Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Breiðablik 74-68 | Haukar gera atlögu að toppnum Atli Arason skrifar 24. apríl 2021 17:47 Alyesha Lovett í leik með Haukum. Vísir/Vilhelm Haukarnir byrjuðu betur í dag en heimakonur komust mest í 4 stiga forskot, 9-5 og 11-7 áður en Blikar tóku svo yfir því á síðustu fimm mínútum fyrsta leikhluta skoruðu haukar bara 2 stig gegn 11 stigum Breiðabliks. Fyrsta leikhluta lauk því 13-18, gestunum í vil. Leikur Blika var ekki eins góður í upphafi annars leikhluta. Gestirnir skora bara 2 stig fyrstu 4 mínúturnar á meðan Haukar setja 9 til að komast í forystu aftur, 22-20. Eftir það var leikurinn gífurlega jafn, bæði lið skiptust á því að vera með forystuna og munurinn á liðunum var oftast 1 stig en fór hæst í 5 stig fyrir Hauka í stöðunni 27-24. Gestirnir úr Kópavogi voru þó sterkari undir lok leikhlutans og var Iva Georgieva þar í fararbroddi en alls gerði hún 11 af 19 stigum Breiðabliks í öðrum leikhluta. Jessica Kay kórónaði svo flotta endurkomu Blika með því að setja niður flautuþrist undir lok leikhlutans og Breiðablik fór með tveggja stiga forystu inn í hálfleik. Þriðji leikhlutinn var heilt yfir gífurlega jafn og liðin skiptust liðinn á því að ná forustunni. Undir lok leikhlutans gerðist þó umdeilt atvik þegar Jessica Kay liggur á gólfinu og Eva Margrét kastar sér í átt að boltanum og lendir á Jessicu sem virðist meiðast illa. Ívar þjálfari Breiðabliks var langt frá því að vera sáttur á hliðarlínunni en hann vildi fá dæmda villu á Evu en í staðinn missa Blikarnir boltann og Haukarnir skora síðustu tvö stig leikhlutans sem lauk í stöðunni 49-48 fyrir heimakonur. Þetta óhapp með Jessciu virtist eitthvað setja eftir í gestunum þegar komið var í fjórða leikhluta því Breiðablik mætti einfaldlega ekki til leiks í upphafi leikhlutans. Þegar leikhlutinn var hálfnaður höfðu Haukar skorað 14 stig gegn 4 frá Breiðablik og munurinn orðinn 11 stig, 63-52. Þetta virtist þó eitthvað kveikja í gestunum sem af öllum óvörum gerðu leikinn aftur spennandi þegar mínúta lifði eftir leiks. Þá fer Iva í lay up sem fer ofan í og fæ hún víti í ofanálag og gat þá jafnað leikinn í 69-69. Vítaskot Ivu klikkar þó og Haukar skora síðustu 5 stig leiksins sem fer að lokum, 74-68 fyrir Hauka. Af hverju unnu Haukar? Þessari spurningu er ekki svo auðveldlega svarað. Lið sem er næstum því með þriðjung fleiri tapaða bolta en andstæðingurinn vinnur sjaldan. Skotnýting Hauka var þó örlítið betri ásamt því að taka 5 fleiri fráköst. Það var í raun rosa lítið sem skyldi liðin af í dag og sigurinn hefði getað dottið öðru hvoru megin. Hverjar stóðu upp úr? Þóra Kristín var frábær í dag og setti hún niður mörg mjög mikilvæg skot á mikilvægum tímapunktum. Alls skoraði Þóra 18 stig, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Eva Margrét og Alyesha Lovett voru einnig gífurlega mikilvægar fyrir Hauka liðið í dag. Í liði gestanna var Iva Georgieva fremst í flokki. Á köflum sá hún ein um stigasöfnuna en hún var stigahæst í dag með 19 stig. Isabella Ósk endaði leikinn með flesta framlagspunkta alla sem tóku þátt. 27 framlagspunktar en hún var með 14 stig og 13 fráköst í dag. Hvað gerist næst? Haukar fara næst í heimsókn til Fjölnis í Grafarvoginn á miðvikudag á meðan Breiðablik fær Keflavík til sín í Kópavog. Bjarni Magnússon: Ég vil hrósa Blikastelpunum Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka.Mynd/Daníel Bjarni Magnússon, eða Baddi, þjálfari Hauka, var virkilega ánægður að hafa unnið leik liðanna í dag og eiginlega hálf hissa. „Ég er feginn að hafa unnið. Þetta var ekki góð frammistaða hjá okkur. Satt að segja er hálf ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik með hátt í 30 tapaða bolta í leiknum. Við vorum ekki samstilltar í dag þannig mesta ánægjan felst í því að hafa unnið leikinn,“ sagði Baddi í viðtali strax eftir leik. Leikurinn var jafn framan af en í fjórða leikhluta náðu Haukar tökum á leiknum. „Ég er ángæður að við komum með frammistöðu í fjórða leikhluta sem hjálpaði okkur að klára leikinn. Við sýndum karakter að við urðum ekki of stressaðar eða of ákafar að fara að gera eitthvað allt annað en það sem við áttum að gera. Þegar við treystum því sem við eigum að gera þá fengum við auðveldar körfur. Þóra var að klára margar sóknir mjög vel og hún kom með stórar körfur sem kláraði eiginlega leikinn.