Anníe Mist ofar en Katrín Tanja: Allt í lagi þótt ég líti ekki út eins og áður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2021 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir náði níunda besta árangrinum í Evrópu aðeins átta mánuðum eftir að hún eignaðist Freyju Mist. Instagram/anniethorisdottir Anníe Mist Þórisdóttir náði bestum árangri íslensku CrossFit stelpnanna í „átta manna“ úrslitum heimsleikanna í CrossFit en hún var tveimur sætum á undan Katrínu Tönju Davíðsdóttur. Björgvin Karl Guðmundsson varð sá fimmti besti í Evrópu. CrossFit samtökin hafa nú endanlega staðfest úrslitin úr átta manna úrslitunum eftir að hafa farið vel yfir æfingarnar sem íþróttafólkið skilaði inn í gegnum netið. Það vekur athygli að nýja mamman í íslenska CrossFit hópnum var best allra íslensku stelpnanna í þessum hluta. Þrjú hundruð karlar og þrjú hundruð konur tryggðu sér sæti í næsta hluta sem er þátttökuréttur í einni af tíu undankeppnum þar sem efstu sætin gefa síðan sæti á heimsleikunum í haust. Ísland á alls sjö fulltrúa af þessum sex hundruð bestu í CrossFit heiminum í dag. Anníe Mist Þórisdóttir stóð sig svo vel í endurkomu sinni í CrossFit eftir barnsburð að engin af íslensku stelpunum náði að gera betur en hún í „átta manna“ úrslitum. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Íslensku keppendurnir voru í evrópska hlutanum en alls sextíu efstu í Evrópu tryggðu sér sæti í undanúrslitunum. Katrín Tanja Davíðsdóttir keppti þannig í evrópska hlutanum þrátt fyrir að vera búsett í Bandaríkjunum. Anníe Mist endaði í níunda sæti í Evrópu en bestum árangri náði hin ungverska Laura Horváth og í næstu sætum voru þær Gabriela Migala frá Póllandi og Kristin Holte frá Noregi. Katrín Tanja varð í ellefta sæti og Þuríður Erla Helgadóttir endaði í átjánda sæti. Sólveig Sigurðardóttir varð síðan í 44. sæti og var sú síðasta af íslensku stelpunum sem tryggði sig áfram í næsta hluta. Björgvin Karl Guðmundsson varð efstur íslensku strákanna en hann náði fimmta besta árangrinum í Evrópu og er kominn áfram í undanúrslitin ásamt þeim Haraldi Holgerssyni (55. sæti) og Þresti Ólasyni (56. sæti). Anníe Mist gerði upp stöðuna á sér í pistli á Instagram. „Ég lít ekki út eins og áður en það er allt í lagi. Núna er ég passa upp á að endurhlaða orkuna fyrir næstu frammistöðu og líkaminn minn er bara eins og hann er og hann mun fá sinn tíma til að koma til baka. Restin fylgir síðan í kjölfarið,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir. „Ég er aftur farin að mæla og vigta það sem ég borða til að passa upp að ég borði rétt fyrir æfingarnar,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Jordan lagði NASCAR Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Býst núna við því versta frá áhorfendum Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Sjá meira
CrossFit samtökin hafa nú endanlega staðfest úrslitin úr átta manna úrslitunum eftir að hafa farið vel yfir æfingarnar sem íþróttafólkið skilaði inn í gegnum netið. Það vekur athygli að nýja mamman í íslenska CrossFit hópnum var best allra íslensku stelpnanna í þessum hluta. Þrjú hundruð karlar og þrjú hundruð konur tryggðu sér sæti í næsta hluta sem er þátttökuréttur í einni af tíu undankeppnum þar sem efstu sætin gefa síðan sæti á heimsleikunum í haust. Ísland á alls sjö fulltrúa af þessum sex hundruð bestu í CrossFit heiminum í dag. Anníe Mist Þórisdóttir stóð sig svo vel í endurkomu sinni í CrossFit eftir barnsburð að engin af íslensku stelpunum náði að gera betur en hún í „átta manna“ úrslitum. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Íslensku keppendurnir voru í evrópska hlutanum en alls sextíu efstu í Evrópu tryggðu sér sæti í undanúrslitunum. Katrín Tanja Davíðsdóttir keppti þannig í evrópska hlutanum þrátt fyrir að vera búsett í Bandaríkjunum. Anníe Mist endaði í níunda sæti í Evrópu en bestum árangri náði hin ungverska Laura Horváth og í næstu sætum voru þær Gabriela Migala frá Póllandi og Kristin Holte frá Noregi. Katrín Tanja varð í ellefta sæti og Þuríður Erla Helgadóttir endaði í átjánda sæti. Sólveig Sigurðardóttir varð síðan í 44. sæti og var sú síðasta af íslensku stelpunum sem tryggði sig áfram í næsta hluta. Björgvin Karl Guðmundsson varð efstur íslensku strákanna en hann náði fimmta besta árangrinum í Evrópu og er kominn áfram í undanúrslitin ásamt þeim Haraldi Holgerssyni (55. sæti) og Þresti Ólasyni (56. sæti). Anníe Mist gerði upp stöðuna á sér í pistli á Instagram. „Ég lít ekki út eins og áður en það er allt í lagi. Núna er ég passa upp á að endurhlaða orkuna fyrir næstu frammistöðu og líkaminn minn er bara eins og hann er og hann mun fá sinn tíma til að koma til baka. Restin fylgir síðan í kjölfarið,“ skrifaði Anníe Mist Þórisdóttir. „Ég er aftur farin að mæla og vigta það sem ég borða til að passa upp að ég borði rétt fyrir æfingarnar,“ skrifaði Anníe Mist eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Árið gert upp í Sportsíldinni Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Anderson henti Van Gerwen úr leik Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Barnastjarna á Álftanesið Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús Jafnaði sig af heilaskurðaðgerð og mætir Littler á afmælisdaginn Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Jordan lagði NASCAR Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fremsta íþróttafólk ársins kemur úr fótbolta og frjálsum „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Mest lesið í erlenda sportinu: Króatarnir hans Dags, huggandi Zlatan og svipleg fráföll Býst núna við því versta frá áhorfendum Þurfa líklega að æfa þar sem liðsfélagi þeirra dó Sjá meira