Bayern mistókst að tryggja sér titilinn Valur Páll Eiríksson skrifar 24. apríl 2021 15:34 Robin Quaison skoraði það sem reyndist sigurmarkið. Getty Images/Alexander Scheuber Bayern München tapaði óvænt 2-1 fyrir fallbaráttuliði Mainz í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag er fjórir leikir fóru fram. Mainz steig stórt skref frá fallsvæðinu með sigrinum. Bæjarar voru fyrir leikinn með 71 stig á toppi deildarinnar, með tíu stiga forskot á RB Leipzig, þegar tólf stig voru í pottinum. Ljóst var að Leipzig gæti ekki náð Bayern hefðu þeir síðarnefndu unnið í dag. Það varð þó snemma ljóst að Bayern myndi þurfa að hafa fyrir hlutunum í dag. Jonathan Burkhardt kom Mainz í forystu strax á þriðju mínútu og Svíinn Robin Quaison tvöfaldaði forystuna átta mínútum fyrir leikhlé. Ekki tókst Bæjurum að setja sitt mark á leikinn fyrr en í lok uppbótartíma þegar Robert Lewandowski skoraði sárabótarmark. Mainz vann því 2-1 og frestaði fagnaðarlátum Bæjara, um stundarsakir hið minnsta. Leipzig mætir Stuttgart á morgun þar sem sigur heldur veikum vonum þeirra um titil á lífi. Mainz fer upp í 12. sæti með 34 stig með sigrinum, fimm stigum frá Köln sem er í umspilssæti um fall úr deildinni. Tíu leikmenn Dortmund sækja að Meistaradeildarsæti Í Wolfsburg tóku heimamenn á móti Borussia Dortmund. Erling Braut Håland skoraði þær bæði mörk gestanna í 2-0 sigri, sem náðist þrátt fyrir að Dortmund hefði spilað með tíu menn gegn ellefu leikmönnum Wolfsburgar síðasta hálftímann. Enska ungstirnið Jude Bellingham fékk að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt, á 59. mínútu í stöðunni 1-0 en Håland skoraði sitt annað mark aðeins fjórum mínútum síðar. Dortmund er eftur sigurinn með 55 stig í 5. sæti deildarinnar, stigi á eftir Eintracht Frankfurt sem er í fjórða sæti. Frankfurt mætir Bayer Leverkusen klukkan 16:30 í dag. Union Berlin vann þá 3-1 sigur á Werder Bremen og Freiburg og Hoffenheim skildu jöfn 1-1. Þýski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Sjá meira
Bæjarar voru fyrir leikinn með 71 stig á toppi deildarinnar, með tíu stiga forskot á RB Leipzig, þegar tólf stig voru í pottinum. Ljóst var að Leipzig gæti ekki náð Bayern hefðu þeir síðarnefndu unnið í dag. Það varð þó snemma ljóst að Bayern myndi þurfa að hafa fyrir hlutunum í dag. Jonathan Burkhardt kom Mainz í forystu strax á þriðju mínútu og Svíinn Robin Quaison tvöfaldaði forystuna átta mínútum fyrir leikhlé. Ekki tókst Bæjurum að setja sitt mark á leikinn fyrr en í lok uppbótartíma þegar Robert Lewandowski skoraði sárabótarmark. Mainz vann því 2-1 og frestaði fagnaðarlátum Bæjara, um stundarsakir hið minnsta. Leipzig mætir Stuttgart á morgun þar sem sigur heldur veikum vonum þeirra um titil á lífi. Mainz fer upp í 12. sæti með 34 stig með sigrinum, fimm stigum frá Köln sem er í umspilssæti um fall úr deildinni. Tíu leikmenn Dortmund sækja að Meistaradeildarsæti Í Wolfsburg tóku heimamenn á móti Borussia Dortmund. Erling Braut Håland skoraði þær bæði mörk gestanna í 2-0 sigri, sem náðist þrátt fyrir að Dortmund hefði spilað með tíu menn gegn ellefu leikmönnum Wolfsburgar síðasta hálftímann. Enska ungstirnið Jude Bellingham fékk að líta sitt annað gula spjald, og þar með rautt, á 59. mínútu í stöðunni 1-0 en Håland skoraði sitt annað mark aðeins fjórum mínútum síðar. Dortmund er eftur sigurinn með 55 stig í 5. sæti deildarinnar, stigi á eftir Eintracht Frankfurt sem er í fjórða sæti. Frankfurt mætir Bayer Leverkusen klukkan 16:30 í dag. Union Berlin vann þá 3-1 sigur á Werder Bremen og Freiburg og Hoffenheim skildu jöfn 1-1.
Þýski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Sjá meira