“ „Við náðum kannski fínum stoppum, auðveldum körfum og fengum þá svona smá momentum og vorum þá komnar yfir með einhverjum 10-12 stigum áður en við duttum svo aftur aðeins niður. Það skiptir kannski höfuð máli að þegar við náðum yfirhöndinni þá náðum við að sigla þessu heim.“ Haukar nýttu allan þann tíma sem gafst í hálfleiknum til að fara yfir hlutina. Baddi var spurður að því hvað gekk á í hálfleikshléinu þeirra og hvers vegna þau voru svona lengi. „Ég þurfti bara að fara á klósettið,“ segir Baddi og hlær áður en hann bætir við, „nei nei, við fórum bara aðeins yfir hlutina og breyttum aðeins varnarleiknum.“ „Við tökum þessi tvö stig. Ég vil hrósa Blikastelpunum, þær voru mjög erfiðar að eiga við í dag. Þær voru áræðnar og mikill kraftur í þeim. Þó þær séu ekki að keppa að miklu þá var þetta mjög vel gert hjá þeim,“ sagði Baddi að lokum. Ívar Ásgrímsson: Kostaði okkur töluvert þessi villa sem við fengum ekki Ívar Ásgrímsson.Mynd/Böddi Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sá ánægðasti er hann kom í viðtal eftir 6 stiga tap gegn Haukum í Ólafssal í dag. „Sex stig lýsa kannski ekki úrslitum leiksins. Ég held að þetta sé fjórði leikurinn í vetur sem við töpum á buzzer. Það er eins og öll lið hitti á buzzer á móti okkur. Mér fannst samt liðið mitt sýna mikinn karakter að koma til baka. Mér fannst við vera að stjórna leiknum eiginlega allan leikinn en þær settu pressu á okkur og við fórum að drippla of mikið. Við urðum slakar sóknarlega þegar við fórum að drippla of mikið og þá misstum við stjórn á leiknum,“ sagði Ívar eftir leik Breiðablik var yfir í hálfleik og var inn í leiknum allt þangað til í fjórða leikhluta þegar Haukar náðu góðu áhlaupi á gestina og komust mest í 11 stiga forystu. „Við fórum að drippla of mikið og hnoðast of mikið. Við fundum ekki fríu skotin, það vantaði meiri stjórnun í sóknirnar okkar og við missum Jessie útaf á viðkvæmum tíma vegna meiðsla. Mér fannst við samt sýna karakter aftur og við hefðum getað stolið þessu aftur þegar þær voru búnar að ná forustunni,“ svaraði Ívar aðspurður að því afhverju liðinu gekk svo illa í upphafi fjórða leikhluta. Jessica Kay, sem er bæði stiga- og stoðsendingahæsti leikmaður Breiðabliks meiddist undir lok þriðja leikhluta þegar hún lenti í samstuði við Evu Margréti, leikmann Hauka. Ívar var öskureiður á hliðarlínunni eftir atvikið þegar ekkert var dæmt. „Ég vildi fá villu þegar Jessie meiddist. Ég get ekki séð hver býr til snertinguna, önnur en sú sem hendir sér í gólfið þegar hin liggur. Þetta leit samt ekki út fyrir að vera eitthvað viljandi, það er langt því frá að einhver hafi verið að reyna að meiða einhvern en þetta var bara villa og það átti að dæma villu á þetta. Þetta kostaði okkur töluvert, þessi villa sem við fengum ekki. Við misstum boltann að auki og þetta var á krítískum tíma og þarna fannst mér við missa svolítið stjórnina á leiknum,“ sagði Ívar áður en hann bætti við að meiðslin líta ekki alvarlega út eins og er. Blikarnir spila næst við Keflavík í Kópavoginum. Ívar er sannfærður um að Blikanir geti tekið stig í þeim leik. „Ég held að við sjáum það í þessum leik að við getum unnið, við erum að keppa við eitt af tveim bestu liðum á landinu í dag. Við eigum Keflavík heima næst og við hljótum að gera þá kröfu að vinna heimaleiki okkar. Þær eru með mjög gott lið og við þurfum bara að koma eins gíraðar í þann leik og við komum inn í þennan og auðvitað ætlum við okkur sigur þar,“ sagði Ívar að lokum. Dominos-deild kvenna Valur Fjölnir
