Pérez: Liðin með „bindandi samning“ og „geta ekki farið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 25. apríl 2021 12:00 Florentino Perez, forseti Real Madrid. Vísir/Getty Florentino Pérez, forseti Real Madrid og forsprakki ofurdeildarinnar, segir félögin tólf sem tóku þátt í stofnun hennar síðustu helgi geti ekki sagt sig frá verkefninu svo glatt. Samningur milli liðanna sé í gildi. Níu liðanna tólf sem að deildinni stóðu hafa yfirgefið verkefnið í vikunni eftir hörð viðbrögð stuðningsmanna. Þar á meðal eru ensku úrvalsdeildarliðin sex, auk Atlético Madrid, AC Milan og Inter Milan. Þau þrjú sem eftir standa eru spænsku stórveldin Real Madrid og Barcelona, auk Juventus frá Ítalíu. Þrátt fyrir að draga sig ekki formlega frá verkefninu sagði Andrea Agnelli, forseti Juventus, að verkefnið geti tæplega gengið eftir. Pérez hefur staðið fast á sínu varðandi deildina, líkt og kollegi sinn hjá Barcelona; forsetinn Joan Laporta, sem sagði deildina nauðsynlega fyrir fótboltann. Spænsku félögin hafa bæði safnað gríðarlegum skuldum undanfarin ár og COVID-ástandið síðasta árið hefur lítið hjálpað. Pérez sagði í viðtali við spænska miðilinn AS í gær að liðin geti ekki einfaldlega sagt sig frá verkefninu þar sem þau hafi skrifað undir samning. „Ég þarf ekki að útskýra hvað bindandi samningur er, en í raun geta félögin ekki farið,“ „Einhver þeirra, vegna pressu, hafa sagt að þau séu á förum. En þetta verkefni, eða eitthvað mjög líkt því, mun ná fram að ganga og vonandi sem fyrst.“ sagði Pérez. Pérez neitar þá að bandaríski fjárfestingabankinn J.P. Morgan hefði yfirgefið verkefnið, en bankinn tilkynnti um slíkt á föstudag. Staðið hafði til að bankinn myndi leggja til 3,5 milljarða evra til að koma verkefninu af stað. „Þeir hafa tekið sér tíma til að endurmeta stöðuna, rétt eins og liðin tólf. Ef við þurfum að gera breytingar gerum við þær en ofurdeildin er besta verkefni sem okkur hefur dottið í hug,“ „Við munum taka nokkrar vikur til að skoða okkar mál í ljósi reiði ákveðins hóps fólks sem vill ekki tapa forréttindum sínum, og hefur ráðskast með verkefnið.“ sagði Pérez. Ofurdeildin Tengdar fréttir Forseti Barcelona: Ofurdeildin er nauðsynleg fyrir fótboltann Barcelona ætlar að reyna að halda Ofurdeildinni á lífi og forseti félagsins telur hana vera nauðsynlega svo að fótboltinn dafni áfram. 23. apríl 2021 09:00 Forseti Real og forsprakki ofurdeildar Evrópu: „Það var eins og við hefðum drepið einhvern“ Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur ekki gefið upp alla von varðandi „ofurdeild Evrópu“ þó níu af 12 liðum hafi dregið þátttöku sína til baka. 22. apríl 2021 14:00 Agnelli viðurkennir ósigur: Ofurdeildin öll Ekkert verður af ofurdeildinni eftir brotthvarf ensku félaganna. Þetta segir Andrea Agnelli, forseti Juventus og einn af forsprökkum ofurdeildarinnar. 