþór Júlíus mun í staðinn berjast við Simon Vallily sem er atvinnuboxari í þungavigt sem hefur unnið 17 af 21 bardaga sínum á ferlinum og aðeins tapað þremur. Bardagi Hafþórs Júlíusar og Simon Vallily mun fara fram 28. maí næstkomandi og verður hægt að horfa á hann beint á netinu. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson) Hafþór Júlíus Björnsson er ánægður með hvernig undirbúningurinn gengur ef marka má nýja færslu hans á samfélagsmiðlum um bardagann á móti Eddie Hall sem er fram í Las Vegas í september. Bardaginn er kynntur sem sá þyngsti í sögunni en báðir hafa þeir verið krýndir sterkustu menn í heimi og hafa gælunöfnin „Fjallið“ og „Dýrið“ eins og kemur vel fram á auglýsingaspjöldum fyrir bardagann. Hafþór Júlíus var tilbúinn að lofa sýningu frá sér í umræddri færslu. „Í september á þessu ári þá lofa ég ykkur að ég mun mæti í besta formi sem ég hef nokkurn tímann verið í hvort sem það er andlega, líkamlega, tilfinningalega eða úthaldslega,“ skrifaði Hafþór Júlíus Björnsson. „Ekki blikka augunum. Ég mun færa ykkur eitthvað sérstakt,“ skrifaði Hafþór eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Hafþo r Ju li us Bjo rnsson (@thorbjornsson)
Box Aflraunir Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Enski boltinn Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Chelsea búið að reka Enzo Maresca Enski boltinn Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Sport „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Sunderland-Manchester City: City getur unnið sjöunda leikinn í röð Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Enginn getur slökkt á þungarokkinu á HM í pílu Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Chelsea búið að reka Enzo Maresca Anthony Joshua útskrifaður af spítalanum Dæmd úr leik vegna skósóla Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Giftu sig á gamlársdag Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sjá meira