Woods missti stjórn á bíl sínum á hraðbraut í Kaliforníu þann 23. febrúar síðastliðinn með þeim afleiðingum að hann fótbrotnaði illa og þurfti vegna þess að fara í aðgerð. Hann birti fyrstu myndina af sér eftir slysið í gærkvöld þar sem hann sést á hækjum ásamt hundi sínum, Bugs.
„Golfbrautin mín er á betri leið en ég. En það er gott að hafa traustan endurhæfingarfélaga sér við hlið, besti vinur mannsins.“ segir Woods við myndina sem hann deildi á Instagram í gærkvöld.
Woods er á meðal sigursælustu kylfinga sögunnar. Hann hefur unnið 15 risatitla, síðast Masters-mótið árið 2019, og deilir meti Sam Snead yfir flesta sigra á PGA-mótaröðinni, 82 talsins.