21. apríl 2021 09:27 Ósáttir stuðningsmenn United fjölmenna fyrir utan Old Trafford Stuðningsmenn Manchester United fara að fordæmi fylgjenda annarra stórliða á Englandi og lýsa andstöðu sinni við stjórn félagsins vegna ofurdeildarinnar. Þeir kalla eftir sölu Glazer-fjölskyldunnar á félaginu. 24. apríl 2021 15:10 „Harma mjög“ aðkomu að Ofurdeildinni Roman Abramovich, eigandi Chelsea, sendi ásamt stjórn félagsins út yfirlýsingu í gærkvöld þar sem aðkoma liðsins að stofnun ofurdeildarinnar er hörmuð. Félagið hefur, líkt og önnur ensk lið sem áttu hlut að máli, sætt mikilli gagnrýni. 24. apríl 2021 13:00 90% stuðningsmanna Tottenham vilja stjórnina burt Stuðningsmannafélag Tottenham Hotspur í Lundúnum sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem kallað er eftir því að stjórn félagsins segi af sér vegna hluts félagsins í stofnun ofurdeildarinnar. 90% meðlima kusu með ákalli afsagnar. 24. apríl 2021 12:31 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sjá meira
Níu liðanna tólf sem að deildinni stóðu hafa yfirgefið verkefnið í vikunni eftir hörð viðbrögð stuðningsmanna. Þar á meðal eru ensku úrvalsdeildarliðin sex, auk Atlético Madrid, AC Milan og Inter Milan. Þau þrjú sem eftir standa eru spænsku stórveldin Real Madrid og Barcelona, auk Juventus frá Ítalíu. Þrátt fyrir að draga sig ekki formlega frá verkefninu sagði Andrea Agnelli, forseti Juventus, að verkefnið geti tæplega gengið eftir. Pérez hefur staðið fast á sínu varðandi deildina, líkt og kollegi sinn hjá Barcelona; forsetinn Joan Laporta, sem sagði deildina nauðsynlega fyrir fótboltann. Spænsku félögin hafa bæði safnað gríðarlegum skuldum undanfarin ár og COVID-ástandið síðasta árið hefur lítið hjálpað. Pérez sagði í viðtali við spænska miðilinn AS í gær að liðin geti ekki einfaldlega sagt sig frá verkefninu þar sem þau hafi skrifað undir samning. „Ég þarf ekki að útskýra hvað bindandi samningur er, en í raun geta félögin ekki farið,“ „Einhver þeirra, vegna pressu, hafa sagt að þau séu á förum. En þetta verkefni, eða eitthvað mjög líkt því, mun ná fram að ganga og vonandi sem fyrst.“ sagði Pérez. Pérez neitar þá að bandaríski fjárfestingabankinn J.P. Morgan hefði yfirgefið verkefnið, en bankinn tilkynnti um slíkt á föstudag. Staðið hafði til að bankinn myndi leggja til 3,5 milljarða evra til að koma verkefninu af stað. „Þeir hafa tekið sér tíma til að endurmeta stöðuna, rétt eins og liðin tólf. Ef við þurfum að gera breytingar gerum við þær en ofurdeildin er besta verkefni sem okkur hefur dottið í hug,“ „Við munum taka nokkrar vikur til að skoða okkar mál í ljósi reiði ákveðins hóps fólks sem vill ekki tapa forréttindum sínum, og hefur ráðskast með verkefnið.“ sagði Pérez.