Haukarnir byrjuðu betur í dag en heimakonur komust mest í 4 stiga forskot, 9-5 og 11-7 áður en Blikar tóku svo yfir því á síðustu fimm mínútum fyrsta leikhluta skoruðu haukar bara 2 stig gegn 11 stigum Breiðabliks. Fyrsta leikhluta lauk því 13-18, gestunum í vil. Leikur Blika var ekki eins góður í upphafi annars leikhluta. Gestirnir skora bara 2 stig fyrstu 4 mínúturnar á meðan Haukar setja 9 til að komast í forystu aftur, 22-20. Eftir það var leikurinn gífurlega jafn, bæði lið skiptust á því að vera með forystuna og munurinn á liðunum var oftast 1 stig en fór hæst í 5 stig fyrir Hauka í stöðunni 27-24. Gestirnir úr Kópavogi voru þó sterkari undir lok leikhlutans og var Iva Georgieva þar í fararbroddi en alls gerði hún 11 af 19 stigum Breiðabliks í öðrum leikhluta. Jessica Kay kórónaði svo flotta endurkomu Blika með því að setja niður flautuþrist undir lok leikhlutans og Breiðablik fór með tveggja stiga forystu inn í hálfleik. Þriðji leikhlutinn var heilt yfir gífurlega jafn og liðin skiptust liðinn á því að ná forustunni. Undir lok leikhlutans gerðist þó umdeilt atvik þegar Jessica Kay liggur á gólfinu og Eva Margrét kastar sér í átt að boltanum og lendir á Jessicu sem virðist meiðast illa. Ívar þjálfari Breiðabliks var langt frá því að vera sáttur á hliðarlínunni en hann vildi fá dæmda villu á Evu en í staðinn missa Blikarnir boltann og Haukarnir skora síðustu tvö stig leikhlutans sem lauk í stöðunni 49-48 fyrir heimakonur. Þetta óhapp með Jessciu virtist eitthvað setja eftir í gestunum þegar komið var í fjórða leikhluta því Breiðablik mætti einfaldlega ekki til leiks í upphafi leikhlutans. Þegar leikhlutinn var hálfnaður höfðu Haukar skorað 14 stig gegn 4 frá Breiðablik og munurinn orðinn 11 stig, 63-52. Þetta virtist þó eitthvað kveikja í gestunum sem af öllum óvörum gerðu leikinn aftur spennandi þegar mínúta lifði eftir leiks. Þá fer Iva í lay up sem fer ofan í og fæ hún víti í ofanálag og gat þá jafnað leikinn í 69-69. Vítaskot Ivu klikkar þó og Haukar skora síðustu 5 stig leiksins sem fer að lokum, 74-68 fyrir Hauka. Af hverju unnu Haukar? Þessari spurningu er ekki svo auðveldlega svarað. Lið sem er næstum því með þriðjung fleiri tapaða bolta en andstæðingurinn vinnur sjaldan. Skotnýting Hauka var þó örlítið betri ásamt því að taka 5 fleiri fráköst. Það var í raun rosa lítið sem skyldi liðin af í dag og sigurinn hefði getað dottið öðru hvoru megin. Hverjar stóðu upp úr? Þóra Kristín var frábær í dag og setti hún niður mörg mjög mikilvæg skot á mikilvægum tímapunktum. Alls skoraði Þóra 18 stig, tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar. Eva Margrét og Alyesha Lovett voru einnig gífurlega mikilvægar fyrir Hauka liðið í dag. Í liði gestanna var Iva Georgieva fremst í flokki. Á köflum sá hún ein um stigasöfnuna en hún var stigahæst í dag með 19 stig. Isabella Ósk endaði leikinn með flesta framlagspunkta alla sem tóku þátt. 27 framlagspunktar en hún var með 14 stig og 13 fráköst í dag. Hvað gerist næst? Haukar fara næst í heimsókn til Fjölnis í Grafarvoginn á miðvikudag á meðan Breiðablik fær Keflavík til sín í Kópavog. Bjarni Magnússon: Ég vil hrósa Blikastelpunum Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka.Mynd/Daníel Bjarni Magnússon, eða Baddi, þjálfari Hauka, var virkilega ánægður að hafa unnið leik liðanna í dag og eiginlega hálf hissa. „Ég er feginn að hafa unnið. Þetta var ekki góð frammistaða hjá okkur. Satt að segja er hálf ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik með hátt í 30 tapaða bolta í leiknum. Við vorum ekki samstilltar í dag þannig mesta ánægjan felst í því að hafa unnið leikinn,“ sagði Baddi í viðtali strax eftir leik. Leikurinn var jafn framan af en í fjórða leikhluta náðu Haukar tökum á leiknum. „Ég er ángæður að við komum með frammistöðu í fjórða leikhluta sem hjálpaði okkur að klára leikinn. Við sýndum karakter að við urðum ekki of stressaðar eða of ákafar að fara að gera eitthvað allt annað en það sem við áttum að gera. Þegar við treystum því sem við eigum að gera þá fengum við auðveldar körfur. Þóra var að klára margar sóknir mjög vel og hún kom með stórar körfur sem kláraði eiginlega leikinn.