Handbolti

Rúnar skoraði eitt í tapi

Valur Páll Eiríksson skrifar
Rúnar náði ekki að fylgja eftir góðum leik síðustu helgi.
Rúnar náði ekki að fylgja eftir góðum leik síðustu helgi.

Ribe-Esbjerg þurfti að þola tveggja marka tap, 31-29, fyrir Frederica í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Rúnar Kárason og Daníel Þór Ingason eru í liði Ribe-Esbjerg.

Rúnar var markahæstur í liði Ribe-Esbjerg þegar það vann Mors-Thy síðustu helgi en gekk verr að finna netmöskvana í dag. Hann skoraði eitt mark í leiknum en Daníel Þór, sem spilar iðulega sem varnarmaður, komst ekki á blað.

Ribe-Esbjerg leiddi 16-14 eftir fyrri hálfleikinn en missti dampinn í þeim síðari. Frederica komst 22-21 yfir snemma í hálfleiknum og lét forystuna aldrei af hendi eftir það. Mest náði liðið fjögurra marka forskoti, 31-27 en heimamenn skoruðu síðustu tvö mörk leiksins.

Bæði lið eru í fallriðli deildarinnar eftir tvískiptingu hennar en geta þó ekki fallið þar sem lið Árósa dró sig úr keppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×