Ofurdeildin Tengdar fréttir Forseti Barcelona: Ofurdeildin er nauðsynleg fyrir fótboltann Barcelona ætlar að reyna að halda Ofurdeildinni á lífi og forseti félagsins telur hana vera nauðsynlega svo að fótboltinn dafni áfram. 23. apríl 2021 09:00 Forseti Real og forsprakki ofurdeildar Evrópu: „Það var eins og við hefðum drepið einhvern“ Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur ekki gefið upp alla von varðandi „ofurdeild Evrópu“ þó níu af 12 liðum hafi dregið þátttöku sína til baka. 22. apríl 2021 14:00 Agnelli viðurkennir ósigur: Ofurdeildin öll Ekkert verður af ofurdeildinni eftir brotthvarf ensku félaganna. Þetta segir Andrea Agnelli, forseti Juventus og einn af forsprökkum ofurdeildarinnar. 21. apríl 2021 09:27 Ósáttir stuðningsmenn United fjölmenna fyrir utan Old Trafford Stuðningsmenn Manchester United fara að fordæmi fylgjenda annarra stórliða á Englandi og lýsa andstöðu sinni við stjórn félagsins vegna ofurdeildarinnar. Þeir kalla eftir sölu Glazer-fjölskyldunnar á félaginu. 24. apríl 2021 15:10 „Harma mjög“ aðkomu að Ofurdeildinni Roman Abramovich, eigandi Chelsea, sendi ásamt stjórn félagsins út yfirlýsingu í gærkvöld þar sem aðkoma liðsins að stofnun ofurdeildarinnar er hörmuð. Félagið hefur, líkt og önnur ensk lið sem áttu hlut að máli, sætt mikilli gagnrýni. 24. apríl 2021 13:00 90% stuðningsmanna Tottenham vilja stjórnina burt Stuðningsmannafélag Tottenham Hotspur í Lundúnum sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem kallað er eftir því að stjórn félagsins segi af sér vegna hluts félagsins í stofnun ofurdeildarinnar. 90% meðlima kusu með ákalli afsagnar. 24. apríl 2021 12:31 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Amorim vill ekki að stuðningsmenn United syngi nafnið hans Ashley Young gæti mætt syni sínum í enska bikarnum Van Nistelrooy sár yfir því að hafa verið látinn fara frá United Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Neitaði að sýna regnbogaliti og félagið segist virða það Svaraði baulinu með marki og reif sig úr að ofan Arsenal dróst gegn Man. Utd en Liverpool og Tottenham heppin Bruune fór illa með íslensku stelpurnar á Spáni Kane kominn í jólafrí? Hjálpaðu Glódísi að komast í heimsliðið Salah jafnaði met Rooneys Miðasalan á EM verður í þremur hlutum Ísland í þriðja styrkleikaflokki fyrir undankeppni HM Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Liðsfélagi Alberts á batavegi Markvörður City: „Liverpool ekki besti hluti Bretlands“ Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sjá meira
Forseti Barcelona: Ofurdeildin er nauðsynleg fyrir fótboltann Barcelona ætlar að reyna að halda Ofurdeildinni á lífi og forseti félagsins telur hana vera nauðsynlega svo að fótboltinn dafni áfram. 23. apríl 2021 09:00
Forseti Real og forsprakki ofurdeildar Evrópu: „Það var eins og við hefðum drepið einhvern“ Florentino Perez, forseti Real Madrid, hefur ekki gefið upp alla von varðandi „ofurdeild Evrópu“ þó níu af 12 liðum hafi dregið þátttöku sína til baka. 22. apríl 2021 14:00
Agnelli viðurkennir ósigur: Ofurdeildin öll Ekkert verður af ofurdeildinni eftir brotthvarf ensku félaganna. Þetta segir Andrea Agnelli, forseti Juventus og einn af forsprökkum ofurdeildarinnar. 21. apríl 2021 09:27
Ósáttir stuðningsmenn United fjölmenna fyrir utan Old Trafford Stuðningsmenn Manchester United fara að fordæmi fylgjenda annarra stórliða á Englandi og lýsa andstöðu sinni við stjórn félagsins vegna ofurdeildarinnar. Þeir kalla eftir sölu Glazer-fjölskyldunnar á félaginu. 24. apríl 2021 15:10
„Harma mjög“ aðkomu að Ofurdeildinni Roman Abramovich, eigandi Chelsea, sendi ásamt stjórn félagsins út yfirlýsingu í gærkvöld þar sem aðkoma liðsins að stofnun ofurdeildarinnar er hörmuð. Félagið hefur, líkt og önnur ensk lið sem áttu hlut að máli, sætt mikilli gagnrýni. 24. apríl 2021 13:00
90% stuðningsmanna Tottenham vilja stjórnina burt Stuðningsmannafélag Tottenham Hotspur í Lundúnum sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem kallað er eftir því að stjórn félagsins segi af sér vegna hluts félagsins í stofnun ofurdeildarinnar. 90% meðlima kusu með ákalli afsagnar. 24. apríl 2021 12:31