“ „Við náðum kannski fínum stoppum, auðveldum körfum og fengum þá svona smá momentum og vorum þá komnar yfir með einhverjum 10-12 stigum áður en við duttum svo aftur aðeins niður. Það skiptir kannski höfuð máli að þegar við náðum yfirhöndinni þá náðum við að sigla þessu heim.“ Haukar nýttu allan þann tíma sem gafst í hálfleiknum til að fara yfir hlutina. Baddi var spurður að því hvað gekk á í hálfleikshléinu þeirra og hvers vegna þau voru svona lengi. „Ég þurfti bara að fara á klósettið,“ segir Baddi og hlær áður en hann bætir við, „nei nei, við fórum bara aðeins yfir hlutina og breyttum aðeins varnarleiknum.“ „Við tökum þessi tvö stig. Ég vil hrósa Blikastelpunum, þær voru mjög erfiðar að eiga við í dag. Þær voru áræðnar og mikill kraftur í þeim. Þó þær séu ekki að keppa að miklu þá var þetta mjög vel gert hjá þeim,“ sagði Baddi að lokum. Ívar Ásgrímsson: Kostaði okkur töluvert þessi villa sem við fengum ekki Ívar Ásgrímsson.Mynd/Böddi Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, var ekki sá ánægðasti er hann kom í viðtal eftir 6 stiga tap gegn Haukum í Ólafssal í dag. „Sex stig lýsa kannski ekki úrslitum leiksins. Ég held að þetta sé fjórði leikurinn í vetur sem við töpum á buzzer. Það er eins og öll lið hitti á buzzer á móti okkur. Mér fannst samt liðið mitt sýna mikinn karakter að koma til baka. Mér fannst við vera að stjórna leiknum eiginlega allan leikinn en þær settu pressu á okkur og við fórum að drippla of mikið. Við urðum slakar sóknarlega þegar við fórum að drippla of mikið og þá misstum við stjórn á leiknum,“ sagði Ívar eftir leik Breiðablik var yfir í hálfleik og var inn í leiknum allt þangað til í fjórða leikhluta þegar Haukar náðu góðu áhlaupi á gestina og komust mest í 11 stiga forystu. „Við fórum að drippla of mikið og hnoðast of mikið. Við fundum ekki fríu skotin, það vantaði meiri stjórnun í sóknirnar okkar og við missum Jessie útaf á viðkvæmum tíma vegna meiðsla. Mér fannst við samt sýna karakter aftur og við hefðum getað stolið þessu aftur þegar þær voru búnar að ná forustunni,“ svaraði Ívar aðspurður að því afhverju liðinu gekk svo illa í upphafi fjórða leikhluta. Jessica Kay, sem er bæði stiga- og stoðsendingahæsti leikmaður Breiðabliks meiddist undir lok þriðja leikhluta þegar hún lenti í samstuði við Evu Margréti, leikmann Hauka. Ívar var öskureiður á hliðarlínunni eftir atvikið þegar ekkert var dæmt. „Ég vildi fá villu þegar Jessie meiddist. Ég get ekki séð hver býr til snertinguna, önnur en sú sem hendir sér í gólfið þegar hin liggur. Þetta leit samt ekki út fyrir að vera eitthvað viljandi, það er langt því frá að einhver hafi verið að reyna að meiða einhvern en þetta var bara villa og það átti að dæma villu á þetta. Þetta kostaði okkur töluvert, þessi villa sem við fengum ekki. Við misstum boltann að auki og þetta var á krítískum tíma og þarna fannst mér við missa svolítið stjórnina á leiknum,“ sagði Ívar áður en hann bætti við að meiðslin líta ekki alvarlega út eins og er. Blikarnir spila næst við Keflavík í Kópavoginum. Ívar er sannfærður um að Blikanir geti tekið stig í þeim leik. „Ég held að við sjáum það í þessum leik að við getum unnið, við erum að keppa við eitt af tveim bestu liðum á landinu í dag. Við eigum Keflavík heima næst og við hljótum að gera þá kröfu að vinna heimaleiki okkar. Þær eru með mjög gott lið og við þurfum bara að koma eins gíraðar í þann leik og við komum inn í þennan og auðvitað ætlum við okkur sigur þar,“ sagði Ívar að lokum